Fótboltafortíð fjölskyldunnar í sviðsljósinu í viðtali DR við Andra Lucas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2024 09:00 Eiður Smári Guðjohsen með ungum syni sínum þegar Eiður var leikmaður Chelsea. Getty/Matthew Ashton Andri Lucas Guðjohnsen hefur vakið mikla athygli í dönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni enda kominn með ellefu mörk í deild og úrslitakeppni. Danska ríkisútvarpið fjallaði sérstaklega um íslenska landsliðsmiðherjann sem skrifaði nýverið undir þriggja ára samning við Lyngby. Sjónvarpsmaður DR spurði Andra meðal annars út í föður hans Eið Smára Guðjohnsen sem er næstmarkahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi og vann titla i bæði ensku og spænsku deildinni. DELT TOPSCORER I SUPERLIGAEN 💪🏻💙Med sit 11. sæsonmål i 3F Superligaen hoppede Andri Gudjohnsen i dag op på en delt førsteplads på topscorerlisten ⭐️Áfram 🇮🇸 #SammenForLyngby pic.twitter.com/kHy79C01h1— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) April 21, 2024 DR birti brot úr myndbandinu á samfélagsmiðlum sínum þar sem mátti sjá þegar Andra var sýnd gömul mynd af þeim feðgum eftir að Eiður Smári varð Englandsmeistari með Chelsea. Þar mátti sjá Eið halda á Andra en eldri bróðir hans, Sveinn Aron, var síðan við hlið þeirra. Hefur séð þessa mynd mörgum sinnum „Ég hef séð þessa mynd mörgum sinnum. Þarna er faðir minn og hann var þarna að vinna ensku úrvalsdeildina annað árið í röð. Ekki auðvelt að ná því,“ sagði Andri Lucas og benti á myndina. „Þarna er líka stóri bróðir minn Sveinn. Ég er þessi litli sem faðir minn heldur á,“ sagði Andri. „Fótboltinn hefur verið í fjölskyldu minni í marga ættliði. Faðir minn var aðstoðarlandsliðsþjálfari þegar ég spilaði minn fyrsta landsleik og faðir minn kom inn á sem varamaður fyrir afa minn í hans fyrsta landsleik,“ sagði Andri. Úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni „Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar þegar Barcelona mætti Manchester United í Róm (2009). Það er mín fyrsta minning af því að hafa séð föður minn á stærsta sviðinu. Þá sá ég að þetta væri eitthvað sem ég væri til að gera í framtíðinni,“ sagði Andri en Eiður Smári vann þá Meistaradeildina með Barcelona. „Þetta hefur verið gott tímabil fyrir mig og ég hef náð að sýna hvað ég get gert inn á fótboltavellinum,“ sagði Andri. „Þegar þú ert sonur svona stórs leikmanns þá eru gerðar til þín ákveðnar væntingar. Við erum ólíkir leikmenn þótt ég geti auðvitað lært mikið af honum. Hann horfir á næstum því alla mína leiki og ég reyni að hlusta á hans ráð. Ég nota hann sem innblástur um hvað ég get náð langt,“ sagði Andri. Það má sjá allt viðtalsbrotið hér fyrir neðan. Danski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Glasner hættir með Cryctal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Sjá meira
Danska ríkisútvarpið fjallaði sérstaklega um íslenska landsliðsmiðherjann sem skrifaði nýverið undir þriggja ára samning við Lyngby. Sjónvarpsmaður DR spurði Andra meðal annars út í föður hans Eið Smára Guðjohnsen sem er næstmarkahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi og vann titla i bæði ensku og spænsku deildinni. DELT TOPSCORER I SUPERLIGAEN 💪🏻💙Med sit 11. sæsonmål i 3F Superligaen hoppede Andri Gudjohnsen i dag op på en delt førsteplads på topscorerlisten ⭐️Áfram 🇮🇸 #SammenForLyngby pic.twitter.com/kHy79C01h1— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) April 21, 2024 DR birti brot úr myndbandinu á samfélagsmiðlum sínum þar sem mátti sjá þegar Andra var sýnd gömul mynd af þeim feðgum eftir að Eiður Smári varð Englandsmeistari með Chelsea. Þar mátti sjá Eið halda á Andra en eldri bróðir hans, Sveinn Aron, var síðan við hlið þeirra. Hefur séð þessa mynd mörgum sinnum „Ég hef séð þessa mynd mörgum sinnum. Þarna er faðir minn og hann var þarna að vinna ensku úrvalsdeildina annað árið í röð. Ekki auðvelt að ná því,“ sagði Andri Lucas og benti á myndina. „Þarna er líka stóri bróðir minn Sveinn. Ég er þessi litli sem faðir minn heldur á,“ sagði Andri. „Fótboltinn hefur verið í fjölskyldu minni í marga ættliði. Faðir minn var aðstoðarlandsliðsþjálfari þegar ég spilaði minn fyrsta landsleik og faðir minn kom inn á sem varamaður fyrir afa minn í hans fyrsta landsleik,“ sagði Andri. Úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni „Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar þegar Barcelona mætti Manchester United í Róm (2009). Það er mín fyrsta minning af því að hafa séð föður minn á stærsta sviðinu. Þá sá ég að þetta væri eitthvað sem ég væri til að gera í framtíðinni,“ sagði Andri en Eiður Smári vann þá Meistaradeildina með Barcelona. „Þetta hefur verið gott tímabil fyrir mig og ég hef náð að sýna hvað ég get gert inn á fótboltavellinum,“ sagði Andri. „Þegar þú ert sonur svona stórs leikmanns þá eru gerðar til þín ákveðnar væntingar. Við erum ólíkir leikmenn þótt ég geti auðvitað lært mikið af honum. Hann horfir á næstum því alla mína leiki og ég reyni að hlusta á hans ráð. Ég nota hann sem innblástur um hvað ég get náð langt,“ sagði Andri. Það má sjá allt viðtalsbrotið hér fyrir neðan.
Danski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Glasner hættir með Cryctal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Sjá meira