Halla Hrund líka vinsæll annar kostur Árni Sæberg skrifar 3. maí 2024 16:53 Halla Hrund Logadóttir mælist vel í skoðanakönnunum. Vísir/Vilhelm Í nýlegri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands voru þátttakendur einnig spurðir að því hvaða forsetaframbjóðanda þeir gætu hugsað sér að kjósa, annan en þeir ætla að kjósa. Halla Hrund Logadóttir virðist vinsæll annar kostur. Jón Gnarr mælist með umtalsvert minna fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem kom út í gær, en í öðrum könnunum til þessa. Katrín Jakobsdóttir trónir á toppnum í könnuninni en ekki er þó marktækur munur á henni og Höllu Hrund Logadóttur. Rétt tæp þrjátíu prósent svarenda í könnuninni sögðust styðja Katrínu í forsetakosningunum en 27,6 prósent Höllu Hrund. Baldur Þórhallsson mældist með 23,6 prósent fylgi í þriðja sæti. Jón mældist aðeins með 7,4 prósent. Á vef Félagsvísindastofnunar segir að enn sé mánuður til kosninga og því geti sé margt sem getur breyst þegar talið er úr kjörkössunum. Því hafi þátttakendur í könnuninni einnig verið spurðir hvaða aðra frambjóðendur þeir gætu hugsað sér að kjósa. Í meðfylgjandi myndum frá Félagsvísindastofnun má sjá þær niðurstöður fyrir þá fjóra frambjóðendur sem fengu mest fylgi í könnuninni. Halla Hrund fengi fylgi Katrínar Á myndinni má sjá að hátt hlutfall þeirra sem hyggjast kjósa Katrínu Jakobsdóttur gætu einnig hugsað sér að velja Höllu Hrund, Baldur eða Höllu Tómasdóttur. Því má sjá að 45 prósent þeirra sem hyggjast kjósa Katrínu gætu einnig hugsað sér að kjósa Höllu Hrund og 33 prósent Baldur. Á meðal fylgismanna Höllu Hrundar eru 35 prósent sem geta einnig hugsað sér að kjósa Baldur og 25 prósent sem geta hugsað sér að kjósa Katrínu. Tæpur helmingur þeirra sem hyggjast kjósa Baldur geta einnig hugsað sér að kjósa Höllu Hrund. Á meðal þeirra sem hyggjast kjósa Jón Gnarr er rétt tæpur helmingur sem gæti hugsað sér að kjósa Baldur Þórahallsson og 38 prósent Höllu Hrund. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira
Jón Gnarr mælist með umtalsvert minna fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem kom út í gær, en í öðrum könnunum til þessa. Katrín Jakobsdóttir trónir á toppnum í könnuninni en ekki er þó marktækur munur á henni og Höllu Hrund Logadóttur. Rétt tæp þrjátíu prósent svarenda í könnuninni sögðust styðja Katrínu í forsetakosningunum en 27,6 prósent Höllu Hrund. Baldur Þórhallsson mældist með 23,6 prósent fylgi í þriðja sæti. Jón mældist aðeins með 7,4 prósent. Á vef Félagsvísindastofnunar segir að enn sé mánuður til kosninga og því geti sé margt sem getur breyst þegar talið er úr kjörkössunum. Því hafi þátttakendur í könnuninni einnig verið spurðir hvaða aðra frambjóðendur þeir gætu hugsað sér að kjósa. Í meðfylgjandi myndum frá Félagsvísindastofnun má sjá þær niðurstöður fyrir þá fjóra frambjóðendur sem fengu mest fylgi í könnuninni. Halla Hrund fengi fylgi Katrínar Á myndinni má sjá að hátt hlutfall þeirra sem hyggjast kjósa Katrínu Jakobsdóttur gætu einnig hugsað sér að velja Höllu Hrund, Baldur eða Höllu Tómasdóttur. Því má sjá að 45 prósent þeirra sem hyggjast kjósa Katrínu gætu einnig hugsað sér að kjósa Höllu Hrund og 33 prósent Baldur. Á meðal fylgismanna Höllu Hrundar eru 35 prósent sem geta einnig hugsað sér að kjósa Baldur og 25 prósent sem geta hugsað sér að kjósa Katrínu. Tæpur helmingur þeirra sem hyggjast kjósa Baldur geta einnig hugsað sér að kjósa Höllu Hrund. Á meðal þeirra sem hyggjast kjósa Jón Gnarr er rétt tæpur helmingur sem gæti hugsað sér að kjósa Baldur Þórahallsson og 38 prósent Höllu Hrund.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira