Þrír Íslendingar í liði umferðarinnar Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2024 14:31 Orri Steinn Óskarsson skoraði þrennu og hélt titilvonum FCK á lífi. @FCKobenhavn Þrír íslenskir landsliðsmenn eru í ellefu manna úrvalsliði síðustu umferðar í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Íslendingar eiga líka fimm mörk sem koma til greina sem mark umferðarinnar. Það kemur væntanlega engum á óvart að sjá Orra Stein Óskarsson í liði 27. umferðarinnar, eftir fullkomna frammistöðu á sunnudaginn. Hann kom þá inn á sem varamaður hjá FCK snemma í seinni hálfleik, og skoraði þrennu í mikilvægum 3-2 sigri á AGF. Stefán Teitur Þórðarson er einnig í úrvalsliðinu en hann skoraði þriðja mark Silkeborg í frábærum 3-0 sigri á Midtjylland, með föstu skoti af vítateigslínunni. Lið umferðarinnar í dönsku úrvalsdeildinni. Þrír Íslendingar eru í liðinu.Superliga Vinstri bakvörðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson er svo þriðji Íslendingurinn í úrvalsliðinu eftir frammistöðu sína í 1-1 jafntefli Lyngby við Vejle í neðri hluta deildarinnar. Kolbeinn lagði þar upp mark Sævars Atla Magnússonar sem reyndist dýrmætt því með sigri hefði Vejle sent Lyngby í fallsæti. Öll mörkin sem skoruð voru í umferðinni koma til greina í valinu á marki umferðarinnar, og þar með eru öll þrjú mörk Orra tilnefnd sem og mark Stefáns Teits og mark Sævars Atla, sem skoraði með laglegum hætti eftir fyrirgjöf Kolbeins. Kosið er um mark umferðarinnar hér. Hvem scorede Rundens Mål? 🤔Stem på din favorit 🔗 https://t.co/4npjtmJG0v 🗳#sldk | #ditholdvoresliga pic.twitter.com/6TXie7UMUn— 3F Superliga (@Superligaen) April 30, 2024 Danski boltinn Tengdar fréttir Mikil virðing fyrir Orra: Hárið stundum flækt en alltaf bros á vör Einn af liðsfélögum Orra Steins Óskarssonar hjá FC Kaupmannahöfn hrósar Íslendingnum unga í hástert eftir þrennuna um helgina, og spáir honum bjartri framtíð. 29. apríl 2024 13:01 Þjálfari Orra Steins sáttur: Hann hefur haldið kjafti Jacob Neestrup, þjálfari Danmerkurmeistara FC Kaupmannahafnar, var eðlilega sáttur með frammistöðu Orra Steins Óskarssonar í gær þegar FCK lagði AGF 3-2 þökk sé þrennu frá Orra. 29. apríl 2024 07:02 Stefán Teitur skoraði í óvæntum sigri á Sverri Inga og félögum Silkeborg vann heldur óvæntan 3-0 heimasigur á Midtjylland í eina leik dagsins í dönsku úrvalsdeild karla. Stefán Teitur Þórðarson var meðal markaskorara. 29. apríl 2024 19:00 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira
Það kemur væntanlega engum á óvart að sjá Orra Stein Óskarsson í liði 27. umferðarinnar, eftir fullkomna frammistöðu á sunnudaginn. Hann kom þá inn á sem varamaður hjá FCK snemma í seinni hálfleik, og skoraði þrennu í mikilvægum 3-2 sigri á AGF. Stefán Teitur Þórðarson er einnig í úrvalsliðinu en hann skoraði þriðja mark Silkeborg í frábærum 3-0 sigri á Midtjylland, með föstu skoti af vítateigslínunni. Lið umferðarinnar í dönsku úrvalsdeildinni. Þrír Íslendingar eru í liðinu.Superliga Vinstri bakvörðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson er svo þriðji Íslendingurinn í úrvalsliðinu eftir frammistöðu sína í 1-1 jafntefli Lyngby við Vejle í neðri hluta deildarinnar. Kolbeinn lagði þar upp mark Sævars Atla Magnússonar sem reyndist dýrmætt því með sigri hefði Vejle sent Lyngby í fallsæti. Öll mörkin sem skoruð voru í umferðinni koma til greina í valinu á marki umferðarinnar, og þar með eru öll þrjú mörk Orra tilnefnd sem og mark Stefáns Teits og mark Sævars Atla, sem skoraði með laglegum hætti eftir fyrirgjöf Kolbeins. Kosið er um mark umferðarinnar hér. Hvem scorede Rundens Mål? 🤔Stem på din favorit 🔗 https://t.co/4npjtmJG0v 🗳#sldk | #ditholdvoresliga pic.twitter.com/6TXie7UMUn— 3F Superliga (@Superligaen) April 30, 2024
Danski boltinn Tengdar fréttir Mikil virðing fyrir Orra: Hárið stundum flækt en alltaf bros á vör Einn af liðsfélögum Orra Steins Óskarssonar hjá FC Kaupmannahöfn hrósar Íslendingnum unga í hástert eftir þrennuna um helgina, og spáir honum bjartri framtíð. 29. apríl 2024 13:01 Þjálfari Orra Steins sáttur: Hann hefur haldið kjafti Jacob Neestrup, þjálfari Danmerkurmeistara FC Kaupmannahafnar, var eðlilega sáttur með frammistöðu Orra Steins Óskarssonar í gær þegar FCK lagði AGF 3-2 þökk sé þrennu frá Orra. 29. apríl 2024 07:02 Stefán Teitur skoraði í óvæntum sigri á Sverri Inga og félögum Silkeborg vann heldur óvæntan 3-0 heimasigur á Midtjylland í eina leik dagsins í dönsku úrvalsdeild karla. Stefán Teitur Þórðarson var meðal markaskorara. 29. apríl 2024 19:00 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira
Mikil virðing fyrir Orra: Hárið stundum flækt en alltaf bros á vör Einn af liðsfélögum Orra Steins Óskarssonar hjá FC Kaupmannahöfn hrósar Íslendingnum unga í hástert eftir þrennuna um helgina, og spáir honum bjartri framtíð. 29. apríl 2024 13:01
Þjálfari Orra Steins sáttur: Hann hefur haldið kjafti Jacob Neestrup, þjálfari Danmerkurmeistara FC Kaupmannahafnar, var eðlilega sáttur með frammistöðu Orra Steins Óskarssonar í gær þegar FCK lagði AGF 3-2 þökk sé þrennu frá Orra. 29. apríl 2024 07:02
Stefán Teitur skoraði í óvæntum sigri á Sverri Inga og félögum Silkeborg vann heldur óvæntan 3-0 heimasigur á Midtjylland í eina leik dagsins í dönsku úrvalsdeild karla. Stefán Teitur Þórðarson var meðal markaskorara. 29. apríl 2024 19:00