Halla Hrund mælist með mest fylgi í nýrri könnun Maskínu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. maí 2024 14:07 Halla Hrund Logadóttir hefur verið á mikilli siglingu í skoðanakönnunum síðustu vikurnar. Vísir/Vilhelm Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri mælist með mest fylgi í nýrri könnun á vegum Maskínu. Hún hefur aukið fylgi sitt um þrjú prósentustig frá síðustu könnun og mælist nú með 29,4 prósenta fylgi. Fylgi Jóns Gnarr heldur áfram að dragast saman og það sama gildir um fylgi Baldurs Þórhallssonar. Ekki er marktækur munur á fylgi Höllu Hrundar og Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. Í könnunni sem var framkvæmd fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar var spurt: Hvern af eftirtöldum myndir þú kjósa ef forsetakosningar færu fram á morgun? Könnunin fór fram dagana 22. apríl til 3. maí 2024 og voru svarendur 1.236 talsins. Flestir sem svöruðu könnuninni, 29,4 prósent, myndu kjósa Höllu Hrund Logadóttur. Næstflestir sögðust munu kjósa Katrínu Jakobsdóttur eða 26,8 prósen og þá mældist Baldur Þórhallsson með tæplega 20 prósenta fylgi. Fylgi Jóns Gnarr hefur dregist jafnt og þétt saman frá því að hann mældist með 19,6 prósent í könnun þann 8. apríl. Hann mælist nú með tæp þrettán prósenta fylgi. Aðrir frambjóðendur mælast með undir fimm prósenta fylgi. Arnar Þór Jónsson mælist í könnuninni með 4,2 prósenta fylgi, Halla Tómasdóttir 3,7 prósenta fylgi og Ásdís Rán Gunnarsdóttir 1,5 prósenta fylgi. Aðrir mælast með minna en eitt prósenta fylgi. Fylgi frambjóðenda meðal kynja er nokkuð jafnt nema Baldur er með talsvert meira fylgi meðal kvenna (24,4 prósent) heldur en karla (15,9 prósent). Fylgi Höllu Hrundar og Katrínar er mest hjá fólki yfir sextugu. Jón Gnarr er áfram vinsælastur meðal yngstu kjósendanna, en 25,6 prósent þeirra sem myndu kjósa hann eru á aldrinum 18 til 29 ára. Fylgi Baldurs dreifist nokkuð jafnt á milli aldurshópa. Katrín Jakobsdóttir sækir fylgi sitt að langmestu leyti til kjósenda Vinstri grænna eða yfir 80 prósent. Flestir þeir sem myndi kjósa Höllu Hrund myndu kjósa Miðflokkinn ef kosið væri til Alþingis í dag. Þá er stuðningsfólk Baldurs líklegast til að kjósa Pírata. Í gær var greint frá því að Katrín Jakobsdóttir væri efst í könnun á vegum Félagsvísindastofunnar. Í nýjum þjóðarpúlsi Gallup sem kom út í dag mælist Halla Hrund hinsvegar með langmest fylgi allra forsetaframbjóðenda eða 36 prósent. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Katrín efst en Jón hrynur í nýrri könnun Jón Gnarr mælist með umtalsvert minna fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands en í öðrum könnunum til þessa. Katrín Jakobsdóttir trónir á toppnum í könnuninni en ekki er þó marktækur munur á henni og Höllu Hrund Logadóttur. 2. maí 2024 18:08 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Í könnunni sem var framkvæmd fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar var spurt: Hvern af eftirtöldum myndir þú kjósa ef forsetakosningar færu fram á morgun? Könnunin fór fram dagana 22. apríl til 3. maí 2024 og voru svarendur 1.236 talsins. Flestir sem svöruðu könnuninni, 29,4 prósent, myndu kjósa Höllu Hrund Logadóttur. Næstflestir sögðust munu kjósa Katrínu Jakobsdóttur eða 26,8 prósen og þá mældist Baldur Þórhallsson með tæplega 20 prósenta fylgi. Fylgi Jóns Gnarr hefur dregist jafnt og þétt saman frá því að hann mældist með 19,6 prósent í könnun þann 8. apríl. Hann mælist nú með tæp þrettán prósenta fylgi. Aðrir frambjóðendur mælast með undir fimm prósenta fylgi. Arnar Þór Jónsson mælist í könnuninni með 4,2 prósenta fylgi, Halla Tómasdóttir 3,7 prósenta fylgi og Ásdís Rán Gunnarsdóttir 1,5 prósenta fylgi. Aðrir mælast með minna en eitt prósenta fylgi. Fylgi frambjóðenda meðal kynja er nokkuð jafnt nema Baldur er með talsvert meira fylgi meðal kvenna (24,4 prósent) heldur en karla (15,9 prósent). Fylgi Höllu Hrundar og Katrínar er mest hjá fólki yfir sextugu. Jón Gnarr er áfram vinsælastur meðal yngstu kjósendanna, en 25,6 prósent þeirra sem myndu kjósa hann eru á aldrinum 18 til 29 ára. Fylgi Baldurs dreifist nokkuð jafnt á milli aldurshópa. Katrín Jakobsdóttir sækir fylgi sitt að langmestu leyti til kjósenda Vinstri grænna eða yfir 80 prósent. Flestir þeir sem myndi kjósa Höllu Hrund myndu kjósa Miðflokkinn ef kosið væri til Alþingis í dag. Þá er stuðningsfólk Baldurs líklegast til að kjósa Pírata. Í gær var greint frá því að Katrín Jakobsdóttir væri efst í könnun á vegum Félagsvísindastofunnar. Í nýjum þjóðarpúlsi Gallup sem kom út í dag mælist Halla Hrund hinsvegar með langmest fylgi allra forsetaframbjóðenda eða 36 prósent.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Katrín efst en Jón hrynur í nýrri könnun Jón Gnarr mælist með umtalsvert minna fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands en í öðrum könnunum til þessa. Katrín Jakobsdóttir trónir á toppnum í könnuninni en ekki er þó marktækur munur á henni og Höllu Hrund Logadóttur. 2. maí 2024 18:08 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Katrín efst en Jón hrynur í nýrri könnun Jón Gnarr mælist með umtalsvert minna fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands en í öðrum könnunum til þessa. Katrín Jakobsdóttir trónir á toppnum í könnuninni en ekki er þó marktækur munur á henni og Höllu Hrund Logadóttur. 2. maí 2024 18:08