Börn Maradona vilja flytja jarðneskar leifar hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2024 10:30 Diego Armando Maradona fagnar hér heimsmeistaratitlinum sumarið 1986. Getty/Paul Bereswill Börn knattspyrnugoðsins Diego Armando Maradona hafa biðlað til dómstóls í Argentínu um að leyfi til flutnings á jarðneskum leifum hans. Börnin vilja fá að flytja föður sinn úr gröf í einkakirkjugarði í nýtt grafhýsi sem er þessa dagana í byggingu í Buenos Aires. Með þessu vilja þau búa til tækifæri fyrir aðdáendur alls staðar að úr heiminum til að sýna honum virðingarvott. Maradona hefur verið lengi í guðatölu út um allan heim og slíkur staður yrði fljótt vinsæll ferðamannastaður í borginni. Maradona's children want remains in mausoleumChildren of the late soccer star Diego Maradona have asked a court in Argentina to authorize the transfer of his body from the private cemetery where he is buried to a mausoleum under construction in Buenos … https://t.co/JRywjzeQ1R— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 3, 2024 Maradona lést í nóvember 2020 þegar hann var nýbúinn að halda upp á sextugs afmælið sitt. Nýja grafhýsið hefur fengið nafnið „Memorial del Diez“ og er í byggingu í Puerto Madero hverfinu. Í bréfi til dómara segir fjölskyldan að grafhýsið sé á mun betri og öruggari stað en þar sem hann hvílir í dag. Bréfið er sagt koma frá öllum erfingjum Maradona. Maradona leiddi argentínska landsliðið til sigurs í heimsmeistarakeppninni 1986 þar sem hann var með fimm mörk og fimm stoðsendingar í sjö leikjum. Maradona skoraði þá bæði mörkin í bæði átta liða og undanúrslitunum og lagði einnig upp sigurmarkið í úrslitaleiknum. Maradona varð sá fyrsti í sögunni til að verða tvisvar sinnum dýrasti knattspyrnumaður heims eða bæði þegar Barcelona (1982) og Napoli (1984) keyptu hann. Maradona var jarðaður í litlum kirkjugarði sem heitir Jardín de Bella Vista og er í bænum San Miguel sem er um fimmtíu kílómetra norður af höfuðborginni Buenos Aires. Puerto Madero hverfið er aftur á móti á besta stað í höfuðborginni þangað sem ferðamenn sækja mikið enda mikið um bari og veitingastaði í nágrenninu. Dómstóll þarf að leyfa flutninginn þar sem dómsmál er enn í gangi gegn átta umsjónarmönnum Maradona í tengslum við dauða hans. El mausoleo denominado “Memorial del Diez” está en construcción en el barrio capitalino de Puerto Madero. https://t.co/MfmA39O9a0— Primera Hora (@primerahora) May 3, 2024 Argentína Andlát Diegos Maradona Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Börnin vilja fá að flytja föður sinn úr gröf í einkakirkjugarði í nýtt grafhýsi sem er þessa dagana í byggingu í Buenos Aires. Með þessu vilja þau búa til tækifæri fyrir aðdáendur alls staðar að úr heiminum til að sýna honum virðingarvott. Maradona hefur verið lengi í guðatölu út um allan heim og slíkur staður yrði fljótt vinsæll ferðamannastaður í borginni. Maradona's children want remains in mausoleumChildren of the late soccer star Diego Maradona have asked a court in Argentina to authorize the transfer of his body from the private cemetery where he is buried to a mausoleum under construction in Buenos … https://t.co/JRywjzeQ1R— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 3, 2024 Maradona lést í nóvember 2020 þegar hann var nýbúinn að halda upp á sextugs afmælið sitt. Nýja grafhýsið hefur fengið nafnið „Memorial del Diez“ og er í byggingu í Puerto Madero hverfinu. Í bréfi til dómara segir fjölskyldan að grafhýsið sé á mun betri og öruggari stað en þar sem hann hvílir í dag. Bréfið er sagt koma frá öllum erfingjum Maradona. Maradona leiddi argentínska landsliðið til sigurs í heimsmeistarakeppninni 1986 þar sem hann var með fimm mörk og fimm stoðsendingar í sjö leikjum. Maradona skoraði þá bæði mörkin í bæði átta liða og undanúrslitunum og lagði einnig upp sigurmarkið í úrslitaleiknum. Maradona varð sá fyrsti í sögunni til að verða tvisvar sinnum dýrasti knattspyrnumaður heims eða bæði þegar Barcelona (1982) og Napoli (1984) keyptu hann. Maradona var jarðaður í litlum kirkjugarði sem heitir Jardín de Bella Vista og er í bænum San Miguel sem er um fimmtíu kílómetra norður af höfuðborginni Buenos Aires. Puerto Madero hverfið er aftur á móti á besta stað í höfuðborginni þangað sem ferðamenn sækja mikið enda mikið um bari og veitingastaði í nágrenninu. Dómstóll þarf að leyfa flutninginn þar sem dómsmál er enn í gangi gegn átta umsjónarmönnum Maradona í tengslum við dauða hans. El mausoleo denominado “Memorial del Diez” está en construcción en el barrio capitalino de Puerto Madero. https://t.co/MfmA39O9a0— Primera Hora (@primerahora) May 3, 2024
Argentína Andlát Diegos Maradona Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira