Stendur með Salah og skilur pirring hans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. apríl 2024 10:30 Mohamed Salah á ferðinni í 2-2 jafntefli Liverpool við West Ham United í gær. getty/Rob Newell Alan Shearer kom Mohamed Salah, leikmanni Liverpool, til varnar vegna rifrildisins við Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra liðsins, í leiknum gegn West Ham United í gær. Shearer skilur pirring Salahs. Egyptinn reifst við Klopp skömmu áður en hann kom inn á sem varamaður eftir að Michail Antonio jafnaði fyrir West Ham í 2-2. Salah hellti svo olíu á eldinn með ummælum sínum eftir leikinn á Lundúnaleikvanginum. Er hann var beðinn um viðtal í leikslok sagði hann að allt myndi loga ef hann tjáði sig. Í Match of the Day á BBC tók Shearer upp hanskann fyrir Salah og sagðist skilja gremju hans. „Við vitum ekki hvað Klopp sagði við hann þarna. Hann sagði eitthvað sem fór í taugarnar á honum. Hann er örugglega pirraður að vera á bekknum og það skiljanlega, jafnvel þótt hann hafi ekki náð sömu hæðum sem hann hefur gert síðustu ár. Hann hefur verið ótrúlegur leikmaður. Hann hunsar Jürgen, klappar aðeins fyrir stuðningsmönnum Liverpool og fer svo til búningsherbergja,“ sagði Shearer. „En við erum að giska hvað Jürgen sagði við hann. Ég skil að hann sé pirraður vegna þess hversu oft hann hefur verið bjargvættur og ofurstjarna Liverpool. Hann er með sautján mörk í 25 leikjum í byrjunarliði. Hjá öllum öðrum teldist það frábært tímabil. Það er synd að þetta skuli enda svona vegna þess hvað Klopp og Salah hafa gert.“ Salah hefur skorað 24 mörk í öllum keppnum á tímabilinu en hefur ekki náð sömu hæðum eftir hann meiddist í Afríkukeppninni í janúar. Liverpool er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 75 stig, einu stigi á eftir Manchester City og tveimur stigum á eftir Arsenal. Liverpool hefur leikið einum leik meira en Arsenal og tveimur leikjum meira en City. Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp: Verð hamingjusamur ef rétt ákvörðun er tekin Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var heldur súr eftir 2-2 jafntefli sinna manna gegn West Ham United í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta fyrr í dag. Hann ræddi við fjölmiðla um leikinn og mögulegan arftaka sinn, Arne Slot. 27. apríl 2024 19:15 Antonio eyðilagði endurkomu Rauða hersins Titilvonir Liverpool eru orðnar afar veikar eftir 2-2 jafntefli við West Ham United í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool var undir í hálfleik, kom til baka en Michail Antonio skoraði jöfnunarmark West Ham þegar þrettán mínútur voru eftir. 27. apríl 2024 13:20 Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Sjá meira
Egyptinn reifst við Klopp skömmu áður en hann kom inn á sem varamaður eftir að Michail Antonio jafnaði fyrir West Ham í 2-2. Salah hellti svo olíu á eldinn með ummælum sínum eftir leikinn á Lundúnaleikvanginum. Er hann var beðinn um viðtal í leikslok sagði hann að allt myndi loga ef hann tjáði sig. Í Match of the Day á BBC tók Shearer upp hanskann fyrir Salah og sagðist skilja gremju hans. „Við vitum ekki hvað Klopp sagði við hann þarna. Hann sagði eitthvað sem fór í taugarnar á honum. Hann er örugglega pirraður að vera á bekknum og það skiljanlega, jafnvel þótt hann hafi ekki náð sömu hæðum sem hann hefur gert síðustu ár. Hann hefur verið ótrúlegur leikmaður. Hann hunsar Jürgen, klappar aðeins fyrir stuðningsmönnum Liverpool og fer svo til búningsherbergja,“ sagði Shearer. „En við erum að giska hvað Jürgen sagði við hann. Ég skil að hann sé pirraður vegna þess hversu oft hann hefur verið bjargvættur og ofurstjarna Liverpool. Hann er með sautján mörk í 25 leikjum í byrjunarliði. Hjá öllum öðrum teldist það frábært tímabil. Það er synd að þetta skuli enda svona vegna þess hvað Klopp og Salah hafa gert.“ Salah hefur skorað 24 mörk í öllum keppnum á tímabilinu en hefur ekki náð sömu hæðum eftir hann meiddist í Afríkukeppninni í janúar. Liverpool er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 75 stig, einu stigi á eftir Manchester City og tveimur stigum á eftir Arsenal. Liverpool hefur leikið einum leik meira en Arsenal og tveimur leikjum meira en City.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp: Verð hamingjusamur ef rétt ákvörðun er tekin Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var heldur súr eftir 2-2 jafntefli sinna manna gegn West Ham United í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta fyrr í dag. Hann ræddi við fjölmiðla um leikinn og mögulegan arftaka sinn, Arne Slot. 27. apríl 2024 19:15 Antonio eyðilagði endurkomu Rauða hersins Titilvonir Liverpool eru orðnar afar veikar eftir 2-2 jafntefli við West Ham United í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool var undir í hálfleik, kom til baka en Michail Antonio skoraði jöfnunarmark West Ham þegar þrettán mínútur voru eftir. 27. apríl 2024 13:20 Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Sjá meira
Klopp: Verð hamingjusamur ef rétt ákvörðun er tekin Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var heldur súr eftir 2-2 jafntefli sinna manna gegn West Ham United í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta fyrr í dag. Hann ræddi við fjölmiðla um leikinn og mögulegan arftaka sinn, Arne Slot. 27. apríl 2024 19:15
Antonio eyðilagði endurkomu Rauða hersins Titilvonir Liverpool eru orðnar afar veikar eftir 2-2 jafntefli við West Ham United í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool var undir í hálfleik, kom til baka en Michail Antonio skoraði jöfnunarmark West Ham þegar þrettán mínútur voru eftir. 27. apríl 2024 13:20
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti