Kjaftasögur koma á yfirborðið fyrir kosningar Jón Þór Stefánsson skrifar 21. apríl 2024 22:42 Sigmundur og Eva telja kjaftasögur geta verið mikilvæga breytu. Kjaftasögur – sannar eða lognar – geta haft áhrif á komandi kosningar og hafa reglulega komið á kreik í kringum forsetakosningar. Þetta var á meðal þess sem Eva H. Önnudóttir stjórnmálafræðiprófessor og Sigmundur Ernir Rúnarsson fjölmiðlamaður í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Að sögn Sigmundar hafa kjaftasögur gjarnan verið fylgifiskur endaspretts forsetakosninga. „Það að draga fram alls konar óþverra. Maður tekur eftir því að hann er þegar byrjaður að koma upp á yfirborðið,“ sagði hann. „Stærsta breytan á komandi vikum er hvort að einhver þessara sagna, illu heilli, muni hitta einhvern illa fyrir. Það getur gerst, og þá fer fylgið á hreyfingu.Því verðum að átta okkur á því að þessir fjórir fimm sem eru að ná flugi,“ sagði Sigmundur sem taldi upp Katrínu Jakobsdóttur, Baldur Þórhallsson, Jón Gnarr, Höllu Hrund Logadóttur og Höllu Tómasdóttur. „Þau eru svolítið að hræra í sama potti,“ sagði Sigmundur og útskýrði að þau sem hann taldi upp séu, upp til hópa, frjálslynt og upplýst menntafólk. Eva minntist á í þessu samhengi að forsetakosningar væru miklar persónukosningar, og það hefði áhrif varðandi kjaftasögur. „Það er eitt með kjaftasögurnar. Þegar þær fara í gang í kringum forsetakosningarnar þá eru þær svo persónulegar, af því að þetta eru svo miklar persónukosningar. Þá getur verið svo erfitt að svara fyrir sig,“ Þá sagði Eva kjaftasögur geta haft áhrif á fylgið, en það í báðar áttir. Mögulega þjappi þær fólki enn meira að bak við frambjóðanda. Óvenjulegt að Jón gagnrýni Katrínu Eva og Sigmundur ræddu um fleiri atriði forsetakosninganna í Sprengisandi. Þau tóku til að mynda fyrir gagnrýni Jóns Gnarr á hendur Katrínu Jakobsdóttur. Jón hefur fullyrt að sér þyki sérstakt að forsætisráðherra tilkynni um framboð. Hún telur að slík gagnrýni verði ekki áberandi í kosningabaráttunni. „Mig grunar að frambjóðendur muni fyrst og fremst fara í að tala um hvað þeir standa fyrir, og kannski minna í að gagnrýna aðra frambjóðendur. Mér fannst þetta óvanalegt útspil hjá Jóni Gnarr að gagnrýna mótframbjóðanda í forsetaframboði.“ „Ég held að þetta hafi ekki verið klókt hjá honum,“ sagði Sigmundur. Eva bætti við að frambjóðendur virðist yfirleitt græða lítið á því að ráðast á aðra. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Sprengisandur Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Sjá meira
Þetta var á meðal þess sem Eva H. Önnudóttir stjórnmálafræðiprófessor og Sigmundur Ernir Rúnarsson fjölmiðlamaður í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Að sögn Sigmundar hafa kjaftasögur gjarnan verið fylgifiskur endaspretts forsetakosninga. „Það að draga fram alls konar óþverra. Maður tekur eftir því að hann er þegar byrjaður að koma upp á yfirborðið,“ sagði hann. „Stærsta breytan á komandi vikum er hvort að einhver þessara sagna, illu heilli, muni hitta einhvern illa fyrir. Það getur gerst, og þá fer fylgið á hreyfingu.Því verðum að átta okkur á því að þessir fjórir fimm sem eru að ná flugi,“ sagði Sigmundur sem taldi upp Katrínu Jakobsdóttur, Baldur Þórhallsson, Jón Gnarr, Höllu Hrund Logadóttur og Höllu Tómasdóttur. „Þau eru svolítið að hræra í sama potti,“ sagði Sigmundur og útskýrði að þau sem hann taldi upp séu, upp til hópa, frjálslynt og upplýst menntafólk. Eva minntist á í þessu samhengi að forsetakosningar væru miklar persónukosningar, og það hefði áhrif varðandi kjaftasögur. „Það er eitt með kjaftasögurnar. Þegar þær fara í gang í kringum forsetakosningarnar þá eru þær svo persónulegar, af því að þetta eru svo miklar persónukosningar. Þá getur verið svo erfitt að svara fyrir sig,“ Þá sagði Eva kjaftasögur geta haft áhrif á fylgið, en það í báðar áttir. Mögulega þjappi þær fólki enn meira að bak við frambjóðanda. Óvenjulegt að Jón gagnrýni Katrínu Eva og Sigmundur ræddu um fleiri atriði forsetakosninganna í Sprengisandi. Þau tóku til að mynda fyrir gagnrýni Jóns Gnarr á hendur Katrínu Jakobsdóttur. Jón hefur fullyrt að sér þyki sérstakt að forsætisráðherra tilkynni um framboð. Hún telur að slík gagnrýni verði ekki áberandi í kosningabaráttunni. „Mig grunar að frambjóðendur muni fyrst og fremst fara í að tala um hvað þeir standa fyrir, og kannski minna í að gagnrýna aðra frambjóðendur. Mér fannst þetta óvanalegt útspil hjá Jóni Gnarr að gagnrýna mótframbjóðanda í forsetaframboði.“ „Ég held að þetta hafi ekki verið klókt hjá honum,“ sagði Sigmundur. Eva bætti við að frambjóðendur virðist yfirleitt græða lítið á því að ráðast á aðra.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Sprengisandur Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum