Spá því að stýrivextir haldist óbreyttir Atli Ísleifsson skrifar 3. maí 2024 12:39 Una Jónsdóttir er hagfræðingur Landsbankans. Greininin gerir ráð fyrir að peningastefnunefnd líti svo á að verðbólguvæntingar hafi ekki gefið nægjanlega eftir og að enn séu merki um þó nokkra spennu í hagkerfinu. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni halda stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Spáin rímar við spá Íslandsbanka sem gerir einnig ráð fyrir að stýrivextir haldist óbreyttir. Í greiningu Hagfræðideildar Landsbankans segir að þótt verðbólga hafi hjaðnað verulega í apríl og ýmis merki séu komin fram um að undirliggjandi verðbólga fari hjaðnandi telji deildin horfur á að verðbólga verði föst í kringum sex present fram yfir sumarmánuðina. „Auk þess teljum við að nefndin líti svo á að verðbólguvæntingar hafi ekki gefið nægjanlega eftir og að enn séu merki um þó nokkra spennu í hagkerfinu. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kemur saman í næstu viku og kynnir vaxtaákvörðun miðvikudaginn 8. maí. Við spáum því að nefndin haldi stýrivöxtum óbreyttum, fimmta fundinn í röð. Nefndin kemur ekki aftur saman fyrr en í ágúst og ef vextir haldast óbreyttir þangað til verður vaxtastigið óbreytt í 9,25% í heilt ár. Peningastefnunefnd hefur haldið stýrivöxtum óbreyttum í 9,25% á síðustu fjórum fundum. Ákvarðanir um óbreytt vaxtastig hafa ýmist grundvallast á mikilli óvissu um efnahagsþróun eða á þeirri skoðun nefndarinnar að ótímabært sé að lækka vexti, en óþarft að hækka þá. Eftir því sem verðbólga hefur hjaðnað við óbreytt vaxtastig hefur peningalegt aðhald aukist og raunstýrivextir standa nú í 3,25%, sé miðað við liðna verðbólgu. Á marsfundi nefndarinnar var rætt að vaxtalækkunarferli þyrfti að hefjast á „trúverðugum tímapunkti“ og ekki fyrr en „skýrar vísbendingar“ væru komnar fram um að verðbólgan væri „augljóslega á niðurleið“. Tónninn var harðari en við höfðum búist við og í fundargerð nefndarinnar kom fram að fundarmenn teldu meiri áhættu fólgna í því að lækka vexti of snemma en að halda þeim háum of lengi. Í ljósi alls þessa teljum við að nefndin fari varlega í vaxtalækkanir og viðhaldi stífu aðhaldi þrátt fyrir að verðbólga hafi hjaðnað þó nokkuð frá því hún fór hæst í 10,2% í fyrra,“ segir í greininunni. Lækkunarferli hefjist í haust Greining Íslandsbanka er á svipuðum slóðum og segir í sinni greiningu að seigla á vinnu- og íbúðamarkaði ásamt þrálátum háum verðbólguvæntingum muni á fundi peningastefnunefndar væntanlega vega þyngra en hjaðnandi verðbólga og vísbendingar um kólnandi hagkerfi. Vaxtalækkunarferli gæti hafist á þriðja ársfjórðungi og komist á fullan skrið á næsta ári. Seðlabankinn Landsbankinn Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Sjá meira
Í greiningu Hagfræðideildar Landsbankans segir að þótt verðbólga hafi hjaðnað verulega í apríl og ýmis merki séu komin fram um að undirliggjandi verðbólga fari hjaðnandi telji deildin horfur á að verðbólga verði föst í kringum sex present fram yfir sumarmánuðina. „Auk þess teljum við að nefndin líti svo á að verðbólguvæntingar hafi ekki gefið nægjanlega eftir og að enn séu merki um þó nokkra spennu í hagkerfinu. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kemur saman í næstu viku og kynnir vaxtaákvörðun miðvikudaginn 8. maí. Við spáum því að nefndin haldi stýrivöxtum óbreyttum, fimmta fundinn í röð. Nefndin kemur ekki aftur saman fyrr en í ágúst og ef vextir haldast óbreyttir þangað til verður vaxtastigið óbreytt í 9,25% í heilt ár. Peningastefnunefnd hefur haldið stýrivöxtum óbreyttum í 9,25% á síðustu fjórum fundum. Ákvarðanir um óbreytt vaxtastig hafa ýmist grundvallast á mikilli óvissu um efnahagsþróun eða á þeirri skoðun nefndarinnar að ótímabært sé að lækka vexti, en óþarft að hækka þá. Eftir því sem verðbólga hefur hjaðnað við óbreytt vaxtastig hefur peningalegt aðhald aukist og raunstýrivextir standa nú í 3,25%, sé miðað við liðna verðbólgu. Á marsfundi nefndarinnar var rætt að vaxtalækkunarferli þyrfti að hefjast á „trúverðugum tímapunkti“ og ekki fyrr en „skýrar vísbendingar“ væru komnar fram um að verðbólgan væri „augljóslega á niðurleið“. Tónninn var harðari en við höfðum búist við og í fundargerð nefndarinnar kom fram að fundarmenn teldu meiri áhættu fólgna í því að lækka vexti of snemma en að halda þeim háum of lengi. Í ljósi alls þessa teljum við að nefndin fari varlega í vaxtalækkanir og viðhaldi stífu aðhaldi þrátt fyrir að verðbólga hafi hjaðnað þó nokkuð frá því hún fór hæst í 10,2% í fyrra,“ segir í greininunni. Lækkunarferli hefjist í haust Greining Íslandsbanka er á svipuðum slóðum og segir í sinni greiningu að seigla á vinnu- og íbúðamarkaði ásamt þrálátum háum verðbólguvæntingum muni á fundi peningastefnunefndar væntanlega vega þyngra en hjaðnandi verðbólga og vísbendingar um kólnandi hagkerfi. Vaxtalækkunarferli gæti hafist á þriðja ársfjórðungi og komist á fullan skrið á næsta ári.
Seðlabankinn Landsbankinn Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Sjá meira