Arteta segir að sigur á Bayern myndi breyta Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2024 15:01 Mikel Arteta er sannfærður um að Arsenal gæti breytt miklu fyrir félagið með því að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar. AP/Matthias Schrader Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar í kvöld myndi breyta öllu fyrir félagið. Arsenal mætir Bayern München í Þýskalandi í kvöld í seinni leik þeirra í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en liðin gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leiknum. Arsenal hefur aldrei unnið Meistaradeildina og þetta tímabil er það fyrsta hjá félaginu í Meistaradeildinni í sjö ár. Arteta var spurður á því á blaðamannafundi hvort að sigur á Bayern í kvöld myndi fara með Arsenal upp á annað stig. Beating Bayern would be transformative for Arsenal - Arteta https://t.co/THKhuPAqKB— ESPN (@espnvipweb) April 17, 2024 „Algerlega. Það yrði ótrúlegt. Ef okkur tekst það á morgun (í kvöld) og komumst í undanúrslitin þá værum við búnir að afreka það sem félaginu hefur ekki tekist í fimmtán ár,“ sagði Mikel Arteta. Hann er á því að slík úrslit myndu breyta öllu fyrir Arsenal. Arteta segir að tapið á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni um helgina myndi ekki skipta neinu máli í leiknum í kvöld. „Sá leikur mun ekki hafa nein áhrif á það hvernig þessi leikur fer. Menn þurfa að ná aftur upp einbeitingu, efla sjálfstraustið, traustið og átta sig á því að hvað við þurfum að gera til að komast áfram,“ sagði Arteta. „Ég vil að mínir menn hugsi fyrst og fremst að vera þeir sjálfir. Stundum viltu gera eitthvað en mótherjinn leyfir það ekki. Við erum með það á hreinu hvernig við viljum spila í þessum leik og hvar bestu möguleikarnir á sigri liggja,“ sagði Arteta. „Það er fullt af hlutum sem við getum gert til að skrifa söguna öðruvísi á morgun (í kvöld). Við vitum það og við þurfum mjög góða frammistöðu sem lið og sem einstaklingar til að komast í undanúrslitin,“ sagði Arteta. Leikur Bayern München og Arsenal hefst klukkan 19.00 og verður hann sýndur beint á Vodafone Sport. Leikur Manchester City og Real Madrid verður sýndur á Stöð 2 Sport 2 en upphitun fyrir leiki dagsins hefst á sömu stöð klukkan 18.35. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Sjá meira
Arsenal mætir Bayern München í Þýskalandi í kvöld í seinni leik þeirra í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en liðin gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leiknum. Arsenal hefur aldrei unnið Meistaradeildina og þetta tímabil er það fyrsta hjá félaginu í Meistaradeildinni í sjö ár. Arteta var spurður á því á blaðamannafundi hvort að sigur á Bayern í kvöld myndi fara með Arsenal upp á annað stig. Beating Bayern would be transformative for Arsenal - Arteta https://t.co/THKhuPAqKB— ESPN (@espnvipweb) April 17, 2024 „Algerlega. Það yrði ótrúlegt. Ef okkur tekst það á morgun (í kvöld) og komumst í undanúrslitin þá værum við búnir að afreka það sem félaginu hefur ekki tekist í fimmtán ár,“ sagði Mikel Arteta. Hann er á því að slík úrslit myndu breyta öllu fyrir Arsenal. Arteta segir að tapið á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni um helgina myndi ekki skipta neinu máli í leiknum í kvöld. „Sá leikur mun ekki hafa nein áhrif á það hvernig þessi leikur fer. Menn þurfa að ná aftur upp einbeitingu, efla sjálfstraustið, traustið og átta sig á því að hvað við þurfum að gera til að komast áfram,“ sagði Arteta. „Ég vil að mínir menn hugsi fyrst og fremst að vera þeir sjálfir. Stundum viltu gera eitthvað en mótherjinn leyfir það ekki. Við erum með það á hreinu hvernig við viljum spila í þessum leik og hvar bestu möguleikarnir á sigri liggja,“ sagði Arteta. „Það er fullt af hlutum sem við getum gert til að skrifa söguna öðruvísi á morgun (í kvöld). Við vitum það og við þurfum mjög góða frammistöðu sem lið og sem einstaklingar til að komast í undanúrslitin,“ sagði Arteta. Leikur Bayern München og Arsenal hefst klukkan 19.00 og verður hann sýndur beint á Vodafone Sport. Leikur Manchester City og Real Madrid verður sýndur á Stöð 2 Sport 2 en upphitun fyrir leiki dagsins hefst á sömu stöð klukkan 18.35.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Sjá meira