Eitruð blanda þegar spilling og skipulagsmál fara saman Lovísa Arnardóttir skrifar 24. apríl 2024 08:44 Ásdís Hlökk segir nauðsynlegt að kafa dýpra ofan í niðurstöður hennar um spillingu í skipulagsmálum. Vísir/Vilhelm Stór meirihluti fagfólks sem vinnur að skipulagsmálum í íslenskum sveitarfélögum þekkir dæmi um það að fyrirgreiðsla, eða spilling, hafi haft áhrif á skipulagsákvarðanir sveitarfélaga síðustu þrjú ár. Þetta sýna niðurstöður Ásdísar Hlakkar Theódórsdóttur, aðjúnkts við Háskóla Íslands og fyrrverandi forstjóra Skipulagsstofnunar. „Það er sjálfu sér eitruð blanda,“ segir Ásdís Hlökk um það þega spilling og skipulagsmál fara saman. Slík mál komi þó reglulega upp hérlendis og erlendis. Ásdís Hlökk ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ásdís Hlökk er nú í miðri rannsókn á þessu málefni en hún kynnti fyrr í vikunni fyrstu niðurstöður könnunar sem hún gerði sem hluti af rannsókninni. Kynningin var flutt á ársfundi Byggðastofnunar. Það sem Ásdís Hlökk rannsakar er til dæmis bolmagn sveitarfélaga í skipulagsmálum. Hvernig þau halda utan um þau og hvernig tekst þeim til. Hluti af rannsókn Ásdísar Hlakkar eru niðurstöður könnunar sem hún sendi á alla kjörna sveitarstjórnarmenn, sveitarstjóra og fagfólk sem vinnur með sveitarfélögum eins og arkitekta, ráðgjafa og aðra sem vinna að skipulagstillögum fyrir bæði einkaaðila og sveitarfélögin beint. Ásdís spurði til dæmis um hvað væri lagt áhersla á, hverjir hafi mest áhrif á skipulagsmál, hvernig þeirra eigin fagþekking sé og svo um spillingu. „Þekkir þú dæmi frá síðustu þremur árum af því að frændsemi, kunningsskapur eða pólitísk fyrirgreiðsla hafi haft áhrif skipulagsákvarðanir sveitarfélaga?,“ er spurningin sem lögð var fyrir um spillingu. Stærðargráða og alvarleiki skipti máli Ásdís segir þetta eina tegund spillingar en það sé alltaf spurning um stærðargráðu og alvarleika. En niðurstöður hennar voru afar afgerandi Alls sögðust 58 prósent skipulagsfagfólks þekkja dæmi um spillingu og 72 prósent skipulagsráðgjafa Það eru færri í hópi kjörinna fulltrúa sem sögðust þekkja dæmi en 43 prósent kjörinna fulltrúa sögðust þekkja dæmi og 29 prósent sveitarstjóra. Ásdís segir að næsta skref sé að kafa dýpra ofan í það hvers konar spillingu er um að ræða, hver alvarleikinn sé og stærðargráðan. Frændinn sem fékk fyrirgreiðslu Hvort það sé frændinn sem fékk afgreiðslu á fundi því hann hitti einhvern í sundi eða hvort þetta snúist um stærri hagsmuni. Þar sem einkahagsmunir eru teknir fram yfir almannahagsmuni, þar sem hagsmunir einstaklinga eru teknir fram fyrir eða þar sem er verið að höndla með stórar fjárhæðir og hagnað af skipulagsákvörðunum. Ásdís Hlökk segir að það eigi að vera með ýmsa varnagla til að koma í veg fyrir þetta. Það sé fagfólk sem hafi eftirlit með kjörnum fulltrúum og svo sé eftirlit hjá ríkinu til að fylgjast með sveitarfélögum og svo séu siðareglur. En svo séu brotalamir í kerfinu. „Það skiptir okkur svakalega miklu máli hvernig er haldið á skipulagsmálum,“ segir hún og að það snerti sem dæmi okkar daglega líf í nútímaframtíð. Það varði samkeppnishæfni, nýtingu lands og hvernig byggð er hagað. „Það skiptir máli hvernig á er haldið og að það þar ráði almannahagur og langtímasjónarmið. En ekki skyndigróði einstakra aðila,“ segir hún og að þaðan komi spillingarpælingin. Skipulag Sveitarstjórnarmál Bítið Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
„Það er sjálfu sér eitruð blanda,“ segir Ásdís Hlökk um það þega spilling og skipulagsmál fara saman. Slík mál komi þó reglulega upp hérlendis og erlendis. Ásdís Hlökk ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ásdís Hlökk er nú í miðri rannsókn á þessu málefni en hún kynnti fyrr í vikunni fyrstu niðurstöður könnunar sem hún gerði sem hluti af rannsókninni. Kynningin var flutt á ársfundi Byggðastofnunar. Það sem Ásdís Hlökk rannsakar er til dæmis bolmagn sveitarfélaga í skipulagsmálum. Hvernig þau halda utan um þau og hvernig tekst þeim til. Hluti af rannsókn Ásdísar Hlakkar eru niðurstöður könnunar sem hún sendi á alla kjörna sveitarstjórnarmenn, sveitarstjóra og fagfólk sem vinnur með sveitarfélögum eins og arkitekta, ráðgjafa og aðra sem vinna að skipulagstillögum fyrir bæði einkaaðila og sveitarfélögin beint. Ásdís spurði til dæmis um hvað væri lagt áhersla á, hverjir hafi mest áhrif á skipulagsmál, hvernig þeirra eigin fagþekking sé og svo um spillingu. „Þekkir þú dæmi frá síðustu þremur árum af því að frændsemi, kunningsskapur eða pólitísk fyrirgreiðsla hafi haft áhrif skipulagsákvarðanir sveitarfélaga?,“ er spurningin sem lögð var fyrir um spillingu. Stærðargráða og alvarleiki skipti máli Ásdís segir þetta eina tegund spillingar en það sé alltaf spurning um stærðargráðu og alvarleika. En niðurstöður hennar voru afar afgerandi Alls sögðust 58 prósent skipulagsfagfólks þekkja dæmi um spillingu og 72 prósent skipulagsráðgjafa Það eru færri í hópi kjörinna fulltrúa sem sögðust þekkja dæmi en 43 prósent kjörinna fulltrúa sögðust þekkja dæmi og 29 prósent sveitarstjóra. Ásdís segir að næsta skref sé að kafa dýpra ofan í það hvers konar spillingu er um að ræða, hver alvarleikinn sé og stærðargráðan. Frændinn sem fékk fyrirgreiðslu Hvort það sé frændinn sem fékk afgreiðslu á fundi því hann hitti einhvern í sundi eða hvort þetta snúist um stærri hagsmuni. Þar sem einkahagsmunir eru teknir fram yfir almannahagsmuni, þar sem hagsmunir einstaklinga eru teknir fram fyrir eða þar sem er verið að höndla með stórar fjárhæðir og hagnað af skipulagsákvörðunum. Ásdís Hlökk segir að það eigi að vera með ýmsa varnagla til að koma í veg fyrir þetta. Það sé fagfólk sem hafi eftirlit með kjörnum fulltrúum og svo sé eftirlit hjá ríkinu til að fylgjast með sveitarfélögum og svo séu siðareglur. En svo séu brotalamir í kerfinu. „Það skiptir okkur svakalega miklu máli hvernig er haldið á skipulagsmálum,“ segir hún og að það snerti sem dæmi okkar daglega líf í nútímaframtíð. Það varði samkeppnishæfni, nýtingu lands og hvernig byggð er hagað. „Það skiptir máli hvernig á er haldið og að það þar ráði almannahagur og langtímasjónarmið. En ekki skyndigróði einstakra aðila,“ segir hún og að þaðan komi spillingarpælingin.
Skipulag Sveitarstjórnarmál Bítið Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira