Mjótt á munum á milli Katrínar og Baldurs Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 13. apríl 2024 07:52 Ekki mælist tölfræðilega marktækur munur á fylgi Katrínar og Baldurs í nýjustu könnun Gallup. Vísir/Vilhelm Lítill munur er á fylgi Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup um fylgi forsetaframbjóðenda. Ekki mælist tölfræðilega marktækur munur á fylgi Katrínar og Baldurs. Samkvæmt könnuninni kysu þrjátíu prósent landsmanna Katrínu en ríflega tuttugu og sex prósent Baldur. Jón Gnarr er í þriðja sæti með tæplega átján prósent fylgi. Niðurstöður Gallup eru samhljóða könnun Maskínu sem birt var fyrr í vikunni.Gallup Aðrir frambjóðendur eru með talsvert minna fylgi. Halla Tómasdóttir mælist með sjö prósent og Arnar Þór Jónsson og Halla Hrund Logadóttir bæði með fjögur prósent. Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fá tvö prósent og Ástþór Magnússon eitt. Aðrir frambjóðendur hlutu innan við eitt prósent. Konur líklegri til að kjósa Katrínu en karlar Jón Eftir því sem fólk er eldra er það líklegra til að kjósa Katrínu á meðan Jón Gnarr sækir mesta fylgi sitt til yngra fólks. Aldurshlutfall kjósenda Baldurs virðist jafnara. Munur á milli kynja er einna mestur á fylgi Baldurs og Höllu Tómasdóttur, en konur eru líklegri til að kjósa þau. Konur eru einnig líklegri til að kjósa Katrínu á meðal karlar eru í meirihluta í fylgi Jóns Gnarr. Ekki er tölfræðilega marktækur munur á svörum fólks eftir búsetu, menntun né tekjum. Fólk er hinsvegar líklegra til að kjósa Katrínu eftir því sem það er eldra, en Jón eftir því sem það er yngra. Þá er mikill munur á svörum fólks eftir því hvað það kysi ef kosið yrði til Alþingis í dag. Katrín fær atkvæði langflestra þeirra sem kysu Vinstri græna, eða ríflega nítíu prósent. Könnunin var gerð dagana 5. til 11. apríl.Gallup Alls voru 1731 í úrtaki könnunarinnar og þáttökuhlutfall var 46,4 prósent. Nærri níutíu prósent þátttakanda tóku afstöðu. Tvær vikur eru þar til framboðsfrestur til forsetakosninga rennur út. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Baldur með nokkurt forskot á Jón og Katrínu Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur hefur nokkuð forskot á keppinauta sína í baráttunni um að verða arftaki Guðni Th. Jóhannessonar sem forseti Íslands. Þetta sýnir ný könnun sem Prósent vann fyrir stuðningsfólk Baldurs og Vísir hefur undir höndum. 3. apríl 2024 15:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Ekki mælist tölfræðilega marktækur munur á fylgi Katrínar og Baldurs. Samkvæmt könnuninni kysu þrjátíu prósent landsmanna Katrínu en ríflega tuttugu og sex prósent Baldur. Jón Gnarr er í þriðja sæti með tæplega átján prósent fylgi. Niðurstöður Gallup eru samhljóða könnun Maskínu sem birt var fyrr í vikunni.Gallup Aðrir frambjóðendur eru með talsvert minna fylgi. Halla Tómasdóttir mælist með sjö prósent og Arnar Þór Jónsson og Halla Hrund Logadóttir bæði með fjögur prósent. Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fá tvö prósent og Ástþór Magnússon eitt. Aðrir frambjóðendur hlutu innan við eitt prósent. Konur líklegri til að kjósa Katrínu en karlar Jón Eftir því sem fólk er eldra er það líklegra til að kjósa Katrínu á meðan Jón Gnarr sækir mesta fylgi sitt til yngra fólks. Aldurshlutfall kjósenda Baldurs virðist jafnara. Munur á milli kynja er einna mestur á fylgi Baldurs og Höllu Tómasdóttur, en konur eru líklegri til að kjósa þau. Konur eru einnig líklegri til að kjósa Katrínu á meðal karlar eru í meirihluta í fylgi Jóns Gnarr. Ekki er tölfræðilega marktækur munur á svörum fólks eftir búsetu, menntun né tekjum. Fólk er hinsvegar líklegra til að kjósa Katrínu eftir því sem það er eldra, en Jón eftir því sem það er yngra. Þá er mikill munur á svörum fólks eftir því hvað það kysi ef kosið yrði til Alþingis í dag. Katrín fær atkvæði langflestra þeirra sem kysu Vinstri græna, eða ríflega nítíu prósent. Könnunin var gerð dagana 5. til 11. apríl.Gallup Alls voru 1731 í úrtaki könnunarinnar og þáttökuhlutfall var 46,4 prósent. Nærri níutíu prósent þátttakanda tóku afstöðu. Tvær vikur eru þar til framboðsfrestur til forsetakosninga rennur út.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Baldur með nokkurt forskot á Jón og Katrínu Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur hefur nokkuð forskot á keppinauta sína í baráttunni um að verða arftaki Guðni Th. Jóhannessonar sem forseti Íslands. Þetta sýnir ný könnun sem Prósent vann fyrir stuðningsfólk Baldurs og Vísir hefur undir höndum. 3. apríl 2024 15:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Baldur með nokkurt forskot á Jón og Katrínu Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur hefur nokkuð forskot á keppinauta sína í baráttunni um að verða arftaki Guðni Th. Jóhannessonar sem forseti Íslands. Þetta sýnir ný könnun sem Prósent vann fyrir stuðningsfólk Baldurs og Vísir hefur undir höndum. 3. apríl 2024 15:33