„Ólýsanleg stund“ fyrir Elínu Láru sem hljóp við hlið Ólympíueldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2024 09:00 Elín Lára Reynisdóttir í hópnum sem hljóp saman með Ólympíueldinn. Elín Lára Ísland átti fulltrúa þegar hlaupið var af stað með Ólympíueldinn í Ólympíu í Grikklandi í vikunni. Elín Lára Reynisdóttir segir þessa stund hafa gefið sér mikið. Það styttist óðum í Ólympíuleikana í París sem fara fram í júlí og ágúst í sumar og eins og vanalega er byrjað að hlaupa með Ólympíueldinn um það bil hundrað dögum fyrir setningarhátíðina. Elín Lára Reynisdóttir, lengst til hægri, með nokkrum samnemendum sínum sem koma víðs vegar að úr heiminum.Elín Lára Fyrstu Ólympíuleikarnir fóru fram í Aþenu í Grikklandi 1896 og í minningu uppruna nútíma Ólympíuleika er eldurinn er tendraður í bænum Ólympíu í Grikklandi. Einungis má tendra eldinn með geislum sólar. Ný útgáfa af kyndli er gerð fyrir hverja Ólympíuleika og hver kyndilberi heldur á sínum kyndli, sem hann notar til að tendra kyndilinn hjá þeim hlaupara er tekur við, loginn má aldrei slökkna. Það er síðan hlaupið með eldinn út um allan heim og alla leið til gestgjafaborgar Ólympíuleikanna sem að þessu sinni er París. Ísland átti eins og áður sagði fulltrúa þegar byrjað var að hlaupa með Ólympíueldinn í Grikklandi. Hún heitir Elín Lára Reynisdóttir og er meistaranámi hjá Ólympíuakademíunni á fullum styrk frá Ólympíusambandinu. Elín var reyndar ekki opinber kyndilberi heldur hljóp hún með skólastjóra sínum sem er Kostas Georgiadis. Hefur tekið þátt mörgum sinnum „Skólastjórinn okkar, Kostas Georgiadis, var valinn til þess að hlaupa en hann hefur tekið þátt í hlaupinu mörgum sinnum. Kostas bauð okkur meistaranemunum og kennaranum, sem hefur verið með okkur þessa vikuna, að hlaupa með honum,“ sagði Elín Lára. Elín Lára er í meistaranámi hjá Ólympíuakademíunni í Grikklandi.Elín Lára „Við hlupum því alls fimmtán manns saman í Zacharo og skiptumst við á að hlaupa samhliða Ólympíueldinum. Við hlupum ekki langt, kannski tvö hundruð metra, en á þessum tímapunkti í hlaupinu er skipt um hlaupara með mjög stuttu millibili,“ sagði Elín. Í náminu með henni eru fólk frá ellefu löndum eða Barein, Grikklandi, Hvíta-Rússlandi, Indlandi, Íran, Jórdaníu, Kína, Lúxemborg , Mexíkó, Portúgal og Tælandi. „Við vissum frá upphafi námsins að við yrðum hér í Ólympíu þegar að eldurinn yrði kveiktur en vissum ekki að við fengjum að hlaupa með nema með nokkurra daga fyrirvara,“ sagði Elín. Hún segir að upplifun hafi verið mikil fyrir sig enda á kafi í námi tengdu Ólympíuleikunum. Fögnuðu eins og við hefðum verið að sigra heiminn „Ég held að ekkert okkar hafi gert sér grein fyrir því hvað þetta yrði mögnuð tilfinning og svo helltust tilfinningarnar yfir okkur eftir að við afhentum eldinn til næsta hlaupara. Á síðustu metrunum hljóp stór hópur af unglingum út á götuna með okkur og fögnuðu þessu eins og við hefðum verið að sigra heiminn,“ sagði Elín. „Þetta hljómar kannski ómerkilegt fyrir sumum en fyrir okkur sem lifum og hrærumst í þessum Ólympíuheimi var þetta ólýsanleg stund þar sem við fengum bókstaflega að vera hluti af sögunni sem við lærum um á hverjum degi. Að fá að deila þessu með bekkjarfélögunum og hundruðum Grikkja sem flykkjast út á göturnar til þess að heiðra eigin sögu er minning sem ég mun aldrei gleyma,“ sagði Elín. Ólympíuleikar 2024 í París Grikkland Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Í beinni: Valur - KR | Tekst KR að auka þjáningar meistaranna? Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Í beinni: Grikkland - England | Ensku ljónin eiga harma að hefna Í beinni: Írland - Finnland | Írar stefna á annan sigur gegn Finnum Í beinni: Álftanes - Grindavík | Ná heimamenn fjórum í röð? Í beinni: Keflavík - Haukar | Lítil hindrun úr Hafnarfirði Í beinni: Stjarnan - Höttur | Nær Stjarnan toppsætinu á ný? Í beinni: Valur - KR | Tekst KR að auka þjáningar meistaranna? Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Sjá meira
Það styttist óðum í Ólympíuleikana í París sem fara fram í júlí og ágúst í sumar og eins og vanalega er byrjað að hlaupa með Ólympíueldinn um það bil hundrað dögum fyrir setningarhátíðina. Elín Lára Reynisdóttir, lengst til hægri, með nokkrum samnemendum sínum sem koma víðs vegar að úr heiminum.Elín Lára Fyrstu Ólympíuleikarnir fóru fram í Aþenu í Grikklandi 1896 og í minningu uppruna nútíma Ólympíuleika er eldurinn er tendraður í bænum Ólympíu í Grikklandi. Einungis má tendra eldinn með geislum sólar. Ný útgáfa af kyndli er gerð fyrir hverja Ólympíuleika og hver kyndilberi heldur á sínum kyndli, sem hann notar til að tendra kyndilinn hjá þeim hlaupara er tekur við, loginn má aldrei slökkna. Það er síðan hlaupið með eldinn út um allan heim og alla leið til gestgjafaborgar Ólympíuleikanna sem að þessu sinni er París. Ísland átti eins og áður sagði fulltrúa þegar byrjað var að hlaupa með Ólympíueldinn í Grikklandi. Hún heitir Elín Lára Reynisdóttir og er meistaranámi hjá Ólympíuakademíunni á fullum styrk frá Ólympíusambandinu. Elín var reyndar ekki opinber kyndilberi heldur hljóp hún með skólastjóra sínum sem er Kostas Georgiadis. Hefur tekið þátt mörgum sinnum „Skólastjórinn okkar, Kostas Georgiadis, var valinn til þess að hlaupa en hann hefur tekið þátt í hlaupinu mörgum sinnum. Kostas bauð okkur meistaranemunum og kennaranum, sem hefur verið með okkur þessa vikuna, að hlaupa með honum,“ sagði Elín Lára. Elín Lára er í meistaranámi hjá Ólympíuakademíunni í Grikklandi.Elín Lára „Við hlupum því alls fimmtán manns saman í Zacharo og skiptumst við á að hlaupa samhliða Ólympíueldinum. Við hlupum ekki langt, kannski tvö hundruð metra, en á þessum tímapunkti í hlaupinu er skipt um hlaupara með mjög stuttu millibili,“ sagði Elín. Í náminu með henni eru fólk frá ellefu löndum eða Barein, Grikklandi, Hvíta-Rússlandi, Indlandi, Íran, Jórdaníu, Kína, Lúxemborg , Mexíkó, Portúgal og Tælandi. „Við vissum frá upphafi námsins að við yrðum hér í Ólympíu þegar að eldurinn yrði kveiktur en vissum ekki að við fengjum að hlaupa með nema með nokkurra daga fyrirvara,“ sagði Elín. Hún segir að upplifun hafi verið mikil fyrir sig enda á kafi í námi tengdu Ólympíuleikunum. Fögnuðu eins og við hefðum verið að sigra heiminn „Ég held að ekkert okkar hafi gert sér grein fyrir því hvað þetta yrði mögnuð tilfinning og svo helltust tilfinningarnar yfir okkur eftir að við afhentum eldinn til næsta hlaupara. Á síðustu metrunum hljóp stór hópur af unglingum út á götuna með okkur og fögnuðu þessu eins og við hefðum verið að sigra heiminn,“ sagði Elín. „Þetta hljómar kannski ómerkilegt fyrir sumum en fyrir okkur sem lifum og hrærumst í þessum Ólympíuheimi var þetta ólýsanleg stund þar sem við fengum bókstaflega að vera hluti af sögunni sem við lærum um á hverjum degi. Að fá að deila þessu með bekkjarfélögunum og hundruðum Grikkja sem flykkjast út á göturnar til þess að heiðra eigin sögu er minning sem ég mun aldrei gleyma,“ sagði Elín.
Ólympíuleikar 2024 í París Grikkland Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Í beinni: Valur - KR | Tekst KR að auka þjáningar meistaranna? Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Í beinni: Grikkland - England | Ensku ljónin eiga harma að hefna Í beinni: Írland - Finnland | Írar stefna á annan sigur gegn Finnum Í beinni: Álftanes - Grindavík | Ná heimamenn fjórum í röð? Í beinni: Keflavík - Haukar | Lítil hindrun úr Hafnarfirði Í beinni: Stjarnan - Höttur | Nær Stjarnan toppsætinu á ný? Í beinni: Valur - KR | Tekst KR að auka þjáningar meistaranna? Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Sjá meira