Kári Vagn náði níu pílna leik og stefnir á Ally Pally Stefán Árni Pálsson skrifar 23. apríl 2024 11:01 Kári Vagn æltar sér í Ally Pally. Vísir/Bjarni Einarsson Hann er aðeins tólf ára en náði á dögunum að kasta fyrir níu pílna leik. Kári Vagn ætlar sér alla leið í sportinu. Kári Vagn Birkisson verður þrettán ára í maí. Á æfingu á dögunum kastaði Kári níu pílum í spjaldið og kláraði þannig 501. Níu pílna leikur er það erfiðasta sem þekkist í pílu. Aðeins þeir allra bestu ná slíku afreki en ekki er hægt að klára 501 á færri pílum en níu. Kári hefur æft pílu með Pílukastfélagi Kópavogs í rúmlega ár og náð ótrúlegum framförum á þeim tíma. „Stundum æfi ég alveg upp í þrjá tíma á dag, en það er bara misjafnt. Ég æfi mikið heima hjá mér og hjá PFK, Pílufélagi Kópavogs. Það eru alveg margir að æfa, kannski tvö hundruð eða eitthvað,“ sagði Kári Vagn í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Kári kallar sig Vagnstjórann í píluheiminum. Future of Icelandic darts is in good hands! 12 year old Kári Vagn hit a 9 darter in practice yesterday 🎯🎯 #darts pic.twitter.com/5jNKmoCw5b— Matthías Örn (@mattiorn) April 19, 2024 „Ég var bara að horfa á pílu í sjónvarpinu og frændi minn átti píluspjald heima og ég bara byrjaði að spila þar.“ En hvernig leið honum þegar hann náði níu pílna leik? „Ég var bara mjög glaður og ánægður þegar ég náði þessu. Ég hef einu sinni náð ellefu pílna leik en það var fyrir svona tveimur mánuðum. Mig langar auðvitað að fara einn daginn og keppa í Ally Pally á heimsmeistaramótinu,“ segir Kári en árlega fer það mót fram í London og er mótið orðið gríðarlega vinsælt.“ Faðir hans er líkamsræktarþjálfarinn Birkir Vagn Ómarsson og hefur hann fylgst grannt með drengnum frá byrjun. „Hann byrjaði í fótbolta og svo fór hann í körfu og hann er enn þá að æfa það. En svo kom þessi píluáhugi. Hann er búinn að æfa sig mjög vel og þetta er bara ein hreyfing, og í rauninni vöðvaminnisæfing. Þetta er bara flott hjá honum,“ segir Birkir en hvernig er pabbinn í pílu? „Allt í lagi, ekki gott,“ segir Birkir. „Ég er alltaf að vinna hann,“ segir Kári að lokum. Pílukast Krakkar Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Ellefu Íslandsmet og ekki svona margir á HM síðan 2016 Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sjá meira
Kári Vagn Birkisson verður þrettán ára í maí. Á æfingu á dögunum kastaði Kári níu pílum í spjaldið og kláraði þannig 501. Níu pílna leikur er það erfiðasta sem þekkist í pílu. Aðeins þeir allra bestu ná slíku afreki en ekki er hægt að klára 501 á færri pílum en níu. Kári hefur æft pílu með Pílukastfélagi Kópavogs í rúmlega ár og náð ótrúlegum framförum á þeim tíma. „Stundum æfi ég alveg upp í þrjá tíma á dag, en það er bara misjafnt. Ég æfi mikið heima hjá mér og hjá PFK, Pílufélagi Kópavogs. Það eru alveg margir að æfa, kannski tvö hundruð eða eitthvað,“ sagði Kári Vagn í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Kári kallar sig Vagnstjórann í píluheiminum. Future of Icelandic darts is in good hands! 12 year old Kári Vagn hit a 9 darter in practice yesterday 🎯🎯 #darts pic.twitter.com/5jNKmoCw5b— Matthías Örn (@mattiorn) April 19, 2024 „Ég var bara að horfa á pílu í sjónvarpinu og frændi minn átti píluspjald heima og ég bara byrjaði að spila þar.“ En hvernig leið honum þegar hann náði níu pílna leik? „Ég var bara mjög glaður og ánægður þegar ég náði þessu. Ég hef einu sinni náð ellefu pílna leik en það var fyrir svona tveimur mánuðum. Mig langar auðvitað að fara einn daginn og keppa í Ally Pally á heimsmeistaramótinu,“ segir Kári en árlega fer það mót fram í London og er mótið orðið gríðarlega vinsælt.“ Faðir hans er líkamsræktarþjálfarinn Birkir Vagn Ómarsson og hefur hann fylgst grannt með drengnum frá byrjun. „Hann byrjaði í fótbolta og svo fór hann í körfu og hann er enn þá að æfa það. En svo kom þessi píluáhugi. Hann er búinn að æfa sig mjög vel og þetta er bara ein hreyfing, og í rauninni vöðvaminnisæfing. Þetta er bara flott hjá honum,“ segir Birkir en hvernig er pabbinn í pílu? „Allt í lagi, ekki gott,“ segir Birkir. „Ég er alltaf að vinna hann,“ segir Kári að lokum.
Pílukast Krakkar Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Ellefu Íslandsmet og ekki svona margir á HM síðan 2016 Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sjá meira