Þurfti að eyða níu og hálfum tíma í leigubíl til að komast í burtu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2024 08:31 Guðlaug Edda Hannesdóttir fagnar hér sigri á þríþrautarmótinu í Nepal um helgina. @eddahannesd Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir vann þríþrautarmót í Nepal um helgina. Mótið reyndi vissulega á okkar konu en aðalævintýrið var þó að komast aftur í burtu frá Nepal eftir keppnina. Sigur Guðlaugar Eddu var bæði glæsilegur og ánægjulegur eftir mikið mótlæti síðustu ára. Hún fékk líka mikilvæg stig í vasann. Stolt af seiglunni í sér „Ég er svo ánægð af því að þetta hefur verið svo krefjandi ferðalag að komast til baka og á svo mörgum af þessum dögum þá trúði ég því ekki að ég gæti komið til baka,“ skrifaði Guðlaug Edda á samfélagsmiðilinn Instagram. @eddahannesd „Ég er stolt af seiglunni í mér og er líka tilfinningasöm yfir þessu,“ skrifaði Guðlaug Edda og þakkaði þeim sem hjálpuðu henni andlega í gegnum allt mótlætið. „Það er enn löng leið eftir til að komast þangað sem mig dreymir að vera en þetta var risaskref í rétta átt,“ skrifaði Guðlaug Edda. Guðlaug Edda er nú á ferðinni um Asíu þar sem hún tekur þátt í þremur þríþrautarmótum á næstu vikum og reynir að ná í nauðsynleg stig til að tryggja sér farseðilinn á Ólympíuleikana í París í sumar. Fluginu aflýst Eftir keppnina í Nepal lá leið hennar til Filippseyja þar sem næsta mótið hjá henni fer fram. Hún átti að fljúga þangað í gegnum Kúala Lúmpúr í Malasíu. Edda var að keppa í borginni Pokhara í Nepal en þurfti að komast til höfuðborgarinnar Kathmandu til að fljúga í burtu og áfram á leið sinni til Filippseyja. Slæmu fréttirnar komu hins vegar í gær. Í stað tuttugu mínútna flugs frá Pokhara til Kathmandu þá þurfti hún að fara þessa leið akandi. @eddahannesd) Öllu flugi frá Pokhara var aflýst vegna mikilla gróðurelda. Það var aftur á móti stutt í næstu flugferð frá Nepal og því var ekkert hægt að bíða eftir að hægt væri að fljúga frá Pokhara. Það þurfti að redda sér til Kathmandu og hún og þjálfari hennar Sigurður Örn Ragnarsson urðu því að taka leigubíl til að ná fluginu sínu. „Án jóks, ég dey“ Vegirnir í Nepal eru ekkert til að hrópa húrra fyrir og þetta tuttugu mínútna flug breyttist i níu og hálfs tíma bílferð með leigubílnum í gegnum fjalllendið í Nepal sem er náttúrulega í miðjum Himalæjafjöllunum. „Án jóks, ég dey. Ég held í alvörunni að ég deyi,“ sagði Guðlaug Edda þegar Sigurður þjálfari hennar sagði henni frá tíðindunum en hann sýndi myndbandið á samfélagsmiðlum þeirra. Þetta var náttúrulega daginn eftir mjög krefjandi keppni og langt frá því að vera boðleg endurheimt fyrir íþróttakonu í baráttu um Ólympíusæti. Endalaus hristingur og hægagangur Guðlaug Edda sýndi líka myndband af sér í leigubílnum sem sýndi svart á hvítu af hverju ferðalagið tók svo langan tíma. Vegirnir voru mjög ósléttir og illfærir og því varð þetta algjör martraðarferðalag með endalausum hristingi og hægagangi. Ferðalagið átti að vera sjö tímar en varð að lokum níu klukkutímar og hálftími betur. „Við erum komin. Ekki vorkenna okkur. Greyið leigubílstjórinn sem keyrði okkur alla þessa leið þarf núna að keyra alla leiðina til baka og það yfir nótt,“ skrifaði Sigurður Örn á samfélagsmiðla. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdóttir 🌻 (@eddahannesd) Þríþraut Nepal Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Fleiri fréttir Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Sjá meira
Sigur Guðlaugar Eddu var bæði glæsilegur og ánægjulegur eftir mikið mótlæti síðustu ára. Hún fékk líka mikilvæg stig í vasann. Stolt af seiglunni í sér „Ég er svo ánægð af því að þetta hefur verið svo krefjandi ferðalag að komast til baka og á svo mörgum af þessum dögum þá trúði ég því ekki að ég gæti komið til baka,“ skrifaði Guðlaug Edda á samfélagsmiðilinn Instagram. @eddahannesd „Ég er stolt af seiglunni í mér og er líka tilfinningasöm yfir þessu,“ skrifaði Guðlaug Edda og þakkaði þeim sem hjálpuðu henni andlega í gegnum allt mótlætið. „Það er enn löng leið eftir til að komast þangað sem mig dreymir að vera en þetta var risaskref í rétta átt,“ skrifaði Guðlaug Edda. Guðlaug Edda er nú á ferðinni um Asíu þar sem hún tekur þátt í þremur þríþrautarmótum á næstu vikum og reynir að ná í nauðsynleg stig til að tryggja sér farseðilinn á Ólympíuleikana í París í sumar. Fluginu aflýst Eftir keppnina í Nepal lá leið hennar til Filippseyja þar sem næsta mótið hjá henni fer fram. Hún átti að fljúga þangað í gegnum Kúala Lúmpúr í Malasíu. Edda var að keppa í borginni Pokhara í Nepal en þurfti að komast til höfuðborgarinnar Kathmandu til að fljúga í burtu og áfram á leið sinni til Filippseyja. Slæmu fréttirnar komu hins vegar í gær. Í stað tuttugu mínútna flugs frá Pokhara til Kathmandu þá þurfti hún að fara þessa leið akandi. @eddahannesd) Öllu flugi frá Pokhara var aflýst vegna mikilla gróðurelda. Það var aftur á móti stutt í næstu flugferð frá Nepal og því var ekkert hægt að bíða eftir að hægt væri að fljúga frá Pokhara. Það þurfti að redda sér til Kathmandu og hún og þjálfari hennar Sigurður Örn Ragnarsson urðu því að taka leigubíl til að ná fluginu sínu. „Án jóks, ég dey“ Vegirnir í Nepal eru ekkert til að hrópa húrra fyrir og þetta tuttugu mínútna flug breyttist i níu og hálfs tíma bílferð með leigubílnum í gegnum fjalllendið í Nepal sem er náttúrulega í miðjum Himalæjafjöllunum. „Án jóks, ég dey. Ég held í alvörunni að ég deyi,“ sagði Guðlaug Edda þegar Sigurður þjálfari hennar sagði henni frá tíðindunum en hann sýndi myndbandið á samfélagsmiðlum þeirra. Þetta var náttúrulega daginn eftir mjög krefjandi keppni og langt frá því að vera boðleg endurheimt fyrir íþróttakonu í baráttu um Ólympíusæti. Endalaus hristingur og hægagangur Guðlaug Edda sýndi líka myndband af sér í leigubílnum sem sýndi svart á hvítu af hverju ferðalagið tók svo langan tíma. Vegirnir voru mjög ósléttir og illfærir og því varð þetta algjör martraðarferðalag með endalausum hristingi og hægagangi. Ferðalagið átti að vera sjö tímar en varð að lokum níu klukkutímar og hálftími betur. „Við erum komin. Ekki vorkenna okkur. Greyið leigubílstjórinn sem keyrði okkur alla þessa leið þarf núna að keyra alla leiðina til baka og það yfir nótt,“ skrifaði Sigurður Örn á samfélagsmiðla. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdóttir 🌻 (@eddahannesd)
Þríþraut Nepal Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Fleiri fréttir Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Sjá meira