Meðvirkni í garð Katrínar að tjá sig ekki um hana Jón Þór Stefánsson skrifar 20. apríl 2024 10:11 „Það er skoðun mín að hún sé of pólitísk fyrir þetta embætti og mér finnst þetta skrýtið að hún skuli vera að bjóða sig fram,“ segir Jón um Katrínu. Vísir/Vilhelm Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi sagðist ekki vilja tjá sig um Katrínu Jakobsdóttur, sem einnig gefur kost á sér til embættisins, þegar hún væri ekki viðstödd. Jón Gnarr, sem er líka að bjóða sig fram, segir smá meðvirkni í því að tjá sig ekki um aðra frambjóðendur þegar þeir gætu alveg verið á staðnum. Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísi í gær þar sem Jón, Baldur og Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðendur ræddu komandi kosningar. Þess má geta að Katrínu var boðið að taka þátt í þættinum, en hún afþakkaði vegna fyrri skuldbindinga. „Það er skoðun mín að hún sé of pólitísk fyrir þetta embætti og mér finnst þetta skrýtið að hún skuli vera að bjóða sig fram, að hún skuli ganga úr embætti forsætisráðherra og fara í þetta. Mér finnst það bara skrýtið. Ég er ekki að reyna að vera leiðinlegur, mér finnst þetta bara einlæglega,“ sagði Jón Gnarr. Baldur tjáði sig um framboð Katrínar áður en hún gaf opinberlega kost á sér. Þá sagði hann að færi hún fram myndi það annað hvort fela í sér stjórnarkreppu, eða að hún sæti beggja vegna borðsins við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Sjá nánar: Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Í Pallborðinu í gær sagðist hann þó ekki vilja tjá sig um annan frambjóðanda sem væri ekki á staðnum. „Ég verð að viðurkenna það að mér finnst erfitt að ræða þetta hér þegar mótframbjóðandinn er ekki á staðnum. Það er svolítið erfitt að gera það,“ sagði Baldur og bætti við að sér þætti betra að forsetaefnin þrjú sem voru mætt í Pallborðið myndu ræða sína sýn á embættið. „Og bíða síðan með það að eiga samtalið.“ Þá sagði Baldur að það væru kjósendur sem myndu meta það fyrst júní hvort Katrín Jakobsdóttir gæti sinnt eftirlitshlutverki forseta með núverandi ríkisstjórn. „Það er stutt í meðvirkni oft í umræðu,“ sagði Jón. „Það er þunn lína á milli meðaumkunar og kærleika. Það að geta ekki tjáð sig um einhvern frambjóðenda sem er ekki á staðnum, þar sem frambjóðandinn gæti alveg verið á staðnum, finnst mér bera vott um smá meðvirkni. Mér finnst ég alveg hafa leyfi til að tjá mína skoðun. Ég er ekki sammála því að ég eigi að sýna fólki sem er ekki á svæðinu einhverja tillitssemi.“ Halla Hrund sagði að sér þætti mikilvægt að embætti forseta Íslands væri ekki flokkspólitískt. „Af því að þetta er svo mikilvægt embætti til að draga saman ólíka þræði. Þá er maður að horfa þvert á pólitík, en líka þvert á samfélagshópa.“ En miðað við það skilyrði getur Katrín verið forseti að þínu viti? „Það sem skiptir mestu máli er að hver leiði sína sýn, og síðan er það kjósenda að dæma í raun og veru hvernig fólk horfir.“ Hægt er að sjá Pallborðið í heild sinni í spilaranum að neðan . Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Pallborðið Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Sjá meira
Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísi í gær þar sem Jón, Baldur og Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðendur ræddu komandi kosningar. Þess má geta að Katrínu var boðið að taka þátt í þættinum, en hún afþakkaði vegna fyrri skuldbindinga. „Það er skoðun mín að hún sé of pólitísk fyrir þetta embætti og mér finnst þetta skrýtið að hún skuli vera að bjóða sig fram, að hún skuli ganga úr embætti forsætisráðherra og fara í þetta. Mér finnst það bara skrýtið. Ég er ekki að reyna að vera leiðinlegur, mér finnst þetta bara einlæglega,“ sagði Jón Gnarr. Baldur tjáði sig um framboð Katrínar áður en hún gaf opinberlega kost á sér. Þá sagði hann að færi hún fram myndi það annað hvort fela í sér stjórnarkreppu, eða að hún sæti beggja vegna borðsins við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Sjá nánar: Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Í Pallborðinu í gær sagðist hann þó ekki vilja tjá sig um annan frambjóðanda sem væri ekki á staðnum. „Ég verð að viðurkenna það að mér finnst erfitt að ræða þetta hér þegar mótframbjóðandinn er ekki á staðnum. Það er svolítið erfitt að gera það,“ sagði Baldur og bætti við að sér þætti betra að forsetaefnin þrjú sem voru mætt í Pallborðið myndu ræða sína sýn á embættið. „Og bíða síðan með það að eiga samtalið.“ Þá sagði Baldur að það væru kjósendur sem myndu meta það fyrst júní hvort Katrín Jakobsdóttir gæti sinnt eftirlitshlutverki forseta með núverandi ríkisstjórn. „Það er stutt í meðvirkni oft í umræðu,“ sagði Jón. „Það er þunn lína á milli meðaumkunar og kærleika. Það að geta ekki tjáð sig um einhvern frambjóðenda sem er ekki á staðnum, þar sem frambjóðandinn gæti alveg verið á staðnum, finnst mér bera vott um smá meðvirkni. Mér finnst ég alveg hafa leyfi til að tjá mína skoðun. Ég er ekki sammála því að ég eigi að sýna fólki sem er ekki á svæðinu einhverja tillitssemi.“ Halla Hrund sagði að sér þætti mikilvægt að embætti forseta Íslands væri ekki flokkspólitískt. „Af því að þetta er svo mikilvægt embætti til að draga saman ólíka þræði. Þá er maður að horfa þvert á pólitík, en líka þvert á samfélagshópa.“ En miðað við það skilyrði getur Katrín verið forseti að þínu viti? „Það sem skiptir mestu máli er að hver leiði sína sýn, og síðan er það kjósenda að dæma í raun og veru hvernig fólk horfir.“ Hægt er að sjá Pallborðið í heild sinni í spilaranum að neðan .
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Pallborðið Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Sjá meira