Bætti fimm ára Íslandsmet og var sendur í lyfjapróf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2024 08:31 Anton Sveinn McKee mætti í frábæru formi á Íslandsmeistaramótið um helgina og lítur vel út í aðdraganda Ólympíuleikanna. @antonmckee Ólympíufarinn Anton Sveinn McKee sýndi að hann er í frábæru formi þegar hann tók þátt í Íslands- og unglingameistaramótinu í sundi um helgina. Anton bætti fimm ára Íslandsmet sitt í 100 metra bringusundi á föstudaginn og hann synti síðan frábært 200 metra bringusund í gær þegar hann synti aftur undir A-lágmarki fyrir Ólympíuleikana í París í sumar. Anton Sveinn synti tvö hundruð metrana á 2:09,28 mín. og var þar örstutt frá Íslandsmeti sínu sem er 2:08,74 mín. Þetta frábæra 200 metra bringusund var líka besta afrek mótsins en hann fékk fyrir það Sigurðarbikarinn, Pétursbikarinn og Ásgeirsbikarinn. Anton Sveinn McKee sýndi frá því á samfélagsmiðlum að hann var sendur í lyfjapróf í gær.@antonmckee Anton sýndi síðan frá því á samfélagsmiðlum að hann var tekinn í lyfjapróf eftir að keppni lauk á meistaramótinu í Laugardalshöllinni í gær. Anton skrifaði „Hrein íþrótt“ við færslu sína. Sigurðarbikarinn er gefinn í minningu Sigurðar Jónssonar Þingeyings. Gefandi gripsins er fjölskylda Sigurðar. Sigurðarbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega fyrir besta afrek í bringusundi, unnið á Íslandsmeistaramóti í 50 metra laug sem haldið er á vegum SSÍ. Sigurðar Bikarinn fékk Anton Sveinn McKee fyrir 200 metra bringusund á ÍM50 en fyrir það fékk hann 914 fina stig. Pétursbikarinn er gefinn í minningu Péturs Kristjánssonar sundkappa úr Sunddeild Ármanns. Gefandi gripsins er fjölskylda Péturs. Pétursbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega í karlaflokki fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið frá lokum Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug, sem haldið er á vegum SSÍ, til loka næsta Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug. Það var Anton Sveinn McKee sem fékk Pétursbikar fyrir 200 metra bringusund á HM í 50 metra laug 2023. Ásgeirsbikarinn er gefinn í minningu Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrverandi forseta Íslands. Gefandi gripsins er fyrrverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson. Ásgeirsbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið á Íslandsmeistaramóti í 50 metra laug sem haldið er á vegum SSÍ. Anton Sveinn McKee fékk Ásgeirsbikarinn fyrir fyrrnefnt 200 metra bringusund sem hann synti á ÍM50 2024. Kolbrúnarbikarinn er gefinn í minningu Kolbrúnar Ólafsdóttur sundkonu úr Sunddeild Ármanns. Gefandi gripsins er fjölskylda og vinir Kolbrúnar. Kolbrúnarbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega í kvennaflokki fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið frá lokum Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug, sem haldið er á vegum SSÍ, til loka næsta Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug. Það var Snæfríður Sól Jórunnardóttir sem fékk Kolbrúnarbikarinn fyrir 200 metra skriðsund sem hún synti á HM. Sund Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Sjá meira
Anton bætti fimm ára Íslandsmet sitt í 100 metra bringusundi á föstudaginn og hann synti síðan frábært 200 metra bringusund í gær þegar hann synti aftur undir A-lágmarki fyrir Ólympíuleikana í París í sumar. Anton Sveinn synti tvö hundruð metrana á 2:09,28 mín. og var þar örstutt frá Íslandsmeti sínu sem er 2:08,74 mín. Þetta frábæra 200 metra bringusund var líka besta afrek mótsins en hann fékk fyrir það Sigurðarbikarinn, Pétursbikarinn og Ásgeirsbikarinn. Anton Sveinn McKee sýndi frá því á samfélagsmiðlum að hann var sendur í lyfjapróf í gær.@antonmckee Anton sýndi síðan frá því á samfélagsmiðlum að hann var tekinn í lyfjapróf eftir að keppni lauk á meistaramótinu í Laugardalshöllinni í gær. Anton skrifaði „Hrein íþrótt“ við færslu sína. Sigurðarbikarinn er gefinn í minningu Sigurðar Jónssonar Þingeyings. Gefandi gripsins er fjölskylda Sigurðar. Sigurðarbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega fyrir besta afrek í bringusundi, unnið á Íslandsmeistaramóti í 50 metra laug sem haldið er á vegum SSÍ. Sigurðar Bikarinn fékk Anton Sveinn McKee fyrir 200 metra bringusund á ÍM50 en fyrir það fékk hann 914 fina stig. Pétursbikarinn er gefinn í minningu Péturs Kristjánssonar sundkappa úr Sunddeild Ármanns. Gefandi gripsins er fjölskylda Péturs. Pétursbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega í karlaflokki fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið frá lokum Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug, sem haldið er á vegum SSÍ, til loka næsta Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug. Það var Anton Sveinn McKee sem fékk Pétursbikar fyrir 200 metra bringusund á HM í 50 metra laug 2023. Ásgeirsbikarinn er gefinn í minningu Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrverandi forseta Íslands. Gefandi gripsins er fyrrverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson. Ásgeirsbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið á Íslandsmeistaramóti í 50 metra laug sem haldið er á vegum SSÍ. Anton Sveinn McKee fékk Ásgeirsbikarinn fyrir fyrrnefnt 200 metra bringusund sem hann synti á ÍM50 2024. Kolbrúnarbikarinn er gefinn í minningu Kolbrúnar Ólafsdóttur sundkonu úr Sunddeild Ármanns. Gefandi gripsins er fjölskylda og vinir Kolbrúnar. Kolbrúnarbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega í kvennaflokki fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið frá lokum Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug, sem haldið er á vegum SSÍ, til loka næsta Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug. Það var Snæfríður Sól Jórunnardóttir sem fékk Kolbrúnarbikarinn fyrir 200 metra skriðsund sem hún synti á HM.
Sund Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Sjá meira