Óvæntur dómur sem sé lyftistöng fyrir umhverfissinna Árni Sæberg skrifar 10. apríl 2024 13:12 Davíð Þór er fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, varaforseti Landsréttar og prófessor við Háskólann á Akureyri. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu telur að nýr dómur réttarins í loftslagsmáli marki tímamót og gæti haft áhrif á stefnu stjórnvalda hérlendis. Mannréttindadómstóllinn dæmdi í gær í máli samtakanna Verein KlimaSeniorinnen Scweiz, Loftslagsfrúnna Scweiz, sem samanstendur af um tvö þúsund svissneskum konum, flestum á sjötugsaldri. Konurnar sökuðu svissnesk stjórnvöld um að brjóta á mannréttindum þeirra með því að grípa ekki til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Rök þeirra voru meðal annars þau að þær væru í aukinni hættu á að láta lífið í hitabylgjum vegna aldurs þeirra og kyns. Davíð Þór Björgvinsson, fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstólinn, segir dóminn marka tímamót. „Ég held að það megi segja það að þetta sé mjög merkur dómur og ég á von á því að þessi niðurstaða hafi komið mörgum á óvart. Það sem vegur þar þyngst er þetta með aðild umhverfisverndarsamtaka að málum, bæði fyrir Mannréttindadómstólnum sjálfum og þessa kröfu, sem birtist í þessum dómi, um að slík samtök geti átt aðild að dómsmálum í aðildarríkjum.“ Lagabreytinga gæti verið þörf Davíð Þór telur að niðurstaða dómsins hvað varðar aðild samtaka að dómstólum gefi tilefni til þess að skoða réttarfarsreglur hér á landi. „Ég reikna með því að þetta geti haft mjög víðtækar afleiðingar, ekki bara í Sviss heldur í öllum aðildarríkjum. Að vísu eru reglur um þetta svolítið mismunandi, sérstaklega fyrir heimadómstólum, en ég tel að þetta geti haft mjög víðtækar afleiðingar.“ Hér á landi hefur verið fallist á það að náttúruverndarsamtök geti átt aðild að málum fyrir úrskurðarnefndum en litið hefur verið svo á að lög um meðferð einkamála girði fyrir slíka aðild að dómstólum. Niðurstaða Mannréttindadómstólsins bendir til þess að það sé brot á Mannréttindasamningi Evrópu. Ekki bara formhliðin sem skiptir máli Þá segir hann að efnisleg niðurstaða dómsins, að Sviss hafi brotið jákvæðar skyldur sínar samkvæmt mannréttindasamningnum með því að aðhafast ekki í loftslagsmálum, gefi íslenskum stjórnvöldum tilefni til umhugsunar. „Þetta eru mjög stór tíðindi og kallar á að ríkið skoði þetta mjög gaumgæfilega. Hvort og að hvaða marki þetta skiptir máli í þeirra aðgerðapakka, til þess að koma í veg fyrir þessar loftslagsbreytingar.“ Stjórnvöld í Sviss séu skuldbundin af Parísarsáttmálanum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum á sviði loftslagsmála og með því að vanefna þær skyldur sínar hafi ríkið ekki sinnt jákvæðum skyldum sínum samkvæmt Mannréttindasamningnum. „Ég ætla ekki að fullyrða að íslenska ríkið hafi ekki staðið sig en einhver kynni að halda því fram að íslenska ríkið hafi ekki framfylgt sínum eigin reglum um þetta, sé ekki að ná markmiðum sem það hefur sett sér og fest í lög og svo framvegis. Fyrir marga sem eru hefðbundnari í sínum lagaskilningi og hlutverki sáttmálans er þetta svolítið langsótt og kemur á óvart. En þetta er samt alveg skýrt í þessum dómi. Hvaða afleiðingar þetta hefur til langs tíma, þær gætu orðið talsverðar og alveg klárlega mikil lyftistöng fyrir baráttusamtök um umhverfismál.“ Mannréttindi Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Mannréttindadómstóllinn dæmdi í gær í máli samtakanna Verein KlimaSeniorinnen Scweiz, Loftslagsfrúnna Scweiz, sem samanstendur af um tvö þúsund svissneskum konum, flestum á sjötugsaldri. Konurnar sökuðu svissnesk stjórnvöld um að brjóta á mannréttindum þeirra með því að grípa ekki til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Rök þeirra voru meðal annars þau að þær væru í aukinni hættu á að láta lífið í hitabylgjum vegna aldurs þeirra og kyns. Davíð Þór Björgvinsson, fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstólinn, segir dóminn marka tímamót. „Ég held að það megi segja það að þetta sé mjög merkur dómur og ég á von á því að þessi niðurstaða hafi komið mörgum á óvart. Það sem vegur þar þyngst er þetta með aðild umhverfisverndarsamtaka að málum, bæði fyrir Mannréttindadómstólnum sjálfum og þessa kröfu, sem birtist í þessum dómi, um að slík samtök geti átt aðild að dómsmálum í aðildarríkjum.“ Lagabreytinga gæti verið þörf Davíð Þór telur að niðurstaða dómsins hvað varðar aðild samtaka að dómstólum gefi tilefni til þess að skoða réttarfarsreglur hér á landi. „Ég reikna með því að þetta geti haft mjög víðtækar afleiðingar, ekki bara í Sviss heldur í öllum aðildarríkjum. Að vísu eru reglur um þetta svolítið mismunandi, sérstaklega fyrir heimadómstólum, en ég tel að þetta geti haft mjög víðtækar afleiðingar.“ Hér á landi hefur verið fallist á það að náttúruverndarsamtök geti átt aðild að málum fyrir úrskurðarnefndum en litið hefur verið svo á að lög um meðferð einkamála girði fyrir slíka aðild að dómstólum. Niðurstaða Mannréttindadómstólsins bendir til þess að það sé brot á Mannréttindasamningi Evrópu. Ekki bara formhliðin sem skiptir máli Þá segir hann að efnisleg niðurstaða dómsins, að Sviss hafi brotið jákvæðar skyldur sínar samkvæmt mannréttindasamningnum með því að aðhafast ekki í loftslagsmálum, gefi íslenskum stjórnvöldum tilefni til umhugsunar. „Þetta eru mjög stór tíðindi og kallar á að ríkið skoði þetta mjög gaumgæfilega. Hvort og að hvaða marki þetta skiptir máli í þeirra aðgerðapakka, til þess að koma í veg fyrir þessar loftslagsbreytingar.“ Stjórnvöld í Sviss séu skuldbundin af Parísarsáttmálanum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum á sviði loftslagsmála og með því að vanefna þær skyldur sínar hafi ríkið ekki sinnt jákvæðum skyldum sínum samkvæmt Mannréttindasamningnum. „Ég ætla ekki að fullyrða að íslenska ríkið hafi ekki staðið sig en einhver kynni að halda því fram að íslenska ríkið hafi ekki framfylgt sínum eigin reglum um þetta, sé ekki að ná markmiðum sem það hefur sett sér og fest í lög og svo framvegis. Fyrir marga sem eru hefðbundnari í sínum lagaskilningi og hlutverki sáttmálans er þetta svolítið langsótt og kemur á óvart. En þetta er samt alveg skýrt í þessum dómi. Hvaða afleiðingar þetta hefur til langs tíma, þær gætu orðið talsverðar og alveg klárlega mikil lyftistöng fyrir baráttusamtök um umhverfismál.“
Mannréttindi Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira