Okkar kona í skrítinni stöðu vegna Ólympíuleikanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2024 08:41 Eygló́ Fanndal Sturludóttir er búin að margbæta Norðurlandametin í baráttu sinni fyrir farseðli á Ólympíuleikanna í París. @eyglo_fanndal Ólympíudraumar Eyglóar Fanndal Sturludóttur rættust ekki alveg á dögunum en þeir lifa samt hjá læknanemanum sem er staðráðin að verða fyrsta íslenska lyftingakonan til að keppa á Ólympíuleikunum. Eygló Fanndal sló tvö Norðurlandamet og bætti persónulega metið sitt um fimm kíló á lokaúrtökumótinu fyrir Ólympíuleikanna. Hún þurfti engu að síður að sætta sig við það að rétt missa af farseðli á Ólympíuleikana í París. Smá von lifir enn hjá íslensku lyftingakonunni því það er ekki búið að læsa bakdyrunum á leikana. Eygló fer yfir stöðuna í pistli á samfélagsmiðlum en nú þarf hún að bíða og vona. „Ég hélt ég myndi hafa mikið að segja um þessa keppni en ég hef það í raun ekki. Það var ekkert sem klikkaði. Ég var vel undirbúin og andlega var ég á góðum dag á meðan keppninni stóð. Ég gaf allt mitt en þetta gekk bara ekki upp fyrir mig,“ skrifaði Eygló. „Þar sem ég kem til greina fyrir eitt af útbreiðslusætunum á leikana þá er ég í skrítinni stöðu þar sem ég þarf að bíða og sjá til hvernig þetta endar. „Ég ætla leyfa mér að vera áfram vongóð og jákvæð en um leið að stilla öllum væntingum mínum í hóf svo að vonbrigðin verði ekki of mikil verði ekki af þessu. Þetta úrtökuferli hefur verið mjög krefjandi en ég er um leið mjög þakklát fyrir að hafa fengið þessa reynslu og þakklát fyrir allan stuðninginn sem ég hef fengið á þessum tíma,“ skrifaði lyftingakonan. „Þegar markmiðið þitt er eins stórt og að komast á Ólympíuleikana þá verður allt annað lítið í samanburði. Að ganga í burtu með fimm kílóa bætingu á heildarkílóafjöldanum, tvö Norðurlandamet og ný Íslandsmet ættu að vera vitnisburður um frábæran dag en að ein sem ég hugsaði um var að ég var svo nálægt því að komast inn á Ólympíuleikana. „Með því að skoða hversu langt ég er komin og allar framfarir mínar á stuttum tíma í þessu sporti þá get ég ekki annað en verið stolt af sjálfri mér og spennt fyrir framtíðinni. Ég ætla að halda áfram að æfa og sjá hversu langt ég kemst. Nú tekur við bið og óvissa um hvernig þetta endar. Ef þetta þá að gerast þá gerist það,“ skrifaði Eygló að lokum. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) Lyftingar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Fleiri fréttir Skuggi yfir fyrsta heimaleik San Diego Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Sjá meira
Eygló Fanndal sló tvö Norðurlandamet og bætti persónulega metið sitt um fimm kíló á lokaúrtökumótinu fyrir Ólympíuleikanna. Hún þurfti engu að síður að sætta sig við það að rétt missa af farseðli á Ólympíuleikana í París. Smá von lifir enn hjá íslensku lyftingakonunni því það er ekki búið að læsa bakdyrunum á leikana. Eygló fer yfir stöðuna í pistli á samfélagsmiðlum en nú þarf hún að bíða og vona. „Ég hélt ég myndi hafa mikið að segja um þessa keppni en ég hef það í raun ekki. Það var ekkert sem klikkaði. Ég var vel undirbúin og andlega var ég á góðum dag á meðan keppninni stóð. Ég gaf allt mitt en þetta gekk bara ekki upp fyrir mig,“ skrifaði Eygló. „Þar sem ég kem til greina fyrir eitt af útbreiðslusætunum á leikana þá er ég í skrítinni stöðu þar sem ég þarf að bíða og sjá til hvernig þetta endar. „Ég ætla leyfa mér að vera áfram vongóð og jákvæð en um leið að stilla öllum væntingum mínum í hóf svo að vonbrigðin verði ekki of mikil verði ekki af þessu. Þetta úrtökuferli hefur verið mjög krefjandi en ég er um leið mjög þakklát fyrir að hafa fengið þessa reynslu og þakklát fyrir allan stuðninginn sem ég hef fengið á þessum tíma,“ skrifaði lyftingakonan. „Þegar markmiðið þitt er eins stórt og að komast á Ólympíuleikana þá verður allt annað lítið í samanburði. Að ganga í burtu með fimm kílóa bætingu á heildarkílóafjöldanum, tvö Norðurlandamet og ný Íslandsmet ættu að vera vitnisburður um frábæran dag en að ein sem ég hugsaði um var að ég var svo nálægt því að komast inn á Ólympíuleikana. „Með því að skoða hversu langt ég er komin og allar framfarir mínar á stuttum tíma í þessu sporti þá get ég ekki annað en verið stolt af sjálfri mér og spennt fyrir framtíðinni. Ég ætla að halda áfram að æfa og sjá hversu langt ég kemst. Nú tekur við bið og óvissa um hvernig þetta endar. Ef þetta þá að gerast þá gerist það,“ skrifaði Eygló að lokum. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal)
Lyftingar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Fleiri fréttir Skuggi yfir fyrsta heimaleik San Diego Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Sjá meira