Mikil spenna fyrir Bakgarðshlaupinu um helgina Boði Logason skrifar 3. maí 2024 11:14 Bakgarðshlaupið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi og Vísi alla helgina. Vísir/Grafík Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa fer fram um helgina. Hlaupið sem er löngu búið að festa sig í sessi hjá landsmönnum sem eitt mest spennandi hlaup landsins gengur út á að hlaupa sama 6,7 kílómetra hringinn á klukkutíma fresti þar til einn hlaupari stendur eftir, sama hvenær það er. Hlaupið verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi alla helgina, eins og undanfarin ár. Það má segja að sigur Mari Jäersk árið 2022 hafi kveikt áhuga þjóðarinnar á Bakgarðshlaupinu en þá hljóp hún 43 hringi, eða 283 kílómetra, og sigraði Þorleif Þorleifsson sem á nú Íslandsmet í hlaupinu. Hann hljóp 50 hringi í Bakgarðshlaupi í Þýskalandi í fyrra. Þó áhorfendur Bakgarðshlaupanna þekki nöfn Þorleifs og Mari þá verður hlaupið um helgina með þeim sterkari sem hafa verið haldin á Íslandi en það eru 13 hlauparar sem hafa hlaupið 24 hringi eða meira. Árið 2020: Þorleifur Þorleifsson - 25 hringir Árið 2021: Mari Järsk - 25 hringir Árið 2022 Öskjuhlíð: Mari Järsk - 43 hringir Árið 2022 Heiðmörk: Kristján Svanur Eymundsson - 32 hringir Árið 2023 Öskjuhlíð: Guðjón Ingi Sigurðsson - 31 hringur Árið 2023 Heiðmörk: Marlena Radziszewska - 38 hringir Árið 2024 Öskjuhlíð: ? Í ár kemur keppandi alla leið frá Filippseyjum en sá heitir Jivee Tolentino og hefur hann hlaupið mest 81 hring, hvorki meira né minna. Hvort að hann eigi sigurinn vísann verður að koma í ljós en hann á 30 hringi á næsta mann í keppninni, Þorleif Þorleifsson. Hvort að Jivee þoli íslenska veðurfarið og rigninguna sem bíður hans um helgina á eftir að koma í ljós. Hér fyrir neðan fáum við að kynnast fimm keppendum: Friðrik BenediktssonÚr einkasafni Nafn: Friðrik Benediktsson Aldur: Ég verð 41 árs á árinu Hvað ertu búinn að hlaupa lengi? Að verða sex ár Hver er lengsta vegalengd sem þú hefur hlaupið? Lengsta sem ég hef farið var í október 2022 með landsliðinu eða 27 hringi, 182 kílómetra. Hvenær var þitt fyrsta Bakgarðshlaup og hvað hljópstu þá langt? Fyrsta Bakgarðshlaupið var í Heiðmörk árið 2021 og hljóp ég þá 17 hringi, eða 114,5 kílómetra. Hvað hefurðu hlaupið mörg Bakgarðshlaup? Ég hef farið fjórum sinnum sem keppnis og tvisvar sinnum sem æfingu. Hvernig ætlar þú að undirbúa þig fyrir hlaupið um helgina? Ég kem inn í helgina virkilega vel undirbúinn og er búin að æfa síðustu sex mánuði hjá manni sem heitir Sam Harvey og er einn sá besti í heimi. Ég er meira en tilbúin í helgina. Hver verður þér til aðstoðar og hvernig gengur að sannfæra fólk að vera allan sólahringin til taks? Það er ekki stórmál að sannfæra fólk um að aðstoða mig, liðið mitt er þó aðeins búið að breytast þar sem fólk datt út á síðustu stundu og ég er að púsla restinni saman. Ég verð með geggjað lið með mér og konan mín flýgur að norðan til að koma og aðstoða mig á sunnudeginum. Hvernig finnst þér best að næra þig í bakgarðinum? Ég næri mig mikið á auðveldum kolvetnum, í bland við feita fæðu. Í hvernig skóm hleypurðu? Ég hleyp í ON Cloudsurfer Trail en er einnig með ON Monster. Markmið fyrir helgina? Að byrja fyrsta hring með öllum en hlaupa síðasta hringinn einn. Elísa KristinsdóttirÚr einkasafni Nafn: Elísa Kristinsdóttir Aldur: 29 ára (1994) Hvað ertu búin að hlaupa lengi? Ég byrjaði að hlaupa sem áhugahlaupari á götu 2017 og tók þátt í einu og einu keppnishlaupi, en var ekki að æfa hlaup neitt markvisst heldur voru þau bara með annari hreyfingu sem ég stundaði. Það var svo árið 2022 sem ég tek þátt í mínu fyrsta ultra-hlaupi og sumarið 2023 skrái ég mig í fyrsta skipti í hlaupaþjálfun. Það má segja að ég byrja að markvisst að hlaupa 2023 og hef ekki snúið til baka. Hver er lengsta vegalend sem þú hefur hlaupið? Ég hef farið lengst 247,9 kílómetra, sem eru 37 hringir í Heiðmörk 2023. Hvenær var þitt fyrsta Bakgarðshlaup og hvað hljópstu langt þá? Ég tók fyrst þátt í Heiðmörkinni 2022 og fór þá 60,3 kílómetra, sem eru 9 hringir. Ég var virkilega glöð með þann árangur á þeim tíma en í dag er það æfingarhlaup hjá mér, þetta er fljótt að breytast. Hvað hefur þú hlaupið mörg Bakgarðshlaup? Ég hef farið þrjú bakgarðshlaup. Hvernig ætlar þú að undirbúa þig fyrir hlaupið um helgina? Ég fókusera á það að ná að minnsta kosti 8,5 klukkustunda svefni vikuna fyrir stóra daginn. Næra mig vel, drekka vel af vökva. Passa upp á það að vera eins mikið og ég get í afslöppun, gera hluti sem gefa mér orku en ekki það sem tekur frá mér. Hver verður þér til aðstoðar og hvernig gengur að sannfæra fólk að vera allan sólahringin til taks? Ég er með frábært teymi á bakvið mig sem ég er mjög þakklát fyrir. Þær voru allar 100 prósent tilbúnar til þess að vera með mér og ekkert mál að vera á hvaða tíma sólahringsins sem er. En Eva systir mín verður minn aðal aðstoðarmaður, en hún tekur næturnar allavega. Sonja Sif byrjar með mér og svo tekur systir mín við af henni, Hildur Aðalsteins tekur sunnudaginn og systir mín tekur svo aftur við af Hildi. Eftir tuttugu hringi eru tveir aðstoðarmenn leyfðir ef þörf er á, og þá er ég með Hafdísi og Dagnýju vinkonur mínar tilbúnar að hoppa inn ef þess þarf. Algjört draumateymi ef þú spyrð mig. Hvernig finnst þér best að næra þig í Bakgarðinum? Ég fókusa á að borða mat. Næri mig eftir hvern hring, passa upp á að fá kolvetni og sykur og svo prótein á fjórða hverjum hring. Þegar líða fer á og matarinntakan verður erfiðari þá fer ég að drekka kolvetnin meira, og er þá með Carbox frá Bætiefnabúllunni sem hefur virkað vel fyrir mig. En maturinn er frekar einhæfur og þæginlegur. Ég er til dæmis að borða samlokur, flatkökur, Oat King, Hleðslu, avókadó, egg, pasta, núðlur og fleira. Í hvernig skóm hleypurðu? Ég hleyp eingöngu í Hoka. Hleyp mest þessa braut í Clifton 9. Ég er líka með Speedgoat og Tecton með mér sem mér finnst mjög gott að hlaupa í. Markmið fyrir helgina? Ég er ekki með neitt fast hringjamarkmið. Markmiðið er að hlaupa þar til að lappirnar segja stopp. Flóki HaraldssonGummi St. Nafn: Flóki Halldórsson Aldur: 50 ára Hvað ertu búinn hlaupa lengi? Reglulega frá 2009. Sumarskokkari fyrir það. Fyrstu árin var ég aðallega í götuhlaupum, en síðari ár hef ég fært mig meira í náttúruhlaup og ultra hlaup. Hver er lengsta vegalengd sem þú hefur hlaupið? 240 kílómetrar. Hvenær var þitt fyrsta bakgarðshlaup og hvað hljópstu langt þá? Ég tók þátt í fyrsta hlaupinu hér á landi, sem var haldið í Heiðmörk. Held það hafi verið haustið 2020. Ég hljóp 80 kílómetra eða 12 hringi. Hvað hefurðu hlaupið mörg bakgarðshlaup? Fimm, öll hér á landi. Hvernig ætlaru að undirbúa þig fyrir hlaupið um helgina? Þetta er allt í hefðbundnum farvegi. Borða kolvetnaríkan mat síðustu daga og ekki vera í neinum líkamlegum átökum. Kaupa inn nóg af mat og taka saman fatnað og búnað. Svo er kannski aðalatriðið að ná góðum svefni dagana fyrir hlaup og stilla hausinn rétt. Hver verður þér til aðstoðar og hvernig gengur að sannfæra fólk að vera allan sólahringin til takst? Ég verð bæði með fjölskyldu og vini. Ég á almennt mjög erfitt að biðja fólk um að vera að aðstoða mig, sér í lagi á þeim tímum dags sem allir ættu að vera sofandi heima hjá sér. Hvernig finnst þér best að næra þig í bakgarðinum? Ég reyni að borða og drekka jafnt og þétt strax frá fyrsta hring. Ég borða ekki bara í hvíldinni heldur tek einnig með mér bita og drykk. Markmiðið er að ná að innbyrða 300-350 kcal á klukkustund og eitthvað af vökva. Nota mikið Tailwind orkudrykk og svo einnig vatn. Þegar líður á hlaup hef ég fært mig meira í kók, sykrað te og fleira. Í hvaða skóm hleypurðu? Ég hef hlaupið öll hlaupin í Hoka Speedgoat og geri það líka núna. Verð með nokkur pör með mér. Speedgoat eru áreiðanlegir vinnuhestar. Tek líka með Hoka Tecton X2 carbon skó til að brjóta þetta aðeins upp. Markmið fyrir helgina? Njóta hlaupsins og samverunnar. Fyrstu hringirnir fara aðeins í stöðutékk, þar sem stutt er síðan ég kláraði síðasta ultra hlaup. Ef allt er í standi, þá er bara að rúlla áfram og sjá hvað haus og líkami koma manni langt. Sif Sumarliðadóttirúr einkasafni Nafn: Sif Sumarliðadóttir Aldur: 49 ára Hvað ertu búin að hlaupa lengi? Ég byrjaði að hlaupa af meiri alvöru 2015, þegar ég fór fyrsta Laugaveginn. Hef nánast hlaupið óslitið frá þeim tíma og hef verið undanfarin ár að byggja upp meiri reynslu og hlaupamagn, samhliða því sem vegalengdirnar í hlaupum lengjast. Hver er lengsta vegalend sem þú hefur hlaupið? Ég hef hlaupið mest 26 hringi, í Bakgarðinum haustið 2022 en vorið á undan hljóp ég 100 kílómetra hlaup í Englandi. Hvenær var þitt fyrsta bakgarðshlaup og hvað hljópstu langt þá? Fyrsta Bakgarðshlaupið var Bakgarður 101 vorið 2022 en þá hljóp ég 8 hringi sem æfingahlaup fyrir keppnina í Englandi. Annað Bakgarðshlaupið var haust 2022 þegar hljóp 26 hringi, eða 174 kílómetra. Hvernig ætlar þú að undirbúa þig fyrir hlaupið um helgina? Ég er svo heppin að Rúna Rut hefur verið svo dugleg að benda okkur á heimildarmyndir um Bakgarðskeppnir, sem ég hef horft á – til að setja mig í gírinn. Annars er mikið umstang að plana næringuna og safna að sér hinum ýmsu næringarefnum og matvælum. Reyni svo að hafa gott jafnvægi á hvíld, léttri hreyfingu og borða vel. Hver verður þér til aðstoðar og hvernig gengur að sannfæra fólk að vera allan sólahringin til taks? Systir mín er mín stoð og stytta, Hildur Sumarliðadóttir – sem verður minn aðal aðstoðarmaður og mun hún sjá um að skipta vinum sem boðist hafa til aðstoðar á vaktir. Til að mynda Lára María og Margrét Salóme. Hvernig finnst þér best að næra þig í bakgarðinum? Mér finnst best að hafa kolvetna drykk sem grunn og borða fjölbreytt til að bæta upp í áætlaða kolvetna (og prótein) þörf á klukkutíma. Ég verð með Carbox drykk og Isotonic frá Bætiefnabúllunni, ásamt gelum og próteinsnakki. Hvað varðar mat þá er ég til dæmis með samloku með hnetusmjöri, hjónabandssælu og döðlubrauð frá mömmu, hrísgrjón með eggjum og avocado, núðlusúpur, pizzu og svona mætti lengi telja. Í hvaða skóm hleypur þú? Ég er hrifin af Salomon utanvegaskónum og mun hlaupa í Salomon ultra glide. Hvað varðar götuskó, sem ég mun líka hlaupa í, þá er ég hrifnust af Brooks skónum og er í Brooks Glycerin. Markmið fyrir helgina? Markmiðið fyrir helgina er að toppa fjölda hringja sem ég náði í síðustu keppni, ef líkaminn leyfir og að ganga ekki þannig frá mér að eyðileggi fyrir komandi hlaupasumri. Andri GuðmundssonÚr einkasafni Nafn: Andri Guðmundsson Aldur: 41 árs Hvað ertu búinn að hlaupa lengi? Ég hljóp mitt fyrsta og eina maraþon 2016 og hlaupið ultramaraþon óreglulega síðan. Síðustu tvö ár hef ég æft skipulega og af krafti. Hver er lengsta vegalend sem þú hefur hlaupið? 207,7 kílómetra í Bakgarðshlaupinu í Heiðmörk í september 2023. Lengsta non-backyard vegalengd sem ég hef farið er 75 kílómetrar. Hvenær var þitt fyrsta bakgarðshlaup og hvað hljópstu langt þá? Backyard 101 Reykjavík í fyrra, þar fór ég 17 hringi. Hvað hefuru hlaupið mörg bakgarðshlaup? Tvö, vor og haust 2023. Hvernig ætlaru að undirbúa þig fyrir hlaupið um helgina? Blanda af hlaupa- og styrktarþjálfun. Að auki æfa sérstaklega næringu, skipulag og búnað. Mikilvægast er þó líklega að stilla hausinn rétt af. Ég tek þakklátur á móti öllum góðum ábendingum. Hver verður þér til aðstoðar og hvernig gengur að sannfæra fólk að vera allan sólahringin til taks? Ég bý svo vel að stórfjölskyldan styður mig heilshugar. Og ekki nóg með að þola æfingar og skipulag þá ætlar eiginkona mín að vera með mér á daginn og pabbi á næturvaktinni. Aðrir fjölskyldumeðlimir munu svo vera á bakvakt og redda hlutum ef þarf og börnin koma vonandi líka að peppa pabba sinn. Hvernig finnst þér best að næra þig í bakgarðinum? Ég hef ekki mikla reyslu af því að næra mig í bakgarðinum en hef verið duglegur að borða frá því að ég man eftir mér. Ég reyni að vinna með blöndu af „race foods“ svo sem orkudrykkjum, gelum og „bars“ og svo venjulegur mat svo sem samlokur, hrísgrjón og banana. Í hvaða skóm hleypur þú? Ég hleyp í Nike Pegasus og Pegasus Trail. Markmið fyrir helgina? Hafa gaman og hlaupa langt. Bakgarðshlaup Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Sjá meira
Hlaupið verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi alla helgina, eins og undanfarin ár. Það má segja að sigur Mari Jäersk árið 2022 hafi kveikt áhuga þjóðarinnar á Bakgarðshlaupinu en þá hljóp hún 43 hringi, eða 283 kílómetra, og sigraði Þorleif Þorleifsson sem á nú Íslandsmet í hlaupinu. Hann hljóp 50 hringi í Bakgarðshlaupi í Þýskalandi í fyrra. Þó áhorfendur Bakgarðshlaupanna þekki nöfn Þorleifs og Mari þá verður hlaupið um helgina með þeim sterkari sem hafa verið haldin á Íslandi en það eru 13 hlauparar sem hafa hlaupið 24 hringi eða meira. Árið 2020: Þorleifur Þorleifsson - 25 hringir Árið 2021: Mari Järsk - 25 hringir Árið 2022 Öskjuhlíð: Mari Järsk - 43 hringir Árið 2022 Heiðmörk: Kristján Svanur Eymundsson - 32 hringir Árið 2023 Öskjuhlíð: Guðjón Ingi Sigurðsson - 31 hringur Árið 2023 Heiðmörk: Marlena Radziszewska - 38 hringir Árið 2024 Öskjuhlíð: ? Í ár kemur keppandi alla leið frá Filippseyjum en sá heitir Jivee Tolentino og hefur hann hlaupið mest 81 hring, hvorki meira né minna. Hvort að hann eigi sigurinn vísann verður að koma í ljós en hann á 30 hringi á næsta mann í keppninni, Þorleif Þorleifsson. Hvort að Jivee þoli íslenska veðurfarið og rigninguna sem bíður hans um helgina á eftir að koma í ljós. Hér fyrir neðan fáum við að kynnast fimm keppendum: Friðrik BenediktssonÚr einkasafni Nafn: Friðrik Benediktsson Aldur: Ég verð 41 árs á árinu Hvað ertu búinn að hlaupa lengi? Að verða sex ár Hver er lengsta vegalengd sem þú hefur hlaupið? Lengsta sem ég hef farið var í október 2022 með landsliðinu eða 27 hringi, 182 kílómetra. Hvenær var þitt fyrsta Bakgarðshlaup og hvað hljópstu þá langt? Fyrsta Bakgarðshlaupið var í Heiðmörk árið 2021 og hljóp ég þá 17 hringi, eða 114,5 kílómetra. Hvað hefurðu hlaupið mörg Bakgarðshlaup? Ég hef farið fjórum sinnum sem keppnis og tvisvar sinnum sem æfingu. Hvernig ætlar þú að undirbúa þig fyrir hlaupið um helgina? Ég kem inn í helgina virkilega vel undirbúinn og er búin að æfa síðustu sex mánuði hjá manni sem heitir Sam Harvey og er einn sá besti í heimi. Ég er meira en tilbúin í helgina. Hver verður þér til aðstoðar og hvernig gengur að sannfæra fólk að vera allan sólahringin til taks? Það er ekki stórmál að sannfæra fólk um að aðstoða mig, liðið mitt er þó aðeins búið að breytast þar sem fólk datt út á síðustu stundu og ég er að púsla restinni saman. Ég verð með geggjað lið með mér og konan mín flýgur að norðan til að koma og aðstoða mig á sunnudeginum. Hvernig finnst þér best að næra þig í bakgarðinum? Ég næri mig mikið á auðveldum kolvetnum, í bland við feita fæðu. Í hvernig skóm hleypurðu? Ég hleyp í ON Cloudsurfer Trail en er einnig með ON Monster. Markmið fyrir helgina? Að byrja fyrsta hring með öllum en hlaupa síðasta hringinn einn. Elísa KristinsdóttirÚr einkasafni Nafn: Elísa Kristinsdóttir Aldur: 29 ára (1994) Hvað ertu búin að hlaupa lengi? Ég byrjaði að hlaupa sem áhugahlaupari á götu 2017 og tók þátt í einu og einu keppnishlaupi, en var ekki að æfa hlaup neitt markvisst heldur voru þau bara með annari hreyfingu sem ég stundaði. Það var svo árið 2022 sem ég tek þátt í mínu fyrsta ultra-hlaupi og sumarið 2023 skrái ég mig í fyrsta skipti í hlaupaþjálfun. Það má segja að ég byrja að markvisst að hlaupa 2023 og hef ekki snúið til baka. Hver er lengsta vegalend sem þú hefur hlaupið? Ég hef farið lengst 247,9 kílómetra, sem eru 37 hringir í Heiðmörk 2023. Hvenær var þitt fyrsta Bakgarðshlaup og hvað hljópstu langt þá? Ég tók fyrst þátt í Heiðmörkinni 2022 og fór þá 60,3 kílómetra, sem eru 9 hringir. Ég var virkilega glöð með þann árangur á þeim tíma en í dag er það æfingarhlaup hjá mér, þetta er fljótt að breytast. Hvað hefur þú hlaupið mörg Bakgarðshlaup? Ég hef farið þrjú bakgarðshlaup. Hvernig ætlar þú að undirbúa þig fyrir hlaupið um helgina? Ég fókusera á það að ná að minnsta kosti 8,5 klukkustunda svefni vikuna fyrir stóra daginn. Næra mig vel, drekka vel af vökva. Passa upp á það að vera eins mikið og ég get í afslöppun, gera hluti sem gefa mér orku en ekki það sem tekur frá mér. Hver verður þér til aðstoðar og hvernig gengur að sannfæra fólk að vera allan sólahringin til taks? Ég er með frábært teymi á bakvið mig sem ég er mjög þakklát fyrir. Þær voru allar 100 prósent tilbúnar til þess að vera með mér og ekkert mál að vera á hvaða tíma sólahringsins sem er. En Eva systir mín verður minn aðal aðstoðarmaður, en hún tekur næturnar allavega. Sonja Sif byrjar með mér og svo tekur systir mín við af henni, Hildur Aðalsteins tekur sunnudaginn og systir mín tekur svo aftur við af Hildi. Eftir tuttugu hringi eru tveir aðstoðarmenn leyfðir ef þörf er á, og þá er ég með Hafdísi og Dagnýju vinkonur mínar tilbúnar að hoppa inn ef þess þarf. Algjört draumateymi ef þú spyrð mig. Hvernig finnst þér best að næra þig í Bakgarðinum? Ég fókusa á að borða mat. Næri mig eftir hvern hring, passa upp á að fá kolvetni og sykur og svo prótein á fjórða hverjum hring. Þegar líða fer á og matarinntakan verður erfiðari þá fer ég að drekka kolvetnin meira, og er þá með Carbox frá Bætiefnabúllunni sem hefur virkað vel fyrir mig. En maturinn er frekar einhæfur og þæginlegur. Ég er til dæmis að borða samlokur, flatkökur, Oat King, Hleðslu, avókadó, egg, pasta, núðlur og fleira. Í hvernig skóm hleypurðu? Ég hleyp eingöngu í Hoka. Hleyp mest þessa braut í Clifton 9. Ég er líka með Speedgoat og Tecton með mér sem mér finnst mjög gott að hlaupa í. Markmið fyrir helgina? Ég er ekki með neitt fast hringjamarkmið. Markmiðið er að hlaupa þar til að lappirnar segja stopp. Flóki HaraldssonGummi St. Nafn: Flóki Halldórsson Aldur: 50 ára Hvað ertu búinn hlaupa lengi? Reglulega frá 2009. Sumarskokkari fyrir það. Fyrstu árin var ég aðallega í götuhlaupum, en síðari ár hef ég fært mig meira í náttúruhlaup og ultra hlaup. Hver er lengsta vegalengd sem þú hefur hlaupið? 240 kílómetrar. Hvenær var þitt fyrsta bakgarðshlaup og hvað hljópstu langt þá? Ég tók þátt í fyrsta hlaupinu hér á landi, sem var haldið í Heiðmörk. Held það hafi verið haustið 2020. Ég hljóp 80 kílómetra eða 12 hringi. Hvað hefurðu hlaupið mörg bakgarðshlaup? Fimm, öll hér á landi. Hvernig ætlaru að undirbúa þig fyrir hlaupið um helgina? Þetta er allt í hefðbundnum farvegi. Borða kolvetnaríkan mat síðustu daga og ekki vera í neinum líkamlegum átökum. Kaupa inn nóg af mat og taka saman fatnað og búnað. Svo er kannski aðalatriðið að ná góðum svefni dagana fyrir hlaup og stilla hausinn rétt. Hver verður þér til aðstoðar og hvernig gengur að sannfæra fólk að vera allan sólahringin til takst? Ég verð bæði með fjölskyldu og vini. Ég á almennt mjög erfitt að biðja fólk um að vera að aðstoða mig, sér í lagi á þeim tímum dags sem allir ættu að vera sofandi heima hjá sér. Hvernig finnst þér best að næra þig í bakgarðinum? Ég reyni að borða og drekka jafnt og þétt strax frá fyrsta hring. Ég borða ekki bara í hvíldinni heldur tek einnig með mér bita og drykk. Markmiðið er að ná að innbyrða 300-350 kcal á klukkustund og eitthvað af vökva. Nota mikið Tailwind orkudrykk og svo einnig vatn. Þegar líður á hlaup hef ég fært mig meira í kók, sykrað te og fleira. Í hvaða skóm hleypurðu? Ég hef hlaupið öll hlaupin í Hoka Speedgoat og geri það líka núna. Verð með nokkur pör með mér. Speedgoat eru áreiðanlegir vinnuhestar. Tek líka með Hoka Tecton X2 carbon skó til að brjóta þetta aðeins upp. Markmið fyrir helgina? Njóta hlaupsins og samverunnar. Fyrstu hringirnir fara aðeins í stöðutékk, þar sem stutt er síðan ég kláraði síðasta ultra hlaup. Ef allt er í standi, þá er bara að rúlla áfram og sjá hvað haus og líkami koma manni langt. Sif Sumarliðadóttirúr einkasafni Nafn: Sif Sumarliðadóttir Aldur: 49 ára Hvað ertu búin að hlaupa lengi? Ég byrjaði að hlaupa af meiri alvöru 2015, þegar ég fór fyrsta Laugaveginn. Hef nánast hlaupið óslitið frá þeim tíma og hef verið undanfarin ár að byggja upp meiri reynslu og hlaupamagn, samhliða því sem vegalengdirnar í hlaupum lengjast. Hver er lengsta vegalend sem þú hefur hlaupið? Ég hef hlaupið mest 26 hringi, í Bakgarðinum haustið 2022 en vorið á undan hljóp ég 100 kílómetra hlaup í Englandi. Hvenær var þitt fyrsta bakgarðshlaup og hvað hljópstu langt þá? Fyrsta Bakgarðshlaupið var Bakgarður 101 vorið 2022 en þá hljóp ég 8 hringi sem æfingahlaup fyrir keppnina í Englandi. Annað Bakgarðshlaupið var haust 2022 þegar hljóp 26 hringi, eða 174 kílómetra. Hvernig ætlar þú að undirbúa þig fyrir hlaupið um helgina? Ég er svo heppin að Rúna Rut hefur verið svo dugleg að benda okkur á heimildarmyndir um Bakgarðskeppnir, sem ég hef horft á – til að setja mig í gírinn. Annars er mikið umstang að plana næringuna og safna að sér hinum ýmsu næringarefnum og matvælum. Reyni svo að hafa gott jafnvægi á hvíld, léttri hreyfingu og borða vel. Hver verður þér til aðstoðar og hvernig gengur að sannfæra fólk að vera allan sólahringin til taks? Systir mín er mín stoð og stytta, Hildur Sumarliðadóttir – sem verður minn aðal aðstoðarmaður og mun hún sjá um að skipta vinum sem boðist hafa til aðstoðar á vaktir. Til að mynda Lára María og Margrét Salóme. Hvernig finnst þér best að næra þig í bakgarðinum? Mér finnst best að hafa kolvetna drykk sem grunn og borða fjölbreytt til að bæta upp í áætlaða kolvetna (og prótein) þörf á klukkutíma. Ég verð með Carbox drykk og Isotonic frá Bætiefnabúllunni, ásamt gelum og próteinsnakki. Hvað varðar mat þá er ég til dæmis með samloku með hnetusmjöri, hjónabandssælu og döðlubrauð frá mömmu, hrísgrjón með eggjum og avocado, núðlusúpur, pizzu og svona mætti lengi telja. Í hvaða skóm hleypur þú? Ég er hrifin af Salomon utanvegaskónum og mun hlaupa í Salomon ultra glide. Hvað varðar götuskó, sem ég mun líka hlaupa í, þá er ég hrifnust af Brooks skónum og er í Brooks Glycerin. Markmið fyrir helgina? Markmiðið fyrir helgina er að toppa fjölda hringja sem ég náði í síðustu keppni, ef líkaminn leyfir og að ganga ekki þannig frá mér að eyðileggi fyrir komandi hlaupasumri. Andri GuðmundssonÚr einkasafni Nafn: Andri Guðmundsson Aldur: 41 árs Hvað ertu búinn að hlaupa lengi? Ég hljóp mitt fyrsta og eina maraþon 2016 og hlaupið ultramaraþon óreglulega síðan. Síðustu tvö ár hef ég æft skipulega og af krafti. Hver er lengsta vegalend sem þú hefur hlaupið? 207,7 kílómetra í Bakgarðshlaupinu í Heiðmörk í september 2023. Lengsta non-backyard vegalengd sem ég hef farið er 75 kílómetrar. Hvenær var þitt fyrsta bakgarðshlaup og hvað hljópstu langt þá? Backyard 101 Reykjavík í fyrra, þar fór ég 17 hringi. Hvað hefuru hlaupið mörg bakgarðshlaup? Tvö, vor og haust 2023. Hvernig ætlaru að undirbúa þig fyrir hlaupið um helgina? Blanda af hlaupa- og styrktarþjálfun. Að auki æfa sérstaklega næringu, skipulag og búnað. Mikilvægast er þó líklega að stilla hausinn rétt af. Ég tek þakklátur á móti öllum góðum ábendingum. Hver verður þér til aðstoðar og hvernig gengur að sannfæra fólk að vera allan sólahringin til taks? Ég bý svo vel að stórfjölskyldan styður mig heilshugar. Og ekki nóg með að þola æfingar og skipulag þá ætlar eiginkona mín að vera með mér á daginn og pabbi á næturvaktinni. Aðrir fjölskyldumeðlimir munu svo vera á bakvakt og redda hlutum ef þarf og börnin koma vonandi líka að peppa pabba sinn. Hvernig finnst þér best að næra þig í bakgarðinum? Ég hef ekki mikla reyslu af því að næra mig í bakgarðinum en hef verið duglegur að borða frá því að ég man eftir mér. Ég reyni að vinna með blöndu af „race foods“ svo sem orkudrykkjum, gelum og „bars“ og svo venjulegur mat svo sem samlokur, hrísgrjón og banana. Í hvaða skóm hleypur þú? Ég hleyp í Nike Pegasus og Pegasus Trail. Markmið fyrir helgina? Hafa gaman og hlaupa langt.
Árið 2020: Þorleifur Þorleifsson - 25 hringir Árið 2021: Mari Järsk - 25 hringir Árið 2022 Öskjuhlíð: Mari Järsk - 43 hringir Árið 2022 Heiðmörk: Kristján Svanur Eymundsson - 32 hringir Árið 2023 Öskjuhlíð: Guðjón Ingi Sigurðsson - 31 hringur Árið 2023 Heiðmörk: Marlena Radziszewska - 38 hringir Árið 2024 Öskjuhlíð: ?
Bakgarðshlaup Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Sjá meira