Í síðustu viku var farið yfir umgengni barna við hunda og þær margvíslegu áskoranir þegar hvolpur kemur inn á heimilið. Í fyrsta þættinum var skyggnst inn í þjálfun veiðihunda, hvernig má kenna sækja og skila ásamt mikilvægum atriðum í innkallsþjálfun. Þá voru gefin góð ráð varðandi handtök við að klippa klær hunda.
Fram kemur meðal annars að allir hundaeigendur geti prófað sporaþjálfun heima hjá sér.
„Í rauninni þurfum við ekki að kenna hundum að rekja spor, þetta er eitthvað sem þeir kunna bara. Þetta kemur bara frá náttúrunni. Það sem við hinsvegar gerum er að við kennum þeim að vita hvenær þeir eiga að gera það,“ segir Steinar Gunnarsson annar þáttastjórnanda við kollega sinn Heiðrúnu Villu Ingudóttur.