Segja baráttuna bara rétt að hefjast Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2024 22:47 Helga Þórisdóttir og Ásdís Rán Gunnarsdóttir. Vísir/Arnar Þær Helga Þórisdóttir og Ásdís Rán Gunnarsdóttir, forsetaframbjóðendur, segja kosningabaráttuna rétt að byrja og þær muni láta ljós þeirra skína. Ásdís er nýbúin að safna nægilega mörgum undirskriftum og Helga segist á lokametrunum með það. „Þetta er að detta inn. Þetta eru búnir að vera stórkostlegir lokametrar. Gríðarlegur stuðningur og mikið fylgi sem ég fæ þegar ég fer meðal fólks, þannig að þetta er allt að gerast,“ sagði Helga í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún sagði það eiginlega merkilegt að hún hefði lítinn stuðning fengið úr opinbera geiranum, þar sem hún hefði lengi starfað, vegna þess að þar væri fólk að passa upp á hlutleysi sitt. Þess í stað hefði hún fengið nýjan og óvæntan stuðning frá ungu fólki þessa lands. „Það er bara tíu plús,“ sagði Helga um þá einkunn sem það unga fólk fær. Sjá einnig: Katrín og Baldur takast enn á um forystuna Ásdís Rán , segist hafa klárað að safna undirskriftum í gær. Hún væri ofboðslega fegin með að hafa klárað söfnunina. „Þetta er búið að vera svolítið strembið verkefni en samt skemmtilegt líka,“ sagði Ásdís. Hún sagði viðtökurnar sem hún hefði fengið hjá kjósendum hafa verið ótrúlega góðar. Viðtalið við Helgu og Ásdísi má sjá í spilaranum hér að neðan. Bæði Helga og Ásdís hafa mælst með lítið fylgi. Helga sagði að framtíðin yrði að koma í ljós en henni hefði verið bent á að fyrsta hollið snerist um það hver væri þekktastur. Síðan muni baráttan fara að snúast um þekkingu, innstæðu og málefnin. „Þá held ég að fólk geti komið á óvart,“ sagði Helga. Ásdís sagðist ekki viss um að hún hefði fengið að vera með í flestum könnunum hingað til. Hún hefði verið með fínt fylgi í þeim könnunum sem hún hefði verið með í. „Ég held að vinsældir mínar eigi eftir að koma meira í ljós eftir því sem líður á vikurnar, út af því að ég á eftir að fá að láta ljós mitt skína fyrir framan þjóðina,“ sagði Ásdís. Báðar sögðu þær kosningabaráttuna bara rétt að byrja. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Katrín, Halla og Steinunn Ólína mætast í Pallborðinu á morgun Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að bjóða til sín forsetaframbjóðendum í Pallborðið, sem sýnt er í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 22. apríl 2024 19:00 Halla telur langt í að fólk sé búið að ákveða sig Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi var á ferð um Suðurnes þegar Vísir náði í hana. Hún var að ganga inn á kosningafund á Hótel Keflavík. Hún sagði viðtökurnar á Suðurnesjum slíkar að ef væri miðað við þær væri hún með miklu meira fylgi en menn almennt ætla. 22. apríl 2024 17:18 Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Sjá meira
„Þetta er að detta inn. Þetta eru búnir að vera stórkostlegir lokametrar. Gríðarlegur stuðningur og mikið fylgi sem ég fæ þegar ég fer meðal fólks, þannig að þetta er allt að gerast,“ sagði Helga í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún sagði það eiginlega merkilegt að hún hefði lítinn stuðning fengið úr opinbera geiranum, þar sem hún hefði lengi starfað, vegna þess að þar væri fólk að passa upp á hlutleysi sitt. Þess í stað hefði hún fengið nýjan og óvæntan stuðning frá ungu fólki þessa lands. „Það er bara tíu plús,“ sagði Helga um þá einkunn sem það unga fólk fær. Sjá einnig: Katrín og Baldur takast enn á um forystuna Ásdís Rán , segist hafa klárað að safna undirskriftum í gær. Hún væri ofboðslega fegin með að hafa klárað söfnunina. „Þetta er búið að vera svolítið strembið verkefni en samt skemmtilegt líka,“ sagði Ásdís. Hún sagði viðtökurnar sem hún hefði fengið hjá kjósendum hafa verið ótrúlega góðar. Viðtalið við Helgu og Ásdísi má sjá í spilaranum hér að neðan. Bæði Helga og Ásdís hafa mælst með lítið fylgi. Helga sagði að framtíðin yrði að koma í ljós en henni hefði verið bent á að fyrsta hollið snerist um það hver væri þekktastur. Síðan muni baráttan fara að snúast um þekkingu, innstæðu og málefnin. „Þá held ég að fólk geti komið á óvart,“ sagði Helga. Ásdís sagðist ekki viss um að hún hefði fengið að vera með í flestum könnunum hingað til. Hún hefði verið með fínt fylgi í þeim könnunum sem hún hefði verið með í. „Ég held að vinsældir mínar eigi eftir að koma meira í ljós eftir því sem líður á vikurnar, út af því að ég á eftir að fá að láta ljós mitt skína fyrir framan þjóðina,“ sagði Ásdís. Báðar sögðu þær kosningabaráttuna bara rétt að byrja.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Katrín, Halla og Steinunn Ólína mætast í Pallborðinu á morgun Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að bjóða til sín forsetaframbjóðendum í Pallborðið, sem sýnt er í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 22. apríl 2024 19:00 Halla telur langt í að fólk sé búið að ákveða sig Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi var á ferð um Suðurnes þegar Vísir náði í hana. Hún var að ganga inn á kosningafund á Hótel Keflavík. Hún sagði viðtökurnar á Suðurnesjum slíkar að ef væri miðað við þær væri hún með miklu meira fylgi en menn almennt ætla. 22. apríl 2024 17:18 Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Sjá meira
Katrín, Halla og Steinunn Ólína mætast í Pallborðinu á morgun Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að bjóða til sín forsetaframbjóðendum í Pallborðið, sem sýnt er í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 22. apríl 2024 19:00
Halla telur langt í að fólk sé búið að ákveða sig Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi var á ferð um Suðurnes þegar Vísir náði í hana. Hún var að ganga inn á kosningafund á Hótel Keflavík. Hún sagði viðtökurnar á Suðurnesjum slíkar að ef væri miðað við þær væri hún með miklu meira fylgi en menn almennt ætla. 22. apríl 2024 17:18
Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47