Xavi: Dómarinn var lélegur og eyðilagði einvígið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2024 14:01 Xavi Hernandez endaði leikinn upp í heiðursstúku eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið frá dómara leiksins. Getty/Pedro Salado Xavi Hernández var snælduvitlaus út í dómara leiksins eftir að Barcelona-liðið hans var slegið út úr Meistaradeildinni í gærkvöldi. Barcelona var á heimavelli, vann fyrri leikinn og komst yfir í gær en það dugði ekki til. PSG nýtti sér vel að vera ellefu á móti tíu og vann leikinn á endanum 4-1. Rúmenski dómarinn Istvan Kovacs gaf Ronald Araújo rautt spjald á 29. mínútu og Xavi fékk síðar rautt spjald fyrir að missa sig á hliðarlínunni. Xavi: It s a pity, our Champions League is over due to referee s mistake . I just told the referee that he s been a disaster. It s the reality . pic.twitter.com/BhzKc0UMAu— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 16, 2024 „Við erum mjög gramir. Rauða spjaldið réði úrslitum. Við vorum vel skipulagðir ellefu á móti ellefu. Rauða spjaldið breytti öllu og að mínu mati þá er það allt of harður dómur að reka Araújo út af þarna,“ sagði Xavi. „Það er synd að Meistaradeildardraumur okkar sé á enda út af dómaranum. Dómarinn var mjög lélegur. Ég sagði honum að hann væri stórslys. Hann eyðilagði einvígið. Ég er ekki hrifinn af því að tala um dómara en það verður bata að segja þetta. Ég skil þetta ekki,“ sagði Xavi. ESPN segir frá. „Það er ekki gott að enda með tíu leikmenn og eftir það varð þetta allt annar leikur. Við getum talað og talað um leikinn en þetta snýst allt um þetta rauða spjald. Það er til einkis að tala um leikinn því dómarinn eyðilagði hann,“ sagði Xavi. Xavi viðurkennir þó að hafa gert mistök þegar hann fékk rauða spjaldið fyrir að sparka í auglýsingaskilti fyrir framan fjórða dómarann. „Það voru mistök hjá mér og mér að kenna,“ sagði Xavi. Xavi: It s pointless to discuss about the game the referee destroyed it all . We can t stay silent. He changed the game and the entire tie. It was a disaster . pic.twitter.com/S5jhWtbjLB— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 16, 2024 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Sjá meira
Barcelona var á heimavelli, vann fyrri leikinn og komst yfir í gær en það dugði ekki til. PSG nýtti sér vel að vera ellefu á móti tíu og vann leikinn á endanum 4-1. Rúmenski dómarinn Istvan Kovacs gaf Ronald Araújo rautt spjald á 29. mínútu og Xavi fékk síðar rautt spjald fyrir að missa sig á hliðarlínunni. Xavi: It s a pity, our Champions League is over due to referee s mistake . I just told the referee that he s been a disaster. It s the reality . pic.twitter.com/BhzKc0UMAu— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 16, 2024 „Við erum mjög gramir. Rauða spjaldið réði úrslitum. Við vorum vel skipulagðir ellefu á móti ellefu. Rauða spjaldið breytti öllu og að mínu mati þá er það allt of harður dómur að reka Araújo út af þarna,“ sagði Xavi. „Það er synd að Meistaradeildardraumur okkar sé á enda út af dómaranum. Dómarinn var mjög lélegur. Ég sagði honum að hann væri stórslys. Hann eyðilagði einvígið. Ég er ekki hrifinn af því að tala um dómara en það verður bata að segja þetta. Ég skil þetta ekki,“ sagði Xavi. ESPN segir frá. „Það er ekki gott að enda með tíu leikmenn og eftir það varð þetta allt annar leikur. Við getum talað og talað um leikinn en þetta snýst allt um þetta rauða spjald. Það er til einkis að tala um leikinn því dómarinn eyðilagði hann,“ sagði Xavi. Xavi viðurkennir þó að hafa gert mistök þegar hann fékk rauða spjaldið fyrir að sparka í auglýsingaskilti fyrir framan fjórða dómarann. „Það voru mistök hjá mér og mér að kenna,“ sagði Xavi. Xavi: It s pointless to discuss about the game the referee destroyed it all . We can t stay silent. He changed the game and the entire tie. It was a disaster . pic.twitter.com/S5jhWtbjLB— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 16, 2024
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Sjá meira