Segir grín Sigmundar hafa ruglað heimilislíf sitt og heitir hefndum Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. apríl 2024 19:34 Brynjar Níelsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ætla að hefna sín á Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni vegna Eurovision-gríns hans. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson virðist ekki ætla að verða við áskorun Sigmundar Davíð um að lýsa Eurovision í ár. Hann segir hrekk Sigmundar hafa ruglað í heimilislífi sínu og heitir andstyggilegum hefndum. Undirskriftarsöfnun hefur verið ýtt úr vör til þess að hvetja Ríkisútvarpið og Brynjar Níelsson til þess að sá síðarnefndi lýsi Eurovision í ár. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stakk upp á Brynjari til verksins eftir að Gísli Marteinn Baldursson tilkynnti að hann myndi ekki lýsa. Þorgeir Ástvaldsson ræddi við Brynjar Níelsson á Bylgjunni í dag um málið og spurði hvort að hann hygðist svara kalli Sigmundar Davíðs. Hví er Sigmundi þetta svona mikið mál? „Ég held að hann sé nú bara að stríða mér og það er allt gott um það að segja. Ég mun auðvitað hefna mín þó síðar verði,“ segir Brynjar. „Mér er auðvitað margt til lista lagt en ég held að vera kynnir á Eurovision-kvöldi sé ekki eitt af því. Ég óttast það að ég myndi ná að móðga alla þjóðina áður en við erum komin inn í hálfa keppnina. Þá skiptir ekki máli hvaða kyn það er eða kynþáttur, kynsegin eða kynlausir. Ég held að þetta myndi alltaf enda illa,“ segir hann. Hrekkjalómurinn Sigmundur fundið sitt fórnarlamb „Þegar svona áberandi menn eins og Sigmundur eru annars vegar þá geta þeir komið ýmsu rugli inn í þjóðina og hann er mjög góður í því. Ekki bara við Eurovision heldur líka í pólitík. Hann nær að rugla þjóðina og þarna hefur honum tekist það allsvakalega,“ segir Brynjar um það hvað komi til að Sigmundur hafi fengið þetta á heilann. Brynjar segir þessa hugmynd Sigmundar úr lausu lofti gripna. „Hann er í einhverju hrekkjastuði núna og hefur valið sitt fórnarlamb, sem er ég. Samkvæmt venjulegri skilgreiningu er þetta orðið einelti og jafnvel ofbeldi,“ segir Brynjar. Hefurðu svarað honum eða gefið ávinning um hvar hugur þinn stendur? „Ég hef hreytt í hann ónotum í sms-um. Látið það duga í bili og segi bara við hann að það muni koma, eins og maður segir á útlensku, payback. Og ég er að hugsa það núna,“ segir Brynjar. Ætlar að eiga síðasta orðið Brynjar ætlar sér hrekkinn hafa haft töluverð áhrif en ætli sér að eiga síðasta orðið. Hann segist vera að undirbúa andstyggilegar hefndaraðgerðir. „Þetta hefur ruglað heimilislíf mitt mikið og tölvupóstsamskipti, sms og hringingar hafa aukist mjög mikið út af þessum hrekk. Þannig ég hugsa honum þegjandi þörfina,“ segir hann. Eru menn að hringja með sitt lag og biðja um gott veður? „Nei nei, bara að skora á mig að verða við þessu,“ segir Brynjar. Þú heitir hefndum? „Ég vil alltaf eiga síðasta orðið, ég er þannig maður,“ segir hann. Ertu búinn að formúlera það í hausnum? „Ég er ekki búinn að finna neitt nógu andstyggilegt ennþá en það verður að vera andstyggilegt,“ segir Brynjar að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Eurovision Grín og gaman Reykjavík síðdegis Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Sjá meira
Undirskriftarsöfnun hefur verið ýtt úr vör til þess að hvetja Ríkisútvarpið og Brynjar Níelsson til þess að sá síðarnefndi lýsi Eurovision í ár. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stakk upp á Brynjari til verksins eftir að Gísli Marteinn Baldursson tilkynnti að hann myndi ekki lýsa. Þorgeir Ástvaldsson ræddi við Brynjar Níelsson á Bylgjunni í dag um málið og spurði hvort að hann hygðist svara kalli Sigmundar Davíðs. Hví er Sigmundi þetta svona mikið mál? „Ég held að hann sé nú bara að stríða mér og það er allt gott um það að segja. Ég mun auðvitað hefna mín þó síðar verði,“ segir Brynjar. „Mér er auðvitað margt til lista lagt en ég held að vera kynnir á Eurovision-kvöldi sé ekki eitt af því. Ég óttast það að ég myndi ná að móðga alla þjóðina áður en við erum komin inn í hálfa keppnina. Þá skiptir ekki máli hvaða kyn það er eða kynþáttur, kynsegin eða kynlausir. Ég held að þetta myndi alltaf enda illa,“ segir hann. Hrekkjalómurinn Sigmundur fundið sitt fórnarlamb „Þegar svona áberandi menn eins og Sigmundur eru annars vegar þá geta þeir komið ýmsu rugli inn í þjóðina og hann er mjög góður í því. Ekki bara við Eurovision heldur líka í pólitík. Hann nær að rugla þjóðina og þarna hefur honum tekist það allsvakalega,“ segir Brynjar um það hvað komi til að Sigmundur hafi fengið þetta á heilann. Brynjar segir þessa hugmynd Sigmundar úr lausu lofti gripna. „Hann er í einhverju hrekkjastuði núna og hefur valið sitt fórnarlamb, sem er ég. Samkvæmt venjulegri skilgreiningu er þetta orðið einelti og jafnvel ofbeldi,“ segir Brynjar. Hefurðu svarað honum eða gefið ávinning um hvar hugur þinn stendur? „Ég hef hreytt í hann ónotum í sms-um. Látið það duga í bili og segi bara við hann að það muni koma, eins og maður segir á útlensku, payback. Og ég er að hugsa það núna,“ segir Brynjar. Ætlar að eiga síðasta orðið Brynjar ætlar sér hrekkinn hafa haft töluverð áhrif en ætli sér að eiga síðasta orðið. Hann segist vera að undirbúa andstyggilegar hefndaraðgerðir. „Þetta hefur ruglað heimilislíf mitt mikið og tölvupóstsamskipti, sms og hringingar hafa aukist mjög mikið út af þessum hrekk. Þannig ég hugsa honum þegjandi þörfina,“ segir hann. Eru menn að hringja með sitt lag og biðja um gott veður? „Nei nei, bara að skora á mig að verða við þessu,“ segir Brynjar. Þú heitir hefndum? „Ég vil alltaf eiga síðasta orðið, ég er þannig maður,“ segir hann. Ertu búinn að formúlera það í hausnum? „Ég er ekki búinn að finna neitt nógu andstyggilegt ennþá en það verður að vera andstyggilegt,“ segir Brynjar að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Eurovision Grín og gaman Reykjavík síðdegis Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Sjá meira