Pétur Guðfinnsson er látinn Atli Ísleifsson skrifar 23. apríl 2024 07:55 Pétur Guðfinnsson var fyrsti starfsmaður Sjónvarpsins og hlaut fálkaorðuna árið 2021 fyrir forystustörf á sviði fjölmiðlunar. Facebook Pétur Guðfinnsson, fyrrverandi útvarpsstjóri og framkvæmdastjóri Sjónvarpssins, er látinn. Hann lést á dvalarheimilinu Grund, 94 ára að aldri. Greint var frá andlátinu á mbl í gær. Þar segir að Pétur hafi lokið stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1949 og svo tekið próf í frönsku og menningarsögu frá Sorbonne-háskóla í París árið 1950, diplómanám í stjórnmálafræði frá Háskólanum í Grenobleárið 1952 og stundað nám í hagfræði, rekstrarfræði, bókhaldi og sögu við Kaupmannahafnarháskóla 1953 til 1954. Hann starfaði hjá Evrópuráðinu í Strassborg á árunum 1955 til 1964 og var þá skipaður framkvæmdastjóri Sjónvarpsins. Hann var þá einnig staðgengill útvarpsstjóra í fjarveru hans þar til hann tók við stöðu útvarpsstjóra árið 1996. Hann hætti svo störfum hjá Útvarpinu fyrir aldurs sakir árið 1997. Fram kemur að Pétur hafi verið fyrsti starfsmaður Sjónvarpsins og séð um að skipuleggja allt starf þess framan af. Pétur var einnig mjög virkur í félagslífi og átti þannig sæti í stjórn Rotaryklúbbsins í Reykjavík, Austurbæ, á árunum 1975 til 1980 og var forseti klúbbsins á árunum 1978 til 1979. Þá var hann formaður Nordvision, samtaka norrænnar sjónvarpsstöðva 1988 til 1991 auk þess að sitja stjórn Norræna sjónvarpssjóðsins frá stofnun hans 1987 og var varaformaður stjórnar hans frá 1991 til starfsloka. Pétur var sæmdur fálkaorðunni árið 2021 fyrir forystustörf á vettvangi íslenskra fjölmiðla. Eiginkona Péturs var Stella Sigurleifsdóttir, en hún lést árið 2003. Þau eignuðust fjögur börn, sjö barnabörn og sex barnabarnabörn. Andlát Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Greint var frá andlátinu á mbl í gær. Þar segir að Pétur hafi lokið stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1949 og svo tekið próf í frönsku og menningarsögu frá Sorbonne-háskóla í París árið 1950, diplómanám í stjórnmálafræði frá Háskólanum í Grenobleárið 1952 og stundað nám í hagfræði, rekstrarfræði, bókhaldi og sögu við Kaupmannahafnarháskóla 1953 til 1954. Hann starfaði hjá Evrópuráðinu í Strassborg á árunum 1955 til 1964 og var þá skipaður framkvæmdastjóri Sjónvarpsins. Hann var þá einnig staðgengill útvarpsstjóra í fjarveru hans þar til hann tók við stöðu útvarpsstjóra árið 1996. Hann hætti svo störfum hjá Útvarpinu fyrir aldurs sakir árið 1997. Fram kemur að Pétur hafi verið fyrsti starfsmaður Sjónvarpsins og séð um að skipuleggja allt starf þess framan af. Pétur var einnig mjög virkur í félagslífi og átti þannig sæti í stjórn Rotaryklúbbsins í Reykjavík, Austurbæ, á árunum 1975 til 1980 og var forseti klúbbsins á árunum 1978 til 1979. Þá var hann formaður Nordvision, samtaka norrænnar sjónvarpsstöðva 1988 til 1991 auk þess að sitja stjórn Norræna sjónvarpssjóðsins frá stofnun hans 1987 og var varaformaður stjórnar hans frá 1991 til starfsloka. Pétur var sæmdur fálkaorðunni árið 2021 fyrir forystustörf á vettvangi íslenskra fjölmiðla. Eiginkona Péturs var Stella Sigurleifsdóttir, en hún lést árið 2003. Þau eignuðust fjögur börn, sjö barnabörn og sex barnabarnabörn.
Andlát Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira