Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 4. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með tveimur leikjum sunnudaginn 21. apríl. Íþróttadeild spáir FH 4. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið fari upp um tvö sæti frá því í fyrra. Fæstir gerðu miklar væntingar til FH-inga sem nýliða í Bestu deildinni í fyrra. En liðið kom skemmtilega á óvart og eftir átján umferðir var það með jafn mörg stig og Þróttur í 5. sæti deildarinnar. FH-ingar misstu móðinn í úrslitakeppninni og unnu ekki leik þar en enduðu samt í 6. sæti sem þótti fyrirtaks árangur. grafík/bjarki Nú þarf FH að taka næsta skref; forðast að sogast ofan í annars tímabils kviksyndið og byggja ofan á árangur síðasta tímabils. Og það vantar ekki metnaðinn í Kaplakrika, allavega miðað við leikmennina sem liðið hefur fengið í vetur. Arna Eiríksdóttir, sem lék með FH á láni í fyrra, skipti alfarið yfir í Fimleikafélagið frá Val, Hanna Kallmaier og Ída Marín Hermannsdóttir komu frá sama liði, Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir úr atvinnumennsku, Bryndís Halla Gunnarsdóttir frá Breiðabliki og Breukelen Woodward úr Fram. grafík/bjarki Þetta er mikill liðsstyrkur. Arna, Andrea og Ída hafa leikið landsleiki, Hanna er afar traustur miðjumaður, Bryndís Halla mikið efni og Breukelen skoraði níu mörk í Lengjudeildinni í fyrra. Af þeim leikmönnum sem eru farnir frá FH munar mestu um Shainu Ashouri sem fór í Víking og fyrirliðann Sunnevu Hrönn Sigurvinsdóttur. En FH-ingar koma klárlega út í plús á félagaskiptamarkaðnum. View this post on Instagram A post shared by Fimleikafélag Hafnarfjarðar (@fhingar) Það gæti þó tekið FH-liðið einhvern tíma til að slípa sig saman eftir breytingarnar. Arna, Andrea og Ída spiluðu til að mynda ekkert í Lengjubikarnum. En ef þær komast fljótt inn í hlutina hjá Fimleikafélaginu ætti það að geta átt gott sumar. Lykilmenn Arna Eiríksdóttir, 21 árs varnarmaður Ída Marín Hermannsdóttir, 21 árs miðjumaður Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir, 21 árs framherji Fylgist með Selma Sól Sigurjónsdóttir skoraði tólf mörk fyrir ÍH í 2. deildinni í fyrra eftir að hafa leikið með FH sumarið 2022. Hún er nú komin aftur til Fimleikafélagsins og spilaði alla leiki liðsins í Lengjubikarnum og skoraði þrjú mörk. Sólin hennar Selmu gæti skinið skært í sumar. Í besta/versta falli Ef allt gengur samkvæmt óskum gæti FH híft sig upp í 3. sætið en ef allt fer í steik fer liðið varla neðar en í 6. sæti, sama sæti og það endaði í á síðasta tímabili. Besta deild kvenna FH Tengdar fréttir Besta-spáin 2024: Brakar í heila prófessorsins Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Þrótti 5. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 19. apríl 2024 12:01 Besta-spáin 2024: Nálgast núllpunktinn á ný Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 19. apríl 2024 10:01 Besta-spáin 2024: Svífa áfram á bleika skýinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 7. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 18. apríl 2024 12:01 Besta-spáin 2024: Ekkert Murr Murr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Tindastóli 8. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 18. apríl 2024 10:00 Besta-spáin 2024: Ætla að gera falldrauginn afturreka úr Árbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 17. apríl 2024 12:01 Besta-spáin 2024: Blóðtakan of mikil Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 17. apríl 2024 10:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með tveimur leikjum sunnudaginn 21. apríl. Íþróttadeild spáir FH 4. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið fari upp um tvö sæti frá því í fyrra. Fæstir gerðu miklar væntingar til FH-inga sem nýliða í Bestu deildinni í fyrra. En liðið kom skemmtilega á óvart og eftir átján umferðir var það með jafn mörg stig og Þróttur í 5. sæti deildarinnar. FH-ingar misstu móðinn í úrslitakeppninni og unnu ekki leik þar en enduðu samt í 6. sæti sem þótti fyrirtaks árangur. grafík/bjarki Nú þarf FH að taka næsta skref; forðast að sogast ofan í annars tímabils kviksyndið og byggja ofan á árangur síðasta tímabils. Og það vantar ekki metnaðinn í Kaplakrika, allavega miðað við leikmennina sem liðið hefur fengið í vetur. Arna Eiríksdóttir, sem lék með FH á láni í fyrra, skipti alfarið yfir í Fimleikafélagið frá Val, Hanna Kallmaier og Ída Marín Hermannsdóttir komu frá sama liði, Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir úr atvinnumennsku, Bryndís Halla Gunnarsdóttir frá Breiðabliki og Breukelen Woodward úr Fram. grafík/bjarki Þetta er mikill liðsstyrkur. Arna, Andrea og Ída hafa leikið landsleiki, Hanna er afar traustur miðjumaður, Bryndís Halla mikið efni og Breukelen skoraði níu mörk í Lengjudeildinni í fyrra. Af þeim leikmönnum sem eru farnir frá FH munar mestu um Shainu Ashouri sem fór í Víking og fyrirliðann Sunnevu Hrönn Sigurvinsdóttur. En FH-ingar koma klárlega út í plús á félagaskiptamarkaðnum. View this post on Instagram A post shared by Fimleikafélag Hafnarfjarðar (@fhingar) Það gæti þó tekið FH-liðið einhvern tíma til að slípa sig saman eftir breytingarnar. Arna, Andrea og Ída spiluðu til að mynda ekkert í Lengjubikarnum. En ef þær komast fljótt inn í hlutina hjá Fimleikafélaginu ætti það að geta átt gott sumar. Lykilmenn Arna Eiríksdóttir, 21 árs varnarmaður Ída Marín Hermannsdóttir, 21 árs miðjumaður Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir, 21 árs framherji Fylgist með Selma Sól Sigurjónsdóttir skoraði tólf mörk fyrir ÍH í 2. deildinni í fyrra eftir að hafa leikið með FH sumarið 2022. Hún er nú komin aftur til Fimleikafélagsins og spilaði alla leiki liðsins í Lengjubikarnum og skoraði þrjú mörk. Sólin hennar Selmu gæti skinið skært í sumar. Í besta/versta falli Ef allt gengur samkvæmt óskum gæti FH híft sig upp í 3. sætið en ef allt fer í steik fer liðið varla neðar en í 6. sæti, sama sæti og það endaði í á síðasta tímabili.
Arna Eiríksdóttir, 21 árs varnarmaður Ída Marín Hermannsdóttir, 21 árs miðjumaður Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir, 21 árs framherji
Besta-spáin 2024: Brakar í heila prófessorsins Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Þrótti 5. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 19. apríl 2024 12:01
Besta-spáin 2024: Nálgast núllpunktinn á ný Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 19. apríl 2024 10:01
Besta-spáin 2024: Svífa áfram á bleika skýinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 7. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 18. apríl 2024 12:01
Besta-spáin 2024: Ekkert Murr Murr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Tindastóli 8. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 18. apríl 2024 10:00
Besta-spáin 2024: Ætla að gera falldrauginn afturreka úr Árbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 17. apríl 2024 12:01
Besta-spáin 2024: Blóðtakan of mikil Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 17. apríl 2024 10:00