Stendur með Salah og skilur pirring hans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. apríl 2024 10:30 Mohamed Salah á ferðinni í 2-2 jafntefli Liverpool við West Ham United í gær. getty/Rob Newell Alan Shearer kom Mohamed Salah, leikmanni Liverpool, til varnar vegna rifrildisins við Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra liðsins, í leiknum gegn West Ham United í gær. Shearer skilur pirring Salahs. Egyptinn reifst við Klopp skömmu áður en hann kom inn á sem varamaður eftir að Michail Antonio jafnaði fyrir West Ham í 2-2. Salah hellti svo olíu á eldinn með ummælum sínum eftir leikinn á Lundúnaleikvanginum. Er hann var beðinn um viðtal í leikslok sagði hann að allt myndi loga ef hann tjáði sig. Í Match of the Day á BBC tók Shearer upp hanskann fyrir Salah og sagðist skilja gremju hans. „Við vitum ekki hvað Klopp sagði við hann þarna. Hann sagði eitthvað sem fór í taugarnar á honum. Hann er örugglega pirraður að vera á bekknum og það skiljanlega, jafnvel þótt hann hafi ekki náð sömu hæðum sem hann hefur gert síðustu ár. Hann hefur verið ótrúlegur leikmaður. Hann hunsar Jürgen, klappar aðeins fyrir stuðningsmönnum Liverpool og fer svo til búningsherbergja,“ sagði Shearer. „En við erum að giska hvað Jürgen sagði við hann. Ég skil að hann sé pirraður vegna þess hversu oft hann hefur verið bjargvættur og ofurstjarna Liverpool. Hann er með sautján mörk í 25 leikjum í byrjunarliði. Hjá öllum öðrum teldist það frábært tímabil. Það er synd að þetta skuli enda svona vegna þess hvað Klopp og Salah hafa gert.“ Salah hefur skorað 24 mörk í öllum keppnum á tímabilinu en hefur ekki náð sömu hæðum eftir hann meiddist í Afríkukeppninni í janúar. Liverpool er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 75 stig, einu stigi á eftir Manchester City og tveimur stigum á eftir Arsenal. Liverpool hefur leikið einum leik meira en Arsenal og tveimur leikjum meira en City. Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp: Verð hamingjusamur ef rétt ákvörðun er tekin Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var heldur súr eftir 2-2 jafntefli sinna manna gegn West Ham United í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta fyrr í dag. Hann ræddi við fjölmiðla um leikinn og mögulegan arftaka sinn, Arne Slot. 27. apríl 2024 19:15 Antonio eyðilagði endurkomu Rauða hersins Titilvonir Liverpool eru orðnar afar veikar eftir 2-2 jafntefli við West Ham United í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool var undir í hálfleik, kom til baka en Michail Antonio skoraði jöfnunarmark West Ham þegar þrettán mínútur voru eftir. 27. apríl 2024 13:20 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Sjá meira
Egyptinn reifst við Klopp skömmu áður en hann kom inn á sem varamaður eftir að Michail Antonio jafnaði fyrir West Ham í 2-2. Salah hellti svo olíu á eldinn með ummælum sínum eftir leikinn á Lundúnaleikvanginum. Er hann var beðinn um viðtal í leikslok sagði hann að allt myndi loga ef hann tjáði sig. Í Match of the Day á BBC tók Shearer upp hanskann fyrir Salah og sagðist skilja gremju hans. „Við vitum ekki hvað Klopp sagði við hann þarna. Hann sagði eitthvað sem fór í taugarnar á honum. Hann er örugglega pirraður að vera á bekknum og það skiljanlega, jafnvel þótt hann hafi ekki náð sömu hæðum sem hann hefur gert síðustu ár. Hann hefur verið ótrúlegur leikmaður. Hann hunsar Jürgen, klappar aðeins fyrir stuðningsmönnum Liverpool og fer svo til búningsherbergja,“ sagði Shearer. „En við erum að giska hvað Jürgen sagði við hann. Ég skil að hann sé pirraður vegna þess hversu oft hann hefur verið bjargvættur og ofurstjarna Liverpool. Hann er með sautján mörk í 25 leikjum í byrjunarliði. Hjá öllum öðrum teldist það frábært tímabil. Það er synd að þetta skuli enda svona vegna þess hvað Klopp og Salah hafa gert.“ Salah hefur skorað 24 mörk í öllum keppnum á tímabilinu en hefur ekki náð sömu hæðum eftir hann meiddist í Afríkukeppninni í janúar. Liverpool er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 75 stig, einu stigi á eftir Manchester City og tveimur stigum á eftir Arsenal. Liverpool hefur leikið einum leik meira en Arsenal og tveimur leikjum meira en City.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp: Verð hamingjusamur ef rétt ákvörðun er tekin Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var heldur súr eftir 2-2 jafntefli sinna manna gegn West Ham United í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta fyrr í dag. Hann ræddi við fjölmiðla um leikinn og mögulegan arftaka sinn, Arne Slot. 27. apríl 2024 19:15 Antonio eyðilagði endurkomu Rauða hersins Titilvonir Liverpool eru orðnar afar veikar eftir 2-2 jafntefli við West Ham United í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool var undir í hálfleik, kom til baka en Michail Antonio skoraði jöfnunarmark West Ham þegar þrettán mínútur voru eftir. 27. apríl 2024 13:20 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Sjá meira
Klopp: Verð hamingjusamur ef rétt ákvörðun er tekin Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var heldur súr eftir 2-2 jafntefli sinna manna gegn West Ham United í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta fyrr í dag. Hann ræddi við fjölmiðla um leikinn og mögulegan arftaka sinn, Arne Slot. 27. apríl 2024 19:15
Antonio eyðilagði endurkomu Rauða hersins Titilvonir Liverpool eru orðnar afar veikar eftir 2-2 jafntefli við West Ham United í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool var undir í hálfleik, kom til baka en Michail Antonio skoraði jöfnunarmark West Ham þegar þrettán mínútur voru eftir. 27. apríl 2024 13:20