Fáar skorað gegn Þýskalandi en tvær þeirra eru mæðgur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2024 15:32 Hlín Eiríksdóttur í leiknum á móti Þýskalandi í gær. Hún endurtók afrek móður sinnar frá því 36 árum og sjö mánuðum fyrr. Getty/Marco Steinbrenner Íslenska landsliðskonan Hlín Eiríksdóttir komst í fámennan hóp með því að skora á móti Þýskalandi í gærkvöldi en í þessum fámenna hóp er líka móðir hennar Guðrún Sæmundsdóttir. Hlín varð nefnilega aðeins sjötta íslenska konan til að skora á móti Þýskalandi hjá A-landsliðum. Hlín jafnaði metin í 1-1 á 23 mínútu í gær en íslenska liðið tapaði á leiknum á endanum 3-1. Markatala íslenska liðsins á móti Þýskalandi er 7-69. Sex leikmenn hafa skorað þessi sjö mörk. Fyrsta markið á móti Þýskalandi skoraði Katrín María Eiríksdóttir í 1-4 tapi á Kópavogsvelli 27. júlí 1986. Árið eftir skoruðu þær Ragnheiður Víkingsdóttir og Guðrún Sæmundsdóttir í 3-2 tapi á útivelli. Þær áttu báðar dætur í landsliði Íslands í gær því Ragnheiður er móður Hildar Antonsdóttur og Guðrún er móðir Hlínar. Markið hennar Guðrúnar kom á 54. mínútu leiksins og hún skoraði það með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu. Aukaspyrnuna tók hún af um 27 metra færi og skoraði í stöngin og inn. Guðrún spilaði sem miðvörður en náði því sumarið 1989 að verða markadrottning í deildinni þrátt fyrir að spila sem varnarmaður. Það sumar skoraði hún sjö af tólf mörkum sínum beint úr aukaspyrnu. Það liðu 36 ár, sjö mánuðir og þrír dagar á milli marka mæðgnanna á móti Þýskalandi. Hin þrjú landsliðsmörk Íslands á móti Þýskalandi komu í eina sigurleiknum sem var 20. október 2019. Dagný Brynjarsdóttir skoraði tvö mörk í þeim leik og Elín Metta Jensen eitt. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Sjá meira
Hlín varð nefnilega aðeins sjötta íslenska konan til að skora á móti Þýskalandi hjá A-landsliðum. Hlín jafnaði metin í 1-1 á 23 mínútu í gær en íslenska liðið tapaði á leiknum á endanum 3-1. Markatala íslenska liðsins á móti Þýskalandi er 7-69. Sex leikmenn hafa skorað þessi sjö mörk. Fyrsta markið á móti Þýskalandi skoraði Katrín María Eiríksdóttir í 1-4 tapi á Kópavogsvelli 27. júlí 1986. Árið eftir skoruðu þær Ragnheiður Víkingsdóttir og Guðrún Sæmundsdóttir í 3-2 tapi á útivelli. Þær áttu báðar dætur í landsliði Íslands í gær því Ragnheiður er móður Hildar Antonsdóttur og Guðrún er móðir Hlínar. Markið hennar Guðrúnar kom á 54. mínútu leiksins og hún skoraði það með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu. Aukaspyrnuna tók hún af um 27 metra færi og skoraði í stöngin og inn. Guðrún spilaði sem miðvörður en náði því sumarið 1989 að verða markadrottning í deildinni þrátt fyrir að spila sem varnarmaður. Það sumar skoraði hún sjö af tólf mörkum sínum beint úr aukaspyrnu. Það liðu 36 ár, sjö mánuðir og þrír dagar á milli marka mæðgnanna á móti Þýskalandi. Hin þrjú landsliðsmörk Íslands á móti Þýskalandi komu í eina sigurleiknum sem var 20. október 2019. Dagný Brynjarsdóttir skoraði tvö mörk í þeim leik og Elín Metta Jensen eitt.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Sjá meira