Fótbolti

Dagur Dan, Messi og Suárez á markaskónum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Dagur Dan skoraði fyrra jöfnunarmark Orlando City. 
Dagur Dan skoraði fyrra jöfnunarmark Orlando City.  Getty/Rich von Biberstein

Fjöldi leikja fór fram í MLS deildinni í Bandaríkjum í nótt. Íslendingurinn Dagur Dan Þórhallsson skoraði gott mark í útivallarsigri og stjörnuprýtt lið Inter Miami vann dramatískan sigur eftir hlýjar kveðjur frá Patrick Mahomes. 

Orlando City vann 3-2 útivallarsigur gegn DC United. Fyrrum Liverpool-maðurinn Christian Benteke skoraði opnunarmarkið fyrir DC United. Dagur Dan jafnaði metin í 1-1 fyrir Orlando skömmu síðar. 

Heimamenn komust aftur marki yfir í seinni hálfleik en tvö mörk frá David Brekalo og Duncan McGuire tryggðu Orlando City sigurinn. Þeir sitja í 23. sæti deildarinnar með 2 sigra og 2 jafntefli eftir 7 leiki. 

Inter Miami vann einnig 3-2 útivallarsigur, gegn Kansas City. Lionel Messi var í banastuði eftir að hafa hitt Patrick Mahomes, sem ráðlagði honum að hafa bara gaman af leiknum. Leikurinn fór einmitt fram fyrir 73 þúsund áhorfendum á Arrowhead leikvanginum, heimavelli Kansas City Chiefs.

Messi lagði fyrsta markið upp á Diego Gómez og skoraði svo sjálfur. Gómez lagði svo sigurmarkið upp á Luis Suárez. 

Inter Miami fór upp í efsta sæti deildarinnar með þessum sigri, jafnt LA Galaxy og NY Red Bulls að stigum en þau lið eiga einn leik til góða. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×