Danski tvíburinn sló óvænt í gegn fyrir myrkur Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2024 07:30 Nicolai Højgaard glaðbeitur á Augusta-vellinum í Georgíu í gær. Getty/Jamie Squire Bandaríkjamennirnir Bryson DeChambeau og Scottie Scheffler eru í efstu tveimur sætunum eftir fyrsta hring á Masters-mótinu í golfi. Ekki náðu allir að ljúka hringnum í gær og þar á meðal er Daninn Nicolai Höjgaard sem er í 3. sæti á sínu fyrsta Masters-móti. DeChambeau lék á -7 höggum í gær og Scheffler, efsti maður heimslistans, er aðeins höggi á eftir honum eftir eintóma fugla og pör í gær. Stöðuna má sjá hér. Hinn 23 ára Höjgaard vakti hins vegar ekki síður athygli en hann er einn í 3. sætinu á -5 höggum og á eftir þrjár holur á fyrsta hring. Upphaf keppni í gær frestaðist nefnilega vegna úrhellis og Höjgaard, Max Homa, Tiger Woods og fleiri náðu ekki alveg að ljúka hringnum vegna myrkurs. Þeir þurfa því að klára hringinn snemma í dag og spila svo einnig annan hring, og spurning hvernig Woods höndlar það álag en hann segist finna fyrir verkjum daglega, eftir tíð meiðsli síðustu ár. Woods er á -1 höggi eftir sautján holur. Vippaði tvisvar ofan í Hinn danski Höjgaard sýndi snilldartakta á 7. og 12. holu þegar hann vippaði boltanum ofan í og var vel fagnað. After holing out for birdie on No. 7, Nicolai Højgaard chips in on No. 12 to move to four under par. #themasters pic.twitter.com/Z0uXdKoxNo— The Masters (@TheMasters) April 11, 2024 Höjgaard vakti fyrst athygli þegar hann varð Evrópumeistari áhugamanna árið 2018, sem skilaði honum inn á hans fyrsta risamót, The Open 2018. Hann komst ekki í gegnum niðurskurð þar en varð atvinnumaður 2019. Hann hefur unnið þrjá sigra á mótum á Evrópumótaröðinni og tekið þátt í alls fimm risamótum, en besti árangur hans á þeim hingað til var 23. sæti á The Open í fyrra. Tvíburabróðir Höjgaard, Rasmus, er einnig kylfingur og spilar á Evrópumótaröðinni, og árið 2021 urðu þeir fyrstu bræðurnir til að vinna mót með viku millibili á mótaröðinni. Nicolai Höjgaard er í 38. sæti heimslistans en Rasmus bróðir hans í 81. sæti. Masters-mótið heldur áfram í dag og bein útsending hefst klukkan 19 á Stöð 2 Sport 4. Mótinu lýkur á sunnudaginn. Golf Masters-mótið Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
DeChambeau lék á -7 höggum í gær og Scheffler, efsti maður heimslistans, er aðeins höggi á eftir honum eftir eintóma fugla og pör í gær. Stöðuna má sjá hér. Hinn 23 ára Höjgaard vakti hins vegar ekki síður athygli en hann er einn í 3. sætinu á -5 höggum og á eftir þrjár holur á fyrsta hring. Upphaf keppni í gær frestaðist nefnilega vegna úrhellis og Höjgaard, Max Homa, Tiger Woods og fleiri náðu ekki alveg að ljúka hringnum vegna myrkurs. Þeir þurfa því að klára hringinn snemma í dag og spila svo einnig annan hring, og spurning hvernig Woods höndlar það álag en hann segist finna fyrir verkjum daglega, eftir tíð meiðsli síðustu ár. Woods er á -1 höggi eftir sautján holur. Vippaði tvisvar ofan í Hinn danski Höjgaard sýndi snilldartakta á 7. og 12. holu þegar hann vippaði boltanum ofan í og var vel fagnað. After holing out for birdie on No. 7, Nicolai Højgaard chips in on No. 12 to move to four under par. #themasters pic.twitter.com/Z0uXdKoxNo— The Masters (@TheMasters) April 11, 2024 Höjgaard vakti fyrst athygli þegar hann varð Evrópumeistari áhugamanna árið 2018, sem skilaði honum inn á hans fyrsta risamót, The Open 2018. Hann komst ekki í gegnum niðurskurð þar en varð atvinnumaður 2019. Hann hefur unnið þrjá sigra á mótum á Evrópumótaröðinni og tekið þátt í alls fimm risamótum, en besti árangur hans á þeim hingað til var 23. sæti á The Open í fyrra. Tvíburabróðir Höjgaard, Rasmus, er einnig kylfingur og spilar á Evrópumótaröðinni, og árið 2021 urðu þeir fyrstu bræðurnir til að vinna mót með viku millibili á mótaröðinni. Nicolai Höjgaard er í 38. sæti heimslistans en Rasmus bróðir hans í 81. sæti. Masters-mótið heldur áfram í dag og bein útsending hefst klukkan 19 á Stöð 2 Sport 4. Mótinu lýkur á sunnudaginn.
Golf Masters-mótið Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira