Sjokkerandi tap gegn E-deildarliði en Óskar sér ekki eftir neinu Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2024 10:01 Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans menn í úrvalsdeildarliði Haugesund töpuðu gegn liði úr 4. deild, eða E-deild, í bikarkeppninni. Getty Lærisveinar Óskars Hrafns Þorvaldssonar í Haugesund urðu að sætta sig við afar óvænt tap gegn E-deildarliði Torvastad í 1. umferð norsku bikarkeppninnar í fótbolta í gær. „Það er auðvitað skelfileg tilfinning að tapa þessum leik,“ sagði Óskar við Haugesunds Avis eftir þennan fyrsta bikarleik sinn sem þjálfari í Noregi, eftir komuna frá Breiðabliki í vetur. Staðan var jöfn, 1-1, eftir venjulegan leiktíma og framlengingu svo að grípa þurfti til vítaspyrnukeppni. Þar reyndist tvítugur forfallakennari hetja Torvastad því markvörðurinn Jørgen Haldheim Grønningen varði allar fjórar spyrnur Haugesund í keppninni, þar á meðal eina frá Hlyni Frey Karlssyni, en sjá má vörslurnar hér að neðan. Watch as goalkeeper Jørgen Kaldheim Grønningen manages to save all 4 Haugesund penalties, and goes into the Torvastad history books! The magic of the cup @tv2sport https://t.co/MNw1UKCHfb pic.twitter.com/GvOxEtiRlC— Football Norway (@NorwayFooty) April 10, 2024 „Ekki þannig að við teldum Torvastad lélegt lið“ Óskar Hrafn var ekki með sitt sterkasta lið í leiknum og til að mynda tók Anton Logi Lúðvíksson ekki þátt, en þjálfarinn var spurður hvort hann hefði viljað gera eitthvað öðruvísi: „Það er erfitt að segja. Mér fannst við vera með nógu gott lið og gera nóg til að vinna þennan leik. Við fengum færi í venjulegum leiktíma, og færi í framlengingunni, en þegar menn klúðra fjórum vítum þá eiga þeir ekki skilið að fara áfram. Fullt hrós og hamingjuóskir til Torvastad,“ sagði Óskar við HA. En hefði hann ekki átt að stilla upp sterkara liði? „Það er auðvelt að vera vitur eftir á en mér fannst liðið sem ég stillti upp sýna að það var nógu gott til að vinna leikinn. Það var ekki þannig að við teldum Torvastad eitthvað lélegt lið. Við stilltum upp góðum leikmönnum sem berjast um sæti í byrjunarliði Haugesund, svo ég hafði fulla trú á að við myndum klára dæmið,“ sagði Óskar. Síminn að springa hjá hetjunni Grønningen, hetja Torvastad, segist aldrei hafa upplifað annað eins og að síminn hafi verið stútfullur af skilaboðum þegar hann opnaði hann eftir leik. TORVASTAD: Ingen tvil om hvem som var den store helten på Torvastad i kveld: Jørgen Kaldheim Grønningen (20), @Jorgen_KG #FKH https://t.co/j0sAFoOm1G pic.twitter.com/KiLhvEyWIK— Joakim Ellingsen (@JoakimEllingsen) April 10, 2024 „Þetta er súrrealískt. Algjörlega ótrúlegt. Ég veit ekki hvernig þetta er hægt. Ég komst í góðan takt eftir að ég varði fyrsta vítið, og svo hélt ég bara áfram eftir það,“ sagði Grønningen við Nettavisen og upplýsti að hann væri þegar búinn að fá símtal frá sjö fjölmiðlum til viðbótar. „Þetta er alveg sjúkt. Ég kom út úr búningsklefanum og opnaði símann… Ég hef aldrei séð svona margar tilkynningar í símanum! En það er alveg þess virði að fá símtöl frá fjölmiðlum fyrir svona upplifun,“ sagði markvörðurinn. Óskar og hans menn í Haugesund höfðu fengið draumabyrjun í norsku úrvalsdeildinni, þegar þeir unnu 2-1 útisigur gegn Odd fyrir tveimur vikum. Þeir töpuðu hins vegar fyrsta heimaleiknum, 2-0 gegn Lilleström, á sunnudaginn og eiga næst leik við Tromsö á útivelli um helgina. Haugesund bjargaði sér naumlega frá falli undir lok síðasta árs, áður en Óskar tók við stjórn liðsins. Norski boltinn Mest lesið Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Í beinni: Aston Villa - Man. City | Lýkur eymd meistaranna? Enski boltinn Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Enski boltinn Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Handbolti Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Handbolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Fleiri fréttir Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Í beinni: Aston Villa - Man. City | Lýkur eymd meistaranna? Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Sádar munu spila í Gullbikarnum í Ameríku Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Sjá meira
„Það er auðvitað skelfileg tilfinning að tapa þessum leik,“ sagði Óskar við Haugesunds Avis eftir þennan fyrsta bikarleik sinn sem þjálfari í Noregi, eftir komuna frá Breiðabliki í vetur. Staðan var jöfn, 1-1, eftir venjulegan leiktíma og framlengingu svo að grípa þurfti til vítaspyrnukeppni. Þar reyndist tvítugur forfallakennari hetja Torvastad því markvörðurinn Jørgen Haldheim Grønningen varði allar fjórar spyrnur Haugesund í keppninni, þar á meðal eina frá Hlyni Frey Karlssyni, en sjá má vörslurnar hér að neðan. Watch as goalkeeper Jørgen Kaldheim Grønningen manages to save all 4 Haugesund penalties, and goes into the Torvastad history books! The magic of the cup @tv2sport https://t.co/MNw1UKCHfb pic.twitter.com/GvOxEtiRlC— Football Norway (@NorwayFooty) April 10, 2024 „Ekki þannig að við teldum Torvastad lélegt lið“ Óskar Hrafn var ekki með sitt sterkasta lið í leiknum og til að mynda tók Anton Logi Lúðvíksson ekki þátt, en þjálfarinn var spurður hvort hann hefði viljað gera eitthvað öðruvísi: „Það er erfitt að segja. Mér fannst við vera með nógu gott lið og gera nóg til að vinna þennan leik. Við fengum færi í venjulegum leiktíma, og færi í framlengingunni, en þegar menn klúðra fjórum vítum þá eiga þeir ekki skilið að fara áfram. Fullt hrós og hamingjuóskir til Torvastad,“ sagði Óskar við HA. En hefði hann ekki átt að stilla upp sterkara liði? „Það er auðvelt að vera vitur eftir á en mér fannst liðið sem ég stillti upp sýna að það var nógu gott til að vinna leikinn. Það var ekki þannig að við teldum Torvastad eitthvað lélegt lið. Við stilltum upp góðum leikmönnum sem berjast um sæti í byrjunarliði Haugesund, svo ég hafði fulla trú á að við myndum klára dæmið,“ sagði Óskar. Síminn að springa hjá hetjunni Grønningen, hetja Torvastad, segist aldrei hafa upplifað annað eins og að síminn hafi verið stútfullur af skilaboðum þegar hann opnaði hann eftir leik. TORVASTAD: Ingen tvil om hvem som var den store helten på Torvastad i kveld: Jørgen Kaldheim Grønningen (20), @Jorgen_KG #FKH https://t.co/j0sAFoOm1G pic.twitter.com/KiLhvEyWIK— Joakim Ellingsen (@JoakimEllingsen) April 10, 2024 „Þetta er súrrealískt. Algjörlega ótrúlegt. Ég veit ekki hvernig þetta er hægt. Ég komst í góðan takt eftir að ég varði fyrsta vítið, og svo hélt ég bara áfram eftir það,“ sagði Grønningen við Nettavisen og upplýsti að hann væri þegar búinn að fá símtal frá sjö fjölmiðlum til viðbótar. „Þetta er alveg sjúkt. Ég kom út úr búningsklefanum og opnaði símann… Ég hef aldrei séð svona margar tilkynningar í símanum! En það er alveg þess virði að fá símtöl frá fjölmiðlum fyrir svona upplifun,“ sagði markvörðurinn. Óskar og hans menn í Haugesund höfðu fengið draumabyrjun í norsku úrvalsdeildinni, þegar þeir unnu 2-1 útisigur gegn Odd fyrir tveimur vikum. Þeir töpuðu hins vegar fyrsta heimaleiknum, 2-0 gegn Lilleström, á sunnudaginn og eiga næst leik við Tromsö á útivelli um helgina. Haugesund bjargaði sér naumlega frá falli undir lok síðasta árs, áður en Óskar tók við stjórn liðsins.
Norski boltinn Mest lesið Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Í beinni: Aston Villa - Man. City | Lýkur eymd meistaranna? Enski boltinn Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Enski boltinn Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Handbolti Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Handbolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Fleiri fréttir Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Í beinni: Aston Villa - Man. City | Lýkur eymd meistaranna? Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Sádar munu spila í Gullbikarnum í Ameríku Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“