Nýr söngleikur byggður á lögum Unu Torfa: „Ég kolféll fyrir henni“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. apríl 2024 19:23 Þær Unnur Ösp og Una Torfa leiða saman hesta sína í spennandi söngleik sem frumsýndur verður á næsta ári. vísir Nýr íslenskur söngleikur, byggður á tónlist Unu Torfadóttur, verður frumsýndur í Þjóðleikhúsinu í febrúar á næsta ári. Ásamt Unu mun Unnur Ösp Stefánsdóttir semja söngleikinn sem mun fjalla um ungt fólk á tímamótum menntaskólaáranna. Unnur Ösp segir spennandi að semja verk um raunir og áskoranir ungs fólks sem mun tala beint inn í íslenskt samfélag. „Una er höfundur tónlistarinnar og ég skrifa leikritið,“ segir Unnur Ösp í samtali við Vísi. „Svo vinnum við þetta saman. Ég hef áhrif á textann hennar og hún á dramatúrgíuna mína. Svo vonandi rennum við bara saman í eitt.“ Innblástur, pressa og ást Sagan fjallar um vinahóp sem er að útskrifast úr menntaskóla og stendur á stærstu tímamótum lífs síns. Um sýninguna segir á vef Þjóðleikhússins: „Aðalpersónan, Elísabet, er ung tónlistarkona sem er að reyna að ljúka við sína fyrstu plötu eftir að hafa gefið út vinsælasta lag ársins. Kröfurnar frá umhverfinu eru miklar, innblásturinn óáreiðanlegur og hún er hrædd um að hún nái ekki að standast pressuna. Hluti vinahópsins er með henni í hljómsveit, vinirnir leigja saman æfingahúsnæði sumarið eftir útskriftina til að klára plötuna og fíflast saman í síðasta sinn áður en alvara lífsins tekur við. Á þessum örlagaríku tímamótum rennur upp fyrir Elísabetu að hún elskar Helgu vinkonu sína ekki einungis sem vinkonu. Við tekur átakamikið ferðalag þar Elísabet þarf að ákveða hvort hún eigi að þora að segja Helgu hug sinn og hætta á að missa hana fyrir fullt og allt. Hryllilegur atburður verður svo til þess að þau sjá öll líf sitt í nýju ljósi, allt er breytt og ekki um annað að ræða en að þora, lifa og elska, núna!“ Kolféll fyrir Unu Unnur Ösp kynntist Unu við uppsetningu á leikritinu Framúrskarandi vinkonu í Þjóðleikhúsinu, þar sem Unnur fór með eitt aðalhlutverka. Þar vann Una baksviðs við búningaskiptingar, var svokallaður „dresser“. „Við tengjumst strax vinnáttuböndum en ég vissi ekkert að hún væri tónlistarkona. Svo mætir hún eitt kvöldið í Vikuna hjá Gísla Marteini og frumflytur fyrsta lagið sitt Ekkert að og ég kolfell fyrir henni, það var ekki flóknara en það.“ Unnur segir að hugmynd hennar að sögu hafi einmitt sprottið út frá laginu Ekkert að. Unnur Ösp hefur unnið að uppsetningum leiksýninga undanfarin ár með frábærum árangri, þar á meðal í verkunum Vertu úlfur og Saknaðarilmur. vísir/vilhelm „Ég byrja að móta einhverja hugmynd í hausnum, maður er alltaf að leita að efni fyrir leikhúsið. Mér finnst líka allt of lítið um að konur séu að semja tónlist í leikhúsi, þar á meðal söngleikjum. Þarna sprettur fram kornung stelpa sem kemur eins og stormsveipur inn í tónlistarlífið, hefur ótrúlega hæfileika til að gera laglínur sem festast í huga manns og texta sem ná til hjarta manns,“ segir Unnur Ösp. Draumur að semja söngleik Hugmyndinni að söngleiknum var vel tekið innan leikhússins. „Við erum alltaf að leita að efni fyrir unga fólkið okkar. Sagan sprettur út frá textunum í lögum Unu en verkið er samt ekki um Unu. Það fjallar um unga tónlistarkonu sem er að útskrifast úr menntaskóla og er að leggja lokahönd á fyrstu plötuna sína. Þetta eru svo tilfinningaríkir og örlagaríkir tímar að mér fannst þetta ótrúlega djúsí efni í söngleik.“ Unnur hafði samt sem áður áhyggjur af því að Una væri ekki jafn áhugasöm. Þær áhyggjur reyndust óþarfar. „Tónlistarfólk er kannski að gera svona seinna á lífsleiðinni, þegar það er komið með einhvern rosa katalóg. En Una bara hoppar á þetta, elskar leikhúsið og var á sviðshöfundabraut í Listaháskólanum. Og hefur átt þann draum, hvorki meira né minna, að búa til söngleik.“ Góður „strúktúr“ er kominn á verkið, að sögn Unnar. Áætlað er að lögin í söngleiknum verði í bland lög sem Una hefur þegar samið auk sérstaklega frumsaminna laga fyrir söngleikinn. Ungir leikarar munu síðan bera verkið uppi. Una Torfa kom eins og stormsveipur inn í íslneskt tónlistarlíf. vísir Tala beint inn í íslenskt samfélag Unnur segir mikilvægt að hefja samtal um áskoranir ungs fólks. „Maður er oft að lesa um krakka sem fara út í neyslu, upplifa meiri kvíða, vanlíðan er að aukast hjá þessari kynslóð. Ef við búum til áhrifaríka sögu sem heillar ungt fólk getum við líka hafið samtal um þessa líðan og hvað hægt sé að gera. Að standa með sjálfum sér og þora að vera maður sjálfur, vera ekki upptekin af þessari ytri ímynd sem við erum öll á kafi í. Þessi pressa og endalausi samanburður er að sliga þessa kynslóð, held ég. Þannig mér fannst ótrúlega spennandi að byrja frá grunni, út frá okkar heimi og okkur sjálfum og tala beint inn í íslenskt samfélag.“ Leikhús Tónlist Menning Tengdar fréttir Vont að vera lítið barn þegar það var talað illa um mömmu Söngkonan Una Torfadóttir segist vera þakklát foreldrum sínum fyrir áhersluna á tónlist þegar hún var að alast upp í Vesturbænum. Hún segist alltaf hafa haft sterka réttlætiskennda, segist takast á við tilfinningar sínar með tónlistinni og kveðst vera orðin þreytt á að tala um krabbameinið sem hún sigraðist á þegar hún var tvítug. 9. nóvember 2023 07:00 „Það var eins og eitthvað hefði sprungið inni í mér“ Blaðakona dinglar árangurslaust á dyrabjöllu við fallegt einbýlishús í Garðabæ. Eftir kurteist bank lætur viðmælandinn á sér kræla. Unnur Ösp Stefánsdóttir hefur í svo mörgu öðru að snúast að það hefur setið á hakanum að skipta um bilaða dyrabjöllu. Blaðakona tengir enda með sama vandamál, blessuð bilaða dyrabjallan. 23. september 2023 07:30 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Una er höfundur tónlistarinnar og ég skrifa leikritið,“ segir Unnur Ösp í samtali við Vísi. „Svo vinnum við þetta saman. Ég hef áhrif á textann hennar og hún á dramatúrgíuna mína. Svo vonandi rennum við bara saman í eitt.“ Innblástur, pressa og ást Sagan fjallar um vinahóp sem er að útskrifast úr menntaskóla og stendur á stærstu tímamótum lífs síns. Um sýninguna segir á vef Þjóðleikhússins: „Aðalpersónan, Elísabet, er ung tónlistarkona sem er að reyna að ljúka við sína fyrstu plötu eftir að hafa gefið út vinsælasta lag ársins. Kröfurnar frá umhverfinu eru miklar, innblásturinn óáreiðanlegur og hún er hrædd um að hún nái ekki að standast pressuna. Hluti vinahópsins er með henni í hljómsveit, vinirnir leigja saman æfingahúsnæði sumarið eftir útskriftina til að klára plötuna og fíflast saman í síðasta sinn áður en alvara lífsins tekur við. Á þessum örlagaríku tímamótum rennur upp fyrir Elísabetu að hún elskar Helgu vinkonu sína ekki einungis sem vinkonu. Við tekur átakamikið ferðalag þar Elísabet þarf að ákveða hvort hún eigi að þora að segja Helgu hug sinn og hætta á að missa hana fyrir fullt og allt. Hryllilegur atburður verður svo til þess að þau sjá öll líf sitt í nýju ljósi, allt er breytt og ekki um annað að ræða en að þora, lifa og elska, núna!“ Kolféll fyrir Unu Unnur Ösp kynntist Unu við uppsetningu á leikritinu Framúrskarandi vinkonu í Þjóðleikhúsinu, þar sem Unnur fór með eitt aðalhlutverka. Þar vann Una baksviðs við búningaskiptingar, var svokallaður „dresser“. „Við tengjumst strax vinnáttuböndum en ég vissi ekkert að hún væri tónlistarkona. Svo mætir hún eitt kvöldið í Vikuna hjá Gísla Marteini og frumflytur fyrsta lagið sitt Ekkert að og ég kolfell fyrir henni, það var ekki flóknara en það.“ Unnur segir að hugmynd hennar að sögu hafi einmitt sprottið út frá laginu Ekkert að. Unnur Ösp hefur unnið að uppsetningum leiksýninga undanfarin ár með frábærum árangri, þar á meðal í verkunum Vertu úlfur og Saknaðarilmur. vísir/vilhelm „Ég byrja að móta einhverja hugmynd í hausnum, maður er alltaf að leita að efni fyrir leikhúsið. Mér finnst líka allt of lítið um að konur séu að semja tónlist í leikhúsi, þar á meðal söngleikjum. Þarna sprettur fram kornung stelpa sem kemur eins og stormsveipur inn í tónlistarlífið, hefur ótrúlega hæfileika til að gera laglínur sem festast í huga manns og texta sem ná til hjarta manns,“ segir Unnur Ösp. Draumur að semja söngleik Hugmyndinni að söngleiknum var vel tekið innan leikhússins. „Við erum alltaf að leita að efni fyrir unga fólkið okkar. Sagan sprettur út frá textunum í lögum Unu en verkið er samt ekki um Unu. Það fjallar um unga tónlistarkonu sem er að útskrifast úr menntaskóla og er að leggja lokahönd á fyrstu plötuna sína. Þetta eru svo tilfinningaríkir og örlagaríkir tímar að mér fannst þetta ótrúlega djúsí efni í söngleik.“ Unnur hafði samt sem áður áhyggjur af því að Una væri ekki jafn áhugasöm. Þær áhyggjur reyndust óþarfar. „Tónlistarfólk er kannski að gera svona seinna á lífsleiðinni, þegar það er komið með einhvern rosa katalóg. En Una bara hoppar á þetta, elskar leikhúsið og var á sviðshöfundabraut í Listaháskólanum. Og hefur átt þann draum, hvorki meira né minna, að búa til söngleik.“ Góður „strúktúr“ er kominn á verkið, að sögn Unnar. Áætlað er að lögin í söngleiknum verði í bland lög sem Una hefur þegar samið auk sérstaklega frumsaminna laga fyrir söngleikinn. Ungir leikarar munu síðan bera verkið uppi. Una Torfa kom eins og stormsveipur inn í íslneskt tónlistarlíf. vísir Tala beint inn í íslenskt samfélag Unnur segir mikilvægt að hefja samtal um áskoranir ungs fólks. „Maður er oft að lesa um krakka sem fara út í neyslu, upplifa meiri kvíða, vanlíðan er að aukast hjá þessari kynslóð. Ef við búum til áhrifaríka sögu sem heillar ungt fólk getum við líka hafið samtal um þessa líðan og hvað hægt sé að gera. Að standa með sjálfum sér og þora að vera maður sjálfur, vera ekki upptekin af þessari ytri ímynd sem við erum öll á kafi í. Þessi pressa og endalausi samanburður er að sliga þessa kynslóð, held ég. Þannig mér fannst ótrúlega spennandi að byrja frá grunni, út frá okkar heimi og okkur sjálfum og tala beint inn í íslenskt samfélag.“
Leikhús Tónlist Menning Tengdar fréttir Vont að vera lítið barn þegar það var talað illa um mömmu Söngkonan Una Torfadóttir segist vera þakklát foreldrum sínum fyrir áhersluna á tónlist þegar hún var að alast upp í Vesturbænum. Hún segist alltaf hafa haft sterka réttlætiskennda, segist takast á við tilfinningar sínar með tónlistinni og kveðst vera orðin þreytt á að tala um krabbameinið sem hún sigraðist á þegar hún var tvítug. 9. nóvember 2023 07:00 „Það var eins og eitthvað hefði sprungið inni í mér“ Blaðakona dinglar árangurslaust á dyrabjöllu við fallegt einbýlishús í Garðabæ. Eftir kurteist bank lætur viðmælandinn á sér kræla. Unnur Ösp Stefánsdóttir hefur í svo mörgu öðru að snúast að það hefur setið á hakanum að skipta um bilaða dyrabjöllu. Blaðakona tengir enda með sama vandamál, blessuð bilaða dyrabjallan. 23. september 2023 07:30 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Vont að vera lítið barn þegar það var talað illa um mömmu Söngkonan Una Torfadóttir segist vera þakklát foreldrum sínum fyrir áhersluna á tónlist þegar hún var að alast upp í Vesturbænum. Hún segist alltaf hafa haft sterka réttlætiskennda, segist takast á við tilfinningar sínar með tónlistinni og kveðst vera orðin þreytt á að tala um krabbameinið sem hún sigraðist á þegar hún var tvítug. 9. nóvember 2023 07:00
„Það var eins og eitthvað hefði sprungið inni í mér“ Blaðakona dinglar árangurslaust á dyrabjöllu við fallegt einbýlishús í Garðabæ. Eftir kurteist bank lætur viðmælandinn á sér kræla. Unnur Ösp Stefánsdóttir hefur í svo mörgu öðru að snúast að það hefur setið á hakanum að skipta um bilaða dyrabjöllu. Blaðakona tengir enda með sama vandamál, blessuð bilaða dyrabjallan. 23. september 2023 07:30