Á barmi gjaldþrots og Ásdís gæti misst fríar máltíðir Sindri Sverrisson skrifar 22. apríl 2024 16:48 Staðan er slæm hjá kvennaliði Lilleström í Noregi. lsk-kvinner.no Kvennalið Lilleström í fótbolta rambar á barmi gjaldþrots en norska félagið hefur gripið til alvarlegra aðgerða til að koma í veg fyrir að gjaldþrot verði niðurstaðan. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Lilleström sendi frá sér í dag. Einn íslenskur leikmaður er á mála hjá liðinu, sem leikur í efstu deild Noregs og varð í 3. sæti í fyrra, en það er Ásdís Karen Halldórsdóttir sem kom frá meistaraliði Vals í vetur. Nú þegar hefur Lilleström sagt upp hluta samnings við nánast allt starfsfólk sitt, fyrir utan leikmenn. Stjórn félagsins mun nú starfa á heimaskrifstofu, æfingatímum verður fækkað í LSK-höllinni og til greina kemur að hætta með máltíðir fyrir leikmenn. Í yfirlýsingu Lilleström segir ljóst að aðgerðirnar séu krefjandi fyrir alla sem að félaginu komi, en að þær séu nauðsynlegar til að vernda félagið. Ásdís Karen Halldórsdóttir kom til Noregs frá meisturum Vals í vetur.Vísir/Diego Carl-Erik Torp er sérfræðingur NRK um norsku úrvalsdeildina og hann segir fréttirnar sorglegar: „Þetta segir allt sem þarf að segja um áskoranirnar í fótbolta kvenna. Það er erfitt að reka félag á hæsta stigi.“ Torp gagnrýnir að staðan skuli hafa fengið að verða svo alvarleg að til greina komi að svipta leikmenn máltíðum. „Þau neyðast til að gera þetta og eiga ekki aðra kosti. Þá þarf að skera niður alls staðar. Þetta er grafalvarleg staða, en ekki staða sem var bara allt í einu að koma í ljós.“ Ásdís Karen hefur skorað eitt mark í fyrstu fjórum leikjum sínum með Lilleström en liðið hefur unnið báða heimaleiki sína og tapað báðum útileikjum sínum til þessa. Næst mætir liðið Åsane á heimavelli um næstu helgi. Norski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Leik lokið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Lilleström sendi frá sér í dag. Einn íslenskur leikmaður er á mála hjá liðinu, sem leikur í efstu deild Noregs og varð í 3. sæti í fyrra, en það er Ásdís Karen Halldórsdóttir sem kom frá meistaraliði Vals í vetur. Nú þegar hefur Lilleström sagt upp hluta samnings við nánast allt starfsfólk sitt, fyrir utan leikmenn. Stjórn félagsins mun nú starfa á heimaskrifstofu, æfingatímum verður fækkað í LSK-höllinni og til greina kemur að hætta með máltíðir fyrir leikmenn. Í yfirlýsingu Lilleström segir ljóst að aðgerðirnar séu krefjandi fyrir alla sem að félaginu komi, en að þær séu nauðsynlegar til að vernda félagið. Ásdís Karen Halldórsdóttir kom til Noregs frá meisturum Vals í vetur.Vísir/Diego Carl-Erik Torp er sérfræðingur NRK um norsku úrvalsdeildina og hann segir fréttirnar sorglegar: „Þetta segir allt sem þarf að segja um áskoranirnar í fótbolta kvenna. Það er erfitt að reka félag á hæsta stigi.“ Torp gagnrýnir að staðan skuli hafa fengið að verða svo alvarleg að til greina komi að svipta leikmenn máltíðum. „Þau neyðast til að gera þetta og eiga ekki aðra kosti. Þá þarf að skera niður alls staðar. Þetta er grafalvarleg staða, en ekki staða sem var bara allt í einu að koma í ljós.“ Ásdís Karen hefur skorað eitt mark í fyrstu fjórum leikjum sínum með Lilleström en liðið hefur unnið báða heimaleiki sína og tapað báðum útileikjum sínum til þessa. Næst mætir liðið Åsane á heimavelli um næstu helgi.
Norski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Leik lokið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Sjá meira