Plötusnúðurinn Guðný Björk byrjaði kvöldið og plötusnúðatvíeykið Glókollur, þær Glódís og Kolbrún Birna, tóku svo við fram eftir nóttu. Súkkulaðistrákurinn Patrik tróð upp og tók meðal annars smellinn sinn Gugguvaktin og Margrét Erla Maack lék burlesque listir sínar.
Ljósmyndarinn Róbert Arnar náði að fanga stemninguna. Hér má sjá vel valdar myndir frá kvöldinu:



































