Stefnir í spennandi forsetakosningar Heimir Már Pétursson skrifar 22. apríl 2024 12:25 Halla Hrund Logadóttir bætir við sig sex prósentustigum milli kannana Prósents á einni viku. Vísir/Vilhelm Halla Hrund Logadóttir bætir við sig miklu fylgi samkvæmt nýrri könnun Prósents fyrir Morgunblaðið þar sem Baldur Þórhallsson nýtur mest fylgis. Stjórnmálafræðingur segir hægt að lesa það eitt út úr könnunum undanfarnar vikur að forsetakosningarnar verði mjög spennandi. Morgunblaðið birti í morgun aðra könnun Prósents fyrir miðilinn á einni viku um fylgi forsetaframbjóðenda. Samkvæmt könnuninni í morgun er Halla Hrund Logadóttir á mikilli siglingu og bætir við sig rétt tæplega sex prósentustigum frá síðustu könnun Prósents fyrir viku. Þessi fylgisaukning er í samræmi við kannanir Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Halla Hrund tæplega tvöfaldaði fylgi sitt úr 5,7 prósentum frá könnunum Maskínu hinn 8. apríl í 10,5 prósent hinn 18. apríl. Eva Heiða Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir Höllu Hrund greinilega á mikilli siglingu. Hins vegar væri erfiðara að greina af hvaða frambjóðendum hún sæki aukið fylgi. Öll könnunarfyrirtækin styðjist við netpanela. Eva Heiða Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði við HÍ segir setefna í spennandi forsetakosningar.Vísir „Það gæti skipt máli hérna hvernig unnið er með gögnin. Af því við vitum að til dæmis aldurssamsetning og samsetning þeirra sem eru með meiri eða minni menntun endurspeglar ekki alveg rétt hlutfall eins og það er meðal kjósenda,“ segir Eva Heiða. Samkvæmt hennar upplýsingum taki kannanir Prósents ekki tillit til menntunar. Í könnun Prósents sem birt er í dag mælist Halla Hrund með 18 prósenta fylgi. Ekki er marktækur munur á henni og Jóni Gnarr með 17,2 prósent. Hann hefur hingað til vermt þriðja sætið með á bilinu 18 til rúmlega 19 prósenta fylgi. En það er annað sem sker sig úr könnunum Prósents annars vegar og Gallups og Maskínu hins vegar. Katrín Jakobsdóttir hefur mælst með mesta fylgið í tveimur könnunum Maskínu og einni könnun Gallups sem gerðar hafa verið undanfarnar vikur og Baldur Þórhallsson hefur komið á hæla hennar. Í báðum könnunum Prósents hefur Baldur hins vegar mælst með meira fylgi en Katrín, þótt ekki hafi verið marktækur munur á fylgi þeirra í þessum könnunum eins og í könnun Gallups. Hins vegar var Katrín með marktækt forskot á Baldur í báðum könnunum Maskínu. Halla Hrund virðist kroppa eitthvað fylgi af öllum frambjóðendum bæði fyrir ofan hana og neðan á milli kannanna Prósents. Eva Heiða segir greinilegt að fylgið væri allt á hreyfingu og erfitt að spá fyrir um úrslit miðað við kannanir. Þó sýndu þær að litlu muni á tveimur efstu frambjóðendunum og Halla Hrund og Jón Gnarr fylgi fast á eftir. „Það þarf ekki nema einhverja nokkura prósentustiga sveiflu fram og til baka til að segja til um úrslitin. Það er það sem ég myndi segja; það stefnir í spennandi kosningar,“ segir Eva Heiða Önnudóttir. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Baldur segir lygasögur ekki hafa nein áhrif á þá Felix Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi telur að allir sem sækist eftir embættinu megi búast við því að skrökvað verði um sig. Facebook-síðan Bessastaðabaráttan, sem nú hefur verið tekin niður, hélt úti rætinni herferð gegn Baldri. 19. apríl 2024 14:18 Katrín leiðir og hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, mælist með 31,4 prósent stuðning í nýrri skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þar sem spurt var hvern fólk vildi sjá sem næsta forseta Íslands. Hún hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor sem nú mælist með 24 prósent fylgi. 18. apríl 2024 09:31 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Morgunblaðið birti í morgun aðra könnun Prósents fyrir miðilinn á einni viku um fylgi forsetaframbjóðenda. Samkvæmt könnuninni í morgun er Halla Hrund Logadóttir á mikilli siglingu og bætir við sig rétt tæplega sex prósentustigum frá síðustu könnun Prósents fyrir viku. Þessi fylgisaukning er í samræmi við kannanir Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Halla Hrund tæplega tvöfaldaði fylgi sitt úr 5,7 prósentum frá könnunum Maskínu hinn 8. apríl í 10,5 prósent hinn 18. apríl. Eva Heiða Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir Höllu Hrund greinilega á mikilli siglingu. Hins vegar væri erfiðara að greina af hvaða frambjóðendum hún sæki aukið fylgi. Öll könnunarfyrirtækin styðjist við netpanela. Eva Heiða Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði við HÍ segir setefna í spennandi forsetakosningar.Vísir „Það gæti skipt máli hérna hvernig unnið er með gögnin. Af því við vitum að til dæmis aldurssamsetning og samsetning þeirra sem eru með meiri eða minni menntun endurspeglar ekki alveg rétt hlutfall eins og það er meðal kjósenda,“ segir Eva Heiða. Samkvæmt hennar upplýsingum taki kannanir Prósents ekki tillit til menntunar. Í könnun Prósents sem birt er í dag mælist Halla Hrund með 18 prósenta fylgi. Ekki er marktækur munur á henni og Jóni Gnarr með 17,2 prósent. Hann hefur hingað til vermt þriðja sætið með á bilinu 18 til rúmlega 19 prósenta fylgi. En það er annað sem sker sig úr könnunum Prósents annars vegar og Gallups og Maskínu hins vegar. Katrín Jakobsdóttir hefur mælst með mesta fylgið í tveimur könnunum Maskínu og einni könnun Gallups sem gerðar hafa verið undanfarnar vikur og Baldur Þórhallsson hefur komið á hæla hennar. Í báðum könnunum Prósents hefur Baldur hins vegar mælst með meira fylgi en Katrín, þótt ekki hafi verið marktækur munur á fylgi þeirra í þessum könnunum eins og í könnun Gallups. Hins vegar var Katrín með marktækt forskot á Baldur í báðum könnunum Maskínu. Halla Hrund virðist kroppa eitthvað fylgi af öllum frambjóðendum bæði fyrir ofan hana og neðan á milli kannanna Prósents. Eva Heiða segir greinilegt að fylgið væri allt á hreyfingu og erfitt að spá fyrir um úrslit miðað við kannanir. Þó sýndu þær að litlu muni á tveimur efstu frambjóðendunum og Halla Hrund og Jón Gnarr fylgi fast á eftir. „Það þarf ekki nema einhverja nokkura prósentustiga sveiflu fram og til baka til að segja til um úrslitin. Það er það sem ég myndi segja; það stefnir í spennandi kosningar,“ segir Eva Heiða Önnudóttir.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Baldur segir lygasögur ekki hafa nein áhrif á þá Felix Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi telur að allir sem sækist eftir embættinu megi búast við því að skrökvað verði um sig. Facebook-síðan Bessastaðabaráttan, sem nú hefur verið tekin niður, hélt úti rætinni herferð gegn Baldri. 19. apríl 2024 14:18 Katrín leiðir og hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, mælist með 31,4 prósent stuðning í nýrri skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þar sem spurt var hvern fólk vildi sjá sem næsta forseta Íslands. Hún hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor sem nú mælist með 24 prósent fylgi. 18. apríl 2024 09:31 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Baldur segir lygasögur ekki hafa nein áhrif á þá Felix Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi telur að allir sem sækist eftir embættinu megi búast við því að skrökvað verði um sig. Facebook-síðan Bessastaðabaráttan, sem nú hefur verið tekin niður, hélt úti rætinni herferð gegn Baldri. 19. apríl 2024 14:18
Katrín leiðir og hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, mælist með 31,4 prósent stuðning í nýrri skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þar sem spurt var hvern fólk vildi sjá sem næsta forseta Íslands. Hún hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor sem nú mælist með 24 prósent fylgi. 18. apríl 2024 09:31