„Rosalega mikið af hæfileikaríkum leikmönnum í þessum hóp“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. apríl 2024 10:31 Jóhannes Karl Guðjónsson á hliðarlínunni með íslenska landsliðinu í undankeppni Evrópumótsins. Getty/ Alex Nicodim Jóhannes Karl Guðjónsson framlengdi samning sinn sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla í fótbolta í vikunni. Hann var orðaður við störf í Skandinavíu í vetur en er spenntari fyrir komandi verkefnum í Laugardalnum. Valur Páll Eiríksson hitti Jóhannes Karl og ræddi við hann um starfið, íslenska fótboltann og framlenginguna. „Ég er stoltur og þakklátur fyrir að fá þetta tækifæri að halda áfram með A-landslið karla. Spennandi tímar fram undan þannig að mér líst bara vel á þetta,“ sagði Jóhannes Karl. Faglegt og skemmtilegt umhverfi Jóhannes var í vetur orðaður við störf í Svíþjóð og segist vissulega hafa litið í kringum sig. Að halda áfram með landsliðinu hafi hins vegar verið besta lendingin. „Það var fyrst og fremst vegna þess að samningur minn var að renna út. Þá er eðlilegt að maður horfi aðeins í kringum sig. Ég hef voðalega gaman að vera að vinna hérna. Þetta er faglegt og skemmtilegt umhverfi og mikið af öflugu fólki sem vinnur hérna innan sambandsins. Ég er mjög spenntur fyrir framhaldinu,“ sagði Jóhannes. Jóhannes þjálfaði áður félagslið en hvað er öðruvísi að vera vinna í umhverfi íslenska landsliðsins. Horfir mikið á fótbolta „Þetta er mikið meiri tarnavinna og þú ert meira að leikgreina í lengri tíma heldur en að vera þjálfa dag frá degi. Það sem er skemmtilegast við þetta er að þú horfir á gríðarlega mikinn fótbolta og hefur tíma til að spá í hlutunum og velta þeim fyrir þér,“ sagði Jóhannes. Jóhannes er á því að hann hafi lært mikið á tíma sínum i Laugardalnum. Heppinn að vinna með Arnari og Åge „Ég hef verið heppinn að vera með þjálfurum eins og Arnari Viðarssyni og Åge Hareide sem eru miklir fagmenn. Ég hef lært gríðarlega mikið af þeim. Það hefur hjálpað mér að þróast sem þjálfari og það er það sem ég vill gera,“ sagði Jóhannes. „Mig langar að þróa sjálfan mig og verða betri í því sem ég er að gera. Það er bara skref fyrir skref,“ sagði Jóhannes. Það voru eðlilega mikil vonbrigði þegar íslenska landsliðið tapaði á móti Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM í sumar. Liðið hafi þó sýnt að það gæti hæglega komist á stóra sviðið á ný. „Þar sýndi liðið í hvað þeim býr. Það gefur góð fyrirheit um framhaldið. Það hafa allir séð að það er rosalega mikið af hæfileikaríkum leikmönnum í þessum hóp. Það sést augljóslega í þessum leikjum að þetta er lið og leikmenn sem vilja vinna saman og eru tilbúnir að leggja sig gríðarlega mikið fram. Það er það sem gerir framhaldið að minni hálfu mjög spennandi,“ sagði Jóhannes Karl. Það má horfa á viðtalið hér fyrir neðan. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Sjá meira
Valur Páll Eiríksson hitti Jóhannes Karl og ræddi við hann um starfið, íslenska fótboltann og framlenginguna. „Ég er stoltur og þakklátur fyrir að fá þetta tækifæri að halda áfram með A-landslið karla. Spennandi tímar fram undan þannig að mér líst bara vel á þetta,“ sagði Jóhannes Karl. Faglegt og skemmtilegt umhverfi Jóhannes var í vetur orðaður við störf í Svíþjóð og segist vissulega hafa litið í kringum sig. Að halda áfram með landsliðinu hafi hins vegar verið besta lendingin. „Það var fyrst og fremst vegna þess að samningur minn var að renna út. Þá er eðlilegt að maður horfi aðeins í kringum sig. Ég hef voðalega gaman að vera að vinna hérna. Þetta er faglegt og skemmtilegt umhverfi og mikið af öflugu fólki sem vinnur hérna innan sambandsins. Ég er mjög spenntur fyrir framhaldinu,“ sagði Jóhannes. Jóhannes þjálfaði áður félagslið en hvað er öðruvísi að vera vinna í umhverfi íslenska landsliðsins. Horfir mikið á fótbolta „Þetta er mikið meiri tarnavinna og þú ert meira að leikgreina í lengri tíma heldur en að vera þjálfa dag frá degi. Það sem er skemmtilegast við þetta er að þú horfir á gríðarlega mikinn fótbolta og hefur tíma til að spá í hlutunum og velta þeim fyrir þér,“ sagði Jóhannes. Jóhannes er á því að hann hafi lært mikið á tíma sínum i Laugardalnum. Heppinn að vinna með Arnari og Åge „Ég hef verið heppinn að vera með þjálfurum eins og Arnari Viðarssyni og Åge Hareide sem eru miklir fagmenn. Ég hef lært gríðarlega mikið af þeim. Það hefur hjálpað mér að þróast sem þjálfari og það er það sem ég vill gera,“ sagði Jóhannes. „Mig langar að þróa sjálfan mig og verða betri í því sem ég er að gera. Það er bara skref fyrir skref,“ sagði Jóhannes. Það voru eðlilega mikil vonbrigði þegar íslenska landsliðið tapaði á móti Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM í sumar. Liðið hafi þó sýnt að það gæti hæglega komist á stóra sviðið á ný. „Þar sýndi liðið í hvað þeim býr. Það gefur góð fyrirheit um framhaldið. Það hafa allir séð að það er rosalega mikið af hæfileikaríkum leikmönnum í þessum hóp. Það sést augljóslega í þessum leikjum að þetta er lið og leikmenn sem vilja vinna saman og eru tilbúnir að leggja sig gríðarlega mikið fram. Það er það sem gerir framhaldið að minni hálfu mjög spennandi,“ sagði Jóhannes Karl. Það má horfa á viðtalið hér fyrir neðan.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Sjá meira