Sagan á bak við djarft listaverk Ásdísar Ránar Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. maí 2024 10:00 Ásdís Rán virðir fyrir sér myndina sem hangir á gangi íbúðar hennar. Stöð 2 Heimili Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur forsetaframbjóðanda er hlaðið listaverkum eftir hana sjálfa. Myndirnar sem prýða veggina eru þó ekki allar úr smiðju Ísdrottningarinnar; eitt tiltekið verk fékk hún að gjöf úr áhugaverðri átt. Við fórum í morgunkaffi til Ásdísar Ránar í Íslandi í dag nú í vikunni. Þar ræddi hún meðal annars forsetaframboð sitt, fegurðina, öryggisgæslu á Bessastöðum og raunveruleikaþáttinn sem aldrei varð. Þá leiddi hún okkur í skoðunarferð um íbúð sína og það fyrsta sem greip augað voru listaverkin sem héngu upp um alla veggi. Flestar myndirnar gerði Ásdís Rán sjálf, hún viðurkennir að hún hafi „listræna tendensa“, en ekki allar. Verk sem hangir á gangi íbúðarinnar vekur athygli. Myndin er eins og úr teiknimyndasögu, sýnir ljóshærða, spengilega konu í efnislitlum búningi, og fyrir framan hana mara karlkyns fígúrur í hálfu kafi. „Þessa fékk ég í afmælisgjöf fyrir mörgum árum síðan. Þetta á að vera ég hérna og þetta eru karlmennirnir í mínu lífi. Þannig að þið kannski skiljið af hverju karlmenn eru hræddir við mig. Þetta var túlkun hjá einum fyrrverandi sem gaf mér myndina,“ segir Ásdís Rán. Innt eftir því hvort þau hafi enn verið í sambandi þegar hún fékk myndina að gjöf segir hún svo ekki vera. „Við vorum hætt saman,“ segir hún kímin. Þá minnir hana að sami fyrrverandi hafi gefið henni forláta kaffibolla sem spyrill dreypti á kaffi sínu úr; fíngerður með gyllingu og áletruninni „BITCH“ í hástöfum. Innslagið má horfa á í heild í spilaranum fyrir neðan. Skoðunarferðin um íbúðina hefst um það bil á mínútu 8:50. Ísland í dag Forsetakosningar 2024 Myndlist Morgunkaffi í Íslandi í dag Tengdar fréttir „Ísdrottningin myndi bráðna ef hér kæmi kjarnorkusprengja“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Arnar Þór Jónsson eru gestir Pallborðsins sem sýnt var í beinni útsendingu á Vísi. 26. apríl 2024 14:37 „Ef ég get flogið þremur gerðum af þyrlum þá get ég tekið ákvörðun fyrir þjóðina“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir mætti með undirskriftir sínar nú í morgun og var tekin tali af fréttamanni fréttastofunnar við það tækifæri. 26. apríl 2024 10:57 Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47 Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Við fórum í morgunkaffi til Ásdísar Ránar í Íslandi í dag nú í vikunni. Þar ræddi hún meðal annars forsetaframboð sitt, fegurðina, öryggisgæslu á Bessastöðum og raunveruleikaþáttinn sem aldrei varð. Þá leiddi hún okkur í skoðunarferð um íbúð sína og það fyrsta sem greip augað voru listaverkin sem héngu upp um alla veggi. Flestar myndirnar gerði Ásdís Rán sjálf, hún viðurkennir að hún hafi „listræna tendensa“, en ekki allar. Verk sem hangir á gangi íbúðarinnar vekur athygli. Myndin er eins og úr teiknimyndasögu, sýnir ljóshærða, spengilega konu í efnislitlum búningi, og fyrir framan hana mara karlkyns fígúrur í hálfu kafi. „Þessa fékk ég í afmælisgjöf fyrir mörgum árum síðan. Þetta á að vera ég hérna og þetta eru karlmennirnir í mínu lífi. Þannig að þið kannski skiljið af hverju karlmenn eru hræddir við mig. Þetta var túlkun hjá einum fyrrverandi sem gaf mér myndina,“ segir Ásdís Rán. Innt eftir því hvort þau hafi enn verið í sambandi þegar hún fékk myndina að gjöf segir hún svo ekki vera. „Við vorum hætt saman,“ segir hún kímin. Þá minnir hana að sami fyrrverandi hafi gefið henni forláta kaffibolla sem spyrill dreypti á kaffi sínu úr; fíngerður með gyllingu og áletruninni „BITCH“ í hástöfum. Innslagið má horfa á í heild í spilaranum fyrir neðan. Skoðunarferðin um íbúðina hefst um það bil á mínútu 8:50.
Ísland í dag Forsetakosningar 2024 Myndlist Morgunkaffi í Íslandi í dag Tengdar fréttir „Ísdrottningin myndi bráðna ef hér kæmi kjarnorkusprengja“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Arnar Þór Jónsson eru gestir Pallborðsins sem sýnt var í beinni útsendingu á Vísi. 26. apríl 2024 14:37 „Ef ég get flogið þremur gerðum af þyrlum þá get ég tekið ákvörðun fyrir þjóðina“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir mætti með undirskriftir sínar nú í morgun og var tekin tali af fréttamanni fréttastofunnar við það tækifæri. 26. apríl 2024 10:57 Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47 Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
„Ísdrottningin myndi bráðna ef hér kæmi kjarnorkusprengja“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Arnar Þór Jónsson eru gestir Pallborðsins sem sýnt var í beinni útsendingu á Vísi. 26. apríl 2024 14:37
„Ef ég get flogið þremur gerðum af þyrlum þá get ég tekið ákvörðun fyrir þjóðina“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir mætti með undirskriftir sínar nú í morgun og var tekin tali af fréttamanni fréttastofunnar við það tækifæri. 26. apríl 2024 10:57
Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47