Þrettán skiluðu inn framboði til forseta Íslands á föstudaginn. Tólf á fundi landskjörstjórnar í Hörpu og einn rafrænt. Nokkrir frambjóðendur fengu skilaboð um helgina að fjöldi meðmælenda væri ekki nægur og fengu frest til klukkan 17 í gær að bæta úr.
Þessi skiluðu inn framboði og verður fróðlegt að sjá hvaða framboð reynast lögleg. Frambjóðendur hafa svo þann kost að kæra niðurstöðu landskjörstjórnar.
- Arnar Þór Jónsson
- Ásdís Rán Gunnarsdóttir
- Ástþór Magnússon Wium
- Baldur Þórhallsson
- Eiríkur Ingi Jóhannsson
- Halla Hrund Logadóttir
- Halla Tómasdóttir
- Helga Þórisdóttir
- Jón Gnarr
- Katrín Jakobsdóttir
- Kári Vilmundarson Hansen
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Viktor Traustason
Sjá má helstu tíðindi af fundinum í forsetavakt Vísis hér að neðan.