Degi þrjú lokið: Scheffler enn á toppnum þrátt fyrir tvöfaldan skolla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2024 23:26 Eins gott að skjóta beint þegar fólk er svona nálægt. Warren Little/Getty Images Scottie Scheffler leiðir línuna þegar þriðja degi Mastersmótsins í golfi er lokið. Hann er sem stendur höggi á undan næsta manni en tvöfaldur skolli á 10. holu gerði það að verkum að Sheffler stakk ekki einfaldlega af. Líkt og svo oft áður er gríðarleg spenna á Mastersmótinu og hlutirnir breytast hratt. Það hafa nokkrir haft forystuna til þessa en Scheffler hefur haldið henni undir lok dags. Eagle for Scheffler. He returns to a tie for the lead. #themasters pic.twitter.com/3mWXrXVTL6— The Masters (@TheMasters) April 13, 2024 Ef ekki væri fyrir þennan tvöfalda skolla væri hann svo gott sem byrjaður að klæða sig í græna jakkann. Sem stendur er Scheffler á sjö höggum undir pari eftir að fá fugl á 18. holu. Scottie Scheffler birdies No. 18 to close out the third round atop the leader board. #themasters pic.twitter.com/2F8FoOmRUp— The Masters (@TheMasters) April 13, 2024 Collin Morikawa kemur þar á eftir á sex höggum undir pari. Hann átti góðan dag og lék á þremur undir pari. Max Homa er svo í þriðja sæti á fimm höggum undir pari. Ludvig Åberg er í 4. sæti á fjórum höggum undir pari. Bryson DeChambeau átti erfiðan dag og lék samtals á þremur höggum undir pari. Hann endaði daginn þó með einu af höggum mótsins. Hann er í 5. sæti á tveimur höggum undir pari. Bryson DeChambeau finishes with a bang. #themasters pic.twitter.com/I6zMUYB2MA— The Masters (@TheMasters) April 13, 2024 Mörg stór nöfn hafa átt erfitt uppdráttar í dag. Tiger Woods hefur til að mynda átt skelfilegan dag, alls er hann á tíu höggum yfir pari í dag og 11 höggum yfir pari samtals. Hann er jafn öðrum kylfingum í 52. sæti. Brooks Koepka lék á fjórum höggum yfir pari í dag og er samtals sex höggum yfir pari. Phil Mickelseon er einnig á sex höggum yfir pari en hann lék daginn á tveimur yfir pari. Golf Masters-mótið Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Líkt og svo oft áður er gríðarleg spenna á Mastersmótinu og hlutirnir breytast hratt. Það hafa nokkrir haft forystuna til þessa en Scheffler hefur haldið henni undir lok dags. Eagle for Scheffler. He returns to a tie for the lead. #themasters pic.twitter.com/3mWXrXVTL6— The Masters (@TheMasters) April 13, 2024 Ef ekki væri fyrir þennan tvöfalda skolla væri hann svo gott sem byrjaður að klæða sig í græna jakkann. Sem stendur er Scheffler á sjö höggum undir pari eftir að fá fugl á 18. holu. Scottie Scheffler birdies No. 18 to close out the third round atop the leader board. #themasters pic.twitter.com/2F8FoOmRUp— The Masters (@TheMasters) April 13, 2024 Collin Morikawa kemur þar á eftir á sex höggum undir pari. Hann átti góðan dag og lék á þremur undir pari. Max Homa er svo í þriðja sæti á fimm höggum undir pari. Ludvig Åberg er í 4. sæti á fjórum höggum undir pari. Bryson DeChambeau átti erfiðan dag og lék samtals á þremur höggum undir pari. Hann endaði daginn þó með einu af höggum mótsins. Hann er í 5. sæti á tveimur höggum undir pari. Bryson DeChambeau finishes with a bang. #themasters pic.twitter.com/I6zMUYB2MA— The Masters (@TheMasters) April 13, 2024 Mörg stór nöfn hafa átt erfitt uppdráttar í dag. Tiger Woods hefur til að mynda átt skelfilegan dag, alls er hann á tíu höggum yfir pari í dag og 11 höggum yfir pari samtals. Hann er jafn öðrum kylfingum í 52. sæti. Brooks Koepka lék á fjórum höggum yfir pari í dag og er samtals sex höggum yfir pari. Phil Mickelseon er einnig á sex höggum yfir pari en hann lék daginn á tveimur yfir pari.
Golf Masters-mótið Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira