Ætlar ekki að þröngva sér upp á fólk Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 2. maí 2024 18:59 Viktor Traustason verður á kjörseðlinum þann fyrsta júní. Vísir/Vilhelm Viktor Traustason forsetaframbjóðandi segist finna fyrir létti að hluta til eftir að Landskjörstjórn úrskurðaði um gildi framboðs hans í dag. „Mitt spennufall er eiginlega bara búið. Þetta var bara eitt verkefni í viðbót og maður kláraði það,“ sagði Viktor í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þetta er ferli sem ég er búin að vera að vinna að í fjóra mánuði þannig það er ekkert nýtt að gerast hjá mér.“ Hvernig ætlar þú að vekja athygli á þér á næstu vikum? „Ég held að stefnumálin tali svolítið mikið sínu máli. Ég ætla að samþykkja öll viðtöl sem mér er boðið í, en ég ætla ekkert að vera að sérstaklega að þröngva mér upp á fólk.“ Viktor segist lítið hafa pælt í því hvað mótframbjóðendur hans séu að gera. „Ég ætla að einbeita mér að mínum stefnumálum og fólkinu sem ég er að tala við. Það eru bara ákveðnir valmöguleikar sem ég myndi vilja að væru í boði. Þegar að kemur að kjördegi þá er allavega hægt að kjósa um þetta ef fólk vill, ef fólk vill eitthvað annað þá gerir það það bara.“ Á mánudag var greint frá því að Viktor hefði kært ákörðun Landskjörstjórnar að gera framboð hans ógilt. Hann vildi meina að meðmælalistar hans uppfylltu öll skilyrði. Þá sagði hann Landskjörstjórn hafa brotið gróflega gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þegar nokkrir frambjóðendur fengu helgina til að lagfæra sína undirskriftarlista og safna fleiri undirskriftum, en Viktor fékk ekki slíkan möguleika. Í gær var greint frá því að úrskurður Landskjörstjórnar hefði verið felldur úr gildi og fékk Viktor tækifæri til klukkan þrjú í dag til að lagfæra meðmælalista sinn, en á honum voru einungis um sjötíu gildar undirskriftir. Hvernig fórstu eiginlega að þessu, að safna öllum þessum undirskriftum til viðbótar? „Það stóra er að ég var náttúrulega kominn með allar undirskriftirnar. Það sem ég þurfti að gera var að sýna fram á að þetta væru alvöru undirskriftir, segja Landskjörstjórn hvaða kennitala þetta er og hvaða lögheimili tengist því. Þegar ég var búinn að því gat ég eiginlega skilað þeim öllum aftur.“ Forsetakosningar 2024 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
„Mitt spennufall er eiginlega bara búið. Þetta var bara eitt verkefni í viðbót og maður kláraði það,“ sagði Viktor í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þetta er ferli sem ég er búin að vera að vinna að í fjóra mánuði þannig það er ekkert nýtt að gerast hjá mér.“ Hvernig ætlar þú að vekja athygli á þér á næstu vikum? „Ég held að stefnumálin tali svolítið mikið sínu máli. Ég ætla að samþykkja öll viðtöl sem mér er boðið í, en ég ætla ekkert að vera að sérstaklega að þröngva mér upp á fólk.“ Viktor segist lítið hafa pælt í því hvað mótframbjóðendur hans séu að gera. „Ég ætla að einbeita mér að mínum stefnumálum og fólkinu sem ég er að tala við. Það eru bara ákveðnir valmöguleikar sem ég myndi vilja að væru í boði. Þegar að kemur að kjördegi þá er allavega hægt að kjósa um þetta ef fólk vill, ef fólk vill eitthvað annað þá gerir það það bara.“ Á mánudag var greint frá því að Viktor hefði kært ákörðun Landskjörstjórnar að gera framboð hans ógilt. Hann vildi meina að meðmælalistar hans uppfylltu öll skilyrði. Þá sagði hann Landskjörstjórn hafa brotið gróflega gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þegar nokkrir frambjóðendur fengu helgina til að lagfæra sína undirskriftarlista og safna fleiri undirskriftum, en Viktor fékk ekki slíkan möguleika. Í gær var greint frá því að úrskurður Landskjörstjórnar hefði verið felldur úr gildi og fékk Viktor tækifæri til klukkan þrjú í dag til að lagfæra meðmælalista sinn, en á honum voru einungis um sjötíu gildar undirskriftir. Hvernig fórstu eiginlega að þessu, að safna öllum þessum undirskriftum til viðbótar? „Það stóra er að ég var náttúrulega kominn með allar undirskriftirnar. Það sem ég þurfti að gera var að sýna fram á að þetta væru alvöru undirskriftir, segja Landskjörstjórn hvaða kennitala þetta er og hvaða lögheimili tengist því. Þegar ég var búinn að því gat ég eiginlega skilað þeim öllum aftur.“
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira