„Eins og að fá hníf í bakið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2024 09:30 Jutta Leerdam hefur unnið mörg verðlaun á alþjóðlegum stórmótum. Getty/Dean Mouhtaropoulos Ein þekktasta skautakona heims er án félags eftir að lið hennar ákvað að hætta samstarfi við hana. Jutta Leerdam, sem hefur unnið verðlaun á bæði heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum, og hún segir í viðtali við hollenska stórblaðið De Telegraaf að félagið hafi komið sér að óvörum með því að gefa þetta út með þeim hætti sem þeir gerðu. Hún er ekki sátt við það. Leerdam hefur verið í sviðsljósinu í mörg ár en hún hefur nýtt sér samfélagsmiðla vel til að sýna frá lífi sínu sem afreksíþróttakonan. Nú er framtíð hennar í uppnámi eftir að ljóst hvað að hún yfirgefur félag sitt Jumbo-Visma. Fréttin um Juttu Leerdam í Sportbladet.@Sportbladet „Við höfðum hugað að áframhaldandi samstarfi en við erum ekki á sama stað og hún þegar kemur að því að velja þá leið sem er réttast að fara í átt að því að ná árangri. Við ákváðum því í síðustu viku að enda samstarfið,“ sagði í tilkynningu frá Jumbo-Visma. Jutta Leerdam notaði samfélagsmiðilinn Instagram til að segja sína hlið á fréttunum. „Ég mun ekki keppa í gulu treyjunni á næsta tímabili. Ég þarf að gera breytingar á þessu stigi á mínum ferli. Síðustu vikur hafa verið mér erfiðar og ég þarf að hugsa um marga hluti enda nú bara tvö ár í Ólympíuleikana,“ skrifaði Jutta Leerdam. „Ég hef alltaf fylgt minni innri sannfæringu og því sem hjartað segir mér að gera næst. Ég vil þakka stuðningsaðilum mínum, þjálfurum, liðsfélögum og Jac sjúkraþjálfara. Ég hef notið hverrar stundar með ykkur en nú er kominn tími fyrir eitthvað nýtt,“ skrifaði Leerdam. Blaðamaður De Telegraaf heyrði líka í henni hljóðið og hún var mjög ósátt með það hvernig Jumbo-Visma liðið setti fréttirnar í loftið. „Hvernig þetta var sett fram. Þetta var eins og að fá hníf í bakið,“ sagði Leerdam. Leerdam hefur unnið Ólympíusilfur og fimm gull á heimsmeistaramótum. Hún hefur alls unnið ellefu verðlaun á alþjóðlegum stórmótum. Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Jutta Leerdam, sem hefur unnið verðlaun á bæði heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum, og hún segir í viðtali við hollenska stórblaðið De Telegraaf að félagið hafi komið sér að óvörum með því að gefa þetta út með þeim hætti sem þeir gerðu. Hún er ekki sátt við það. Leerdam hefur verið í sviðsljósinu í mörg ár en hún hefur nýtt sér samfélagsmiðla vel til að sýna frá lífi sínu sem afreksíþróttakonan. Nú er framtíð hennar í uppnámi eftir að ljóst hvað að hún yfirgefur félag sitt Jumbo-Visma. Fréttin um Juttu Leerdam í Sportbladet.@Sportbladet „Við höfðum hugað að áframhaldandi samstarfi en við erum ekki á sama stað og hún þegar kemur að því að velja þá leið sem er réttast að fara í átt að því að ná árangri. Við ákváðum því í síðustu viku að enda samstarfið,“ sagði í tilkynningu frá Jumbo-Visma. Jutta Leerdam notaði samfélagsmiðilinn Instagram til að segja sína hlið á fréttunum. „Ég mun ekki keppa í gulu treyjunni á næsta tímabili. Ég þarf að gera breytingar á þessu stigi á mínum ferli. Síðustu vikur hafa verið mér erfiðar og ég þarf að hugsa um marga hluti enda nú bara tvö ár í Ólympíuleikana,“ skrifaði Jutta Leerdam. „Ég hef alltaf fylgt minni innri sannfæringu og því sem hjartað segir mér að gera næst. Ég vil þakka stuðningsaðilum mínum, þjálfurum, liðsfélögum og Jac sjúkraþjálfara. Ég hef notið hverrar stundar með ykkur en nú er kominn tími fyrir eitthvað nýtt,“ skrifaði Leerdam. Blaðamaður De Telegraaf heyrði líka í henni hljóðið og hún var mjög ósátt með það hvernig Jumbo-Visma liðið setti fréttirnar í loftið. „Hvernig þetta var sett fram. Þetta var eins og að fá hníf í bakið,“ sagði Leerdam. Leerdam hefur unnið Ólympíusilfur og fimm gull á heimsmeistaramótum. Hún hefur alls unnið ellefu verðlaun á alþjóðlegum stórmótum.
Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira