Ástþór hafði fyrr í dag tilkynnt að hann myndi ávarpa þjóðina „vegna þeirra straumhvarfa og breytinga sem [hafi] átt sér stað í dag varðandi forsetakosningar,“ sagði Ástþór.
Í ávarpinu sagði hann þá styrjöldina milli Íslands og Rússlands vera hafna og búið væri að loka íslenska sendiráðinu í Moskvu. „Stjórnvöld hafa gengið enn lengra með vopnakaupum og vopnaflutningum og mannfallið eykst. Ekki hefur frá Íslandi komið eitt orð. Ekki eitt einasta orð. Ekki einn einasti fundur. Ekki eitt einasta símtal til friðar. Stríðsæsingurinn er slíkur að einungis er tímaspursmál hvenær verður ráðist á okkur.“
Hann sagði aðeins tvo valkosti vera í boði í forsetakosningunum framundan – stríð eða frið.
Í lok myndbandsins birtir Ástþór svo tölvugerðar myndir þar sem sprengju er varpað úr lofti á Ísland.
Fréttin hefur verið uppfærð.