Þarf að borga fyrir tunnur sem hann hvorki vildi né fékk Árni Sæberg skrifar 22. apríl 2024 12:05 Sorp íbúa Voga er meðhöndlað í flokkunar- og sorpbrennslustöðinni Kölku í Helguvík. Vísir/Þorgils Íbúi í Vogum á Vatnsleysuströnd þarf að greiða 51 þúsund krónur vegna sorphirðu við hús hans. Hann hafði um árabil afþakkað sorptunnur og þannig ekki þurft að greiða sorphirðugjald. Þegar nýtt endurvinnslukerfi var innleytt var gjald lagt á hann en þó án þess að hann fengi tunnurnar sem hann vildi ekki. Í úrskurði Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála segir að sveitarfélagið Vogar hafi sent íbúanum álagningarseðil í lok janúar 2024 og lagt á hann gjöld vegna sorphirðu við hús hans. Þau hafi skipst þannig að vegna 240 lítra tvískiptrar tunnu fyrir almennt/lífrænt sorp væri gjaldið 34 þúsund krónur, vegna 240 lítra tunnu fyrir plast 8.500 krónur og vegna 240 lítra tunnu fyrir pappír 8.500 krónur. Samanlagt nam fjárhæð gjaldanna 51 þúsund krónum. Flokkar allt sorp sjálfur og átti engan rétt á tunnunum Í úrskurðinum segir að maðurinn hafi rakið að hann hefði fest kaup á húsi sínu árið 2018 og hann hafi þegar afþakkað sorptunnu. Næstu fjögur ár hafi ekki verið lagt gjald á hann vegna sorphirðu og hafi hann aðeins greitt sorpeyðingargjald. Sumarið 2023 hafi verið komið á nýju flokkunarkerfi á Suðurnesjum og hafi Sveitarfélagið Vogar dreift tunnum til heimila þar sem verið hafi þrír eða fleiri íbúar. Hann hafi afþakkað að veita þeim móttöku og fengið seinna að vita að hann ætti ekki rétt á þeim þar sem hann væri einn í heimili. Hann sé ósáttur við að vera látinn greiða fyrir þrjár tunnur sem hann hafi aldrei fengið og þurfi ekki á að halda. Hann kjósi að flokka allt sorp sjálfur og losa það í grenndargáma eða fara með það til söfnunarstöðva, sem standi íbúum til boða. Álagningin byggi á lögum Sveitarfélagið hafi aftur á móti krafist þess að kröfum íbúans yrði hafnað og borið fyrir sig að ákvörðun um innheimtu sorpgjalda fyrir söfnun og meðhöndlun úrgangs byggi á skýrum fyrirmælum laga um meðhöndlun úrgangs. Samkvæmt lögunum fari sveitarfélög með ákvörðunarvald um fyrirkomulag söfnunar á heimilis- og rekstrarúrgangi og sé þeim það skylt samkvæmt lögunum. Sorpgjald sé lagt á hverja íbúð og innheimt með fasteignagjöldum. Gjaldið sé byggt upp þannig að greiddur sé raunkostnaður fyrir þjónustuna í samræmi við ákvæði laganna. Öll heimili í sveitarfélaginu hafi fengið afhentar þrjár flokkunartunnur, óháð fjölda íbúa á heimili, enda skylt að flokka pappa, plast og lífúrgang. Íbúanum hafi verið tjáð þetta bæði munnlega og í tölvupósti og staðhæfingum hans um að hann hafi ekki átt rétt á tunnum sé hafnað. Íbúar fái engu ráðið um sorphirðuna Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar segir að fyrirmæli laganna sé tekið mið af því að meðhöndlun sorps sé grunnþjónusta í sveitarfélagi. Hún þurfi að vera í föstum skorðum og sé þess eðlis að hún megi ekki falla niður þótt einhverjir íbúar nýti sér hana ekki og að sama skapi sé íbúum ekki í sjálfsvald sett hvort þeir nýta sér þjónustuna eða ekki. Hvað varðar Sveitarfélagið Voga sé í gildi samþykkt um meðhöndlun úrgangs á Suðurnesjum. Í henni sé fjallað um söfnun á heimilisúrgangi og þar komi fram að sorp skuli hirt með reglulegum hætti frá íbúðarhúsum. Tekið sé fram að stjórn Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. ákveði hvaða ílát og hvaða aðferðir skuli nota til sorpsöfnunar og sorphirðu. Eigendum og umráðamönnum íbúðarhúsnæðis á Suðurnesjum sé skylt að nota þau ílát og þær aðferðir við sorpsöfnun sem stjórnin ákveði en Sorpeyðingarstöðin leggi íbúum til viðeigandi sorpílát, samkvæmt nánari ákvörðun stjórnar. Þessi fyrirmæli verði að túlka með hliðsjón af ákvæðum laga um meðhöndlun úrgangs og verði að álíta að íbúanum sé skylt að greiða fyrir þá þjónustu við sorphirðu sem honum stendur til boða eins og öðrum íbúum í sveitarfélaginu. Getur ekki farið fram á nákvæman útreikning Þá segir að þegar um svokölluð þjónustugjöld er að ræða gildi ýmis sjónarmið um álagningu þeirra, meðal annars að beint samhengi sé á milli fjárhæðar gjaldsins og þess kostnaðar sem til fellur við það að veita þjónustuna. Fjárhæðin verði einnig að byggjast á traustum útreikningi, en þó hafi verið litið svo á að sé ekki hægt að sérgreina nákvæmlega ákveðna kostnaðarliði sé heimilt að byggja þá á skynsamlegri áætlun. Sá sem greiðir þjónustugjöld geti hins vegar almennt ekki krafist þess að sá kostnaður sem hlýst af því að veita þjónustuna sé reiknaður nákvæmlega út heldur sé heimilt að haga gjaldtöku svo að um sé að ræða jafnaðargjald. Við meðferð málsins hafi úrskurðarnefndin óskað eftir upplýsingum frá sveitarfélaginu um útreikninga sorphirðugjalds þess. Fram hafi komið að útreikningarnir byggi á áætluðum raunkostnaði við hlutdeild í rekstri móttöku-, flokkunar- og sorpbrennslustöðvarinnar Kölku, sem deilt sé niður á þjónustunotendur að teknu tilliti til áætlaðs endurgjalds frá Úrvinnslusjóði. Ákvörðun sorpgjalda og þar með endanleg tekjuáætlun málaflokksins byggist á niðurstöðum þessa. Framlögð gögn beri með sér að kostnaður sveitarfélagsins vegna sorphirðu á árinu 2024 sé áætlaður rúmlega fjörutíu milljónir króna, en innheimtar verði 39.542.703 krónur. Það sé í samræmi við áskilnað laganna um að álögð gjöld megi ekki vera hærri en kostnaður sem falli til í sveitarfélaginu við meðhöndlun úrgangs og tengda starfsemi sem samræmist markmiðum laganna. Föst gjöld séu áætluð 12.042.000 krónur og því ekki umfram helming af heildarkostnaði sveitarfélagsins. Þá verði að telja að kostnaðarliðir að baki hinna umdeildu sorphirðugjalda falli undir þá þætti sem sveitarfélögum er skylt að innheimta gjald fyrir á grundvelli laga um meðhöndlun úrgangs. Verði að þessu virtu ekki annað ráðið en að útreikningur hins kærða gjalds hafi byggst á skynsamlegri áætlun. Gjaldið teljist því lögmætt þjónustugjald. Með hliðsjón af framangreindu verði kröfu íbúans um ógildingu hinnar kærðu ákvörðunar hafnað. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu eða myndir á ritstjorn@visir.is. Vogar Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Sorphirða Tengdar fréttir „Ég er neyddur til að vera með rándýra tunnu” Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði beiðni íbúa Reykjavíkurborgar um að sorptunnugjöld fyrir blandaðan heimilisúrgang og matarleifar yrðu felld niður. Björn Guðmundsson, efnafræðingur, kvartaði til nefndarinnar eftir að hann fékk rukkun frá borginni fyrir sorptunnugjaldi en hann notar hvoruga tunnuna. 20. apríl 2024 17:05 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Í úrskurði Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála segir að sveitarfélagið Vogar hafi sent íbúanum álagningarseðil í lok janúar 2024 og lagt á hann gjöld vegna sorphirðu við hús hans. Þau hafi skipst þannig að vegna 240 lítra tvískiptrar tunnu fyrir almennt/lífrænt sorp væri gjaldið 34 þúsund krónur, vegna 240 lítra tunnu fyrir plast 8.500 krónur og vegna 240 lítra tunnu fyrir pappír 8.500 krónur. Samanlagt nam fjárhæð gjaldanna 51 þúsund krónum. Flokkar allt sorp sjálfur og átti engan rétt á tunnunum Í úrskurðinum segir að maðurinn hafi rakið að hann hefði fest kaup á húsi sínu árið 2018 og hann hafi þegar afþakkað sorptunnu. Næstu fjögur ár hafi ekki verið lagt gjald á hann vegna sorphirðu og hafi hann aðeins greitt sorpeyðingargjald. Sumarið 2023 hafi verið komið á nýju flokkunarkerfi á Suðurnesjum og hafi Sveitarfélagið Vogar dreift tunnum til heimila þar sem verið hafi þrír eða fleiri íbúar. Hann hafi afþakkað að veita þeim móttöku og fengið seinna að vita að hann ætti ekki rétt á þeim þar sem hann væri einn í heimili. Hann sé ósáttur við að vera látinn greiða fyrir þrjár tunnur sem hann hafi aldrei fengið og þurfi ekki á að halda. Hann kjósi að flokka allt sorp sjálfur og losa það í grenndargáma eða fara með það til söfnunarstöðva, sem standi íbúum til boða. Álagningin byggi á lögum Sveitarfélagið hafi aftur á móti krafist þess að kröfum íbúans yrði hafnað og borið fyrir sig að ákvörðun um innheimtu sorpgjalda fyrir söfnun og meðhöndlun úrgangs byggi á skýrum fyrirmælum laga um meðhöndlun úrgangs. Samkvæmt lögunum fari sveitarfélög með ákvörðunarvald um fyrirkomulag söfnunar á heimilis- og rekstrarúrgangi og sé þeim það skylt samkvæmt lögunum. Sorpgjald sé lagt á hverja íbúð og innheimt með fasteignagjöldum. Gjaldið sé byggt upp þannig að greiddur sé raunkostnaður fyrir þjónustuna í samræmi við ákvæði laganna. Öll heimili í sveitarfélaginu hafi fengið afhentar þrjár flokkunartunnur, óháð fjölda íbúa á heimili, enda skylt að flokka pappa, plast og lífúrgang. Íbúanum hafi verið tjáð þetta bæði munnlega og í tölvupósti og staðhæfingum hans um að hann hafi ekki átt rétt á tunnum sé hafnað. Íbúar fái engu ráðið um sorphirðuna Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar segir að fyrirmæli laganna sé tekið mið af því að meðhöndlun sorps sé grunnþjónusta í sveitarfélagi. Hún þurfi að vera í föstum skorðum og sé þess eðlis að hún megi ekki falla niður þótt einhverjir íbúar nýti sér hana ekki og að sama skapi sé íbúum ekki í sjálfsvald sett hvort þeir nýta sér þjónustuna eða ekki. Hvað varðar Sveitarfélagið Voga sé í gildi samþykkt um meðhöndlun úrgangs á Suðurnesjum. Í henni sé fjallað um söfnun á heimilisúrgangi og þar komi fram að sorp skuli hirt með reglulegum hætti frá íbúðarhúsum. Tekið sé fram að stjórn Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. ákveði hvaða ílát og hvaða aðferðir skuli nota til sorpsöfnunar og sorphirðu. Eigendum og umráðamönnum íbúðarhúsnæðis á Suðurnesjum sé skylt að nota þau ílát og þær aðferðir við sorpsöfnun sem stjórnin ákveði en Sorpeyðingarstöðin leggi íbúum til viðeigandi sorpílát, samkvæmt nánari ákvörðun stjórnar. Þessi fyrirmæli verði að túlka með hliðsjón af ákvæðum laga um meðhöndlun úrgangs og verði að álíta að íbúanum sé skylt að greiða fyrir þá þjónustu við sorphirðu sem honum stendur til boða eins og öðrum íbúum í sveitarfélaginu. Getur ekki farið fram á nákvæman útreikning Þá segir að þegar um svokölluð þjónustugjöld er að ræða gildi ýmis sjónarmið um álagningu þeirra, meðal annars að beint samhengi sé á milli fjárhæðar gjaldsins og þess kostnaðar sem til fellur við það að veita þjónustuna. Fjárhæðin verði einnig að byggjast á traustum útreikningi, en þó hafi verið litið svo á að sé ekki hægt að sérgreina nákvæmlega ákveðna kostnaðarliði sé heimilt að byggja þá á skynsamlegri áætlun. Sá sem greiðir þjónustugjöld geti hins vegar almennt ekki krafist þess að sá kostnaður sem hlýst af því að veita þjónustuna sé reiknaður nákvæmlega út heldur sé heimilt að haga gjaldtöku svo að um sé að ræða jafnaðargjald. Við meðferð málsins hafi úrskurðarnefndin óskað eftir upplýsingum frá sveitarfélaginu um útreikninga sorphirðugjalds þess. Fram hafi komið að útreikningarnir byggi á áætluðum raunkostnaði við hlutdeild í rekstri móttöku-, flokkunar- og sorpbrennslustöðvarinnar Kölku, sem deilt sé niður á þjónustunotendur að teknu tilliti til áætlaðs endurgjalds frá Úrvinnslusjóði. Ákvörðun sorpgjalda og þar með endanleg tekjuáætlun málaflokksins byggist á niðurstöðum þessa. Framlögð gögn beri með sér að kostnaður sveitarfélagsins vegna sorphirðu á árinu 2024 sé áætlaður rúmlega fjörutíu milljónir króna, en innheimtar verði 39.542.703 krónur. Það sé í samræmi við áskilnað laganna um að álögð gjöld megi ekki vera hærri en kostnaður sem falli til í sveitarfélaginu við meðhöndlun úrgangs og tengda starfsemi sem samræmist markmiðum laganna. Föst gjöld séu áætluð 12.042.000 krónur og því ekki umfram helming af heildarkostnaði sveitarfélagsins. Þá verði að telja að kostnaðarliðir að baki hinna umdeildu sorphirðugjalda falli undir þá þætti sem sveitarfélögum er skylt að innheimta gjald fyrir á grundvelli laga um meðhöndlun úrgangs. Verði að þessu virtu ekki annað ráðið en að útreikningur hins kærða gjalds hafi byggst á skynsamlegri áætlun. Gjaldið teljist því lögmætt þjónustugjald. Með hliðsjón af framangreindu verði kröfu íbúans um ógildingu hinnar kærðu ákvörðunar hafnað. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu eða myndir á ritstjorn@visir.is.
Vogar Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Sorphirða Tengdar fréttir „Ég er neyddur til að vera með rándýra tunnu” Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði beiðni íbúa Reykjavíkurborgar um að sorptunnugjöld fyrir blandaðan heimilisúrgang og matarleifar yrðu felld niður. Björn Guðmundsson, efnafræðingur, kvartaði til nefndarinnar eftir að hann fékk rukkun frá borginni fyrir sorptunnugjaldi en hann notar hvoruga tunnuna. 20. apríl 2024 17:05 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
„Ég er neyddur til að vera með rándýra tunnu” Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði beiðni íbúa Reykjavíkurborgar um að sorptunnugjöld fyrir blandaðan heimilisúrgang og matarleifar yrðu felld niður. Björn Guðmundsson, efnafræðingur, kvartaði til nefndarinnar eftir að hann fékk rukkun frá borginni fyrir sorptunnugjaldi en hann notar hvoruga tunnuna. 20. apríl 2024 17:05