„Hefði viljað sjá færri daga á milli leikja og það eru fleiri á sama máli“ Andri Már Eggertsson skrifar 13. apríl 2024 17:49 Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með frammistöðuna gegn FJölni Vísir/Hulda Margrét Keflavík vann sannfærandi sigur gegn Fjölni í Dalhúsum 69-100. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með sigurinn og þá staðreynd að liðið er aðeins einum sigri frá því að komast í undanúrslit. „Þetta var mikið betri frammistaða í dag heldur en í síðasta leik gegn Fjölni. Mér fannst þetta líkara eins og við viljum spila. Varnarlega var þetta nokkuð gott á köflum en sóknarlega var þetta mjög gott.“ „Sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem það var frábær boltahreyfing og aukasendingar og stelpurnar voru óeigingjarnar. Það var mjög gaman að horfa á þetta í fyrri hálfleik og á köflum í síðari hálfleik,“ sagði Sverrir Þór ánægður með fyrri hálfleik Keflavíkur. Jafnræði var með liðunum fyrstu fimm mínúturnar í fyrri hálfleik en svo tók Keflavík yfir og rúllaði yfir Fjölni það sem eftir var fyrri hálfleiks. „Við héldum áfram og vorum þolinmóðar í sókninni sem var helsti munurinn og við hittum vel. Okkur tókst að opna vörnina hjá þeim og þetta var fín frammistaða.“ Sverrir var nokkuð ánægður með síðari hálfleik þar sem úrslit leiksins voru gott sem ráðin og hann gat rúllað á öllu liðinu. „Við héldum þeim í fjarlægð og byggðum upp örlítið meira forskot og það var formsatriði að halda áfram og klára þetta. Það hefði ekki breytt neinu að vinna þennan leik stærra staðan er 2-0 fyrir okkur í einvíginu og við þurfum að vinna einn leik í viðbót.“ Þrír dagar eru á milli leikja í átta liða úrslitum og Sverrir tók undir það að það væri of langur tími og sagði að fleiri væru á sömu skoðun. „Maður hefði viljað sjá þetta þéttara og hafa bara tvo frídaga á milli leikja. Ég veit ekki er ekki bara næst efsta deild og Subway-deild karla og að þetta sé ekki allt á sama kvöldi. Við tökum þessu eins og þetta kemur en ég hefði viljað sjá færri daga á milli leikja og það eru fleiri á sama máli veit ég,“ sagði Sverrir Þór að lokum. Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Körfubolti Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Fótbolti Fleiri fréttir Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Skúbbaði í miðju kynlífi Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Systur sömdu á sama tíma Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Sjá meira
„Þetta var mikið betri frammistaða í dag heldur en í síðasta leik gegn Fjölni. Mér fannst þetta líkara eins og við viljum spila. Varnarlega var þetta nokkuð gott á köflum en sóknarlega var þetta mjög gott.“ „Sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem það var frábær boltahreyfing og aukasendingar og stelpurnar voru óeigingjarnar. Það var mjög gaman að horfa á þetta í fyrri hálfleik og á köflum í síðari hálfleik,“ sagði Sverrir Þór ánægður með fyrri hálfleik Keflavíkur. Jafnræði var með liðunum fyrstu fimm mínúturnar í fyrri hálfleik en svo tók Keflavík yfir og rúllaði yfir Fjölni það sem eftir var fyrri hálfleiks. „Við héldum áfram og vorum þolinmóðar í sókninni sem var helsti munurinn og við hittum vel. Okkur tókst að opna vörnina hjá þeim og þetta var fín frammistaða.“ Sverrir var nokkuð ánægður með síðari hálfleik þar sem úrslit leiksins voru gott sem ráðin og hann gat rúllað á öllu liðinu. „Við héldum þeim í fjarlægð og byggðum upp örlítið meira forskot og það var formsatriði að halda áfram og klára þetta. Það hefði ekki breytt neinu að vinna þennan leik stærra staðan er 2-0 fyrir okkur í einvíginu og við þurfum að vinna einn leik í viðbót.“ Þrír dagar eru á milli leikja í átta liða úrslitum og Sverrir tók undir það að það væri of langur tími og sagði að fleiri væru á sömu skoðun. „Maður hefði viljað sjá þetta þéttara og hafa bara tvo frídaga á milli leikja. Ég veit ekki er ekki bara næst efsta deild og Subway-deild karla og að þetta sé ekki allt á sama kvöldi. Við tökum þessu eins og þetta kemur en ég hefði viljað sjá færri daga á milli leikja og það eru fleiri á sama máli veit ég,“ sagði Sverrir Þór að lokum.
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Körfubolti Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Fótbolti Fleiri fréttir Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Skúbbaði í miðju kynlífi Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Systur sömdu á sama tíma Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Sjá meira