Helga vonar að allir gæti að persónuverndarlögum Jakob Bjarnar skrifar 10. apríl 2024 10:35 Helga hefur ekki verið á Facebook í níu ár, en nú hefur verið búið svo um hnúta að allar hennar auglýsingar brjóti alls ekki í bága við persónuverndarlög. Íris Dögg Einarsdóttir Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi, og forstjóri Persónuverndar, lét ekki segja sér það tvisvar að láta rannsaka framboð sitt að teknu tilliti til persónuverndarákvæða. Kosningastjóri Helgu, Tryggi Rafnsson, sendi Vísi skeyti þar sem segir að farið hafi verið yfir málin að teknu tilliti til þess sem fram kom í frétt Vísis af málinu, en sú frétt birtist í gær. „Þar sem talað er um að Helga Þórisdóttir hafi ekki farið að persónuverndarlögum. Þetta kom Helgu í opna skjöldu og var strax farið yfir þær auglýsingar sem eru í birtingu. Auglýsingin sem um ræðir býður fólki að kynnast Helgu betur og vísar hún inn á vefinn www.helgathorisdottir.is. Á vefnum var ekki samþykki fyrir vefkökum og hefur það verið lagfært. Á vefnum hefur einungis safnast tölfræði um hvaðan fólk er að koma inn á vefinn, þ.e. frá vefborða eða í gegnum leit,“ segir Tryggvi. Tryggvi Rafnsson er kosningastjóri Helgu. Hann segir undirskriftirnar ganga vel.aðsend Hann tekur jafnframt fram að framboð Helgu noti ekki Meta Pixel. „Fyrir þau sem ekki vita þá er Meta Pixel kóði til að setja á vefsíður til að fylgjast með því hvernig fólk hegðar sér eftir að hafa smellt á t.d. Facebook auglýsingar, hvað það gerir á vefnum og hvernig auglýsingar frá viðkomandi birtast héðan af.“ Tryggvi vill því árétta að um afar almennar auglýsingar sé að ræða, og vefkökur voru ekki notaðar í þeim tilgangi að fylgjast með fólki á Netinu. „Allar samfélagsmiðlaauglýsingar á vegum framboðs Helgu eru merktar þannig að auglýsingin sé vegna framboðs Helgu Þórisdóttur, og eru þær með fyrirvara um að auglýsingin sé vegna kosninga.“ Tryggvi segir að framboð Helgu þakki allar góðar ábendingar og vonar að önnur framboð séu að starfa í samræmi við persónuverndarlög. Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Tengdar fréttir Helga hellir sér í forsetaslaginn Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar ætlar að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Helga upplýsti um þetta á blaðamannafundi á heimili sínu í Fossvoginum í hádeginu. 27. mars 2024 12:05 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Kosningastjóri Helgu, Tryggi Rafnsson, sendi Vísi skeyti þar sem segir að farið hafi verið yfir málin að teknu tilliti til þess sem fram kom í frétt Vísis af málinu, en sú frétt birtist í gær. „Þar sem talað er um að Helga Þórisdóttir hafi ekki farið að persónuverndarlögum. Þetta kom Helgu í opna skjöldu og var strax farið yfir þær auglýsingar sem eru í birtingu. Auglýsingin sem um ræðir býður fólki að kynnast Helgu betur og vísar hún inn á vefinn www.helgathorisdottir.is. Á vefnum var ekki samþykki fyrir vefkökum og hefur það verið lagfært. Á vefnum hefur einungis safnast tölfræði um hvaðan fólk er að koma inn á vefinn, þ.e. frá vefborða eða í gegnum leit,“ segir Tryggvi. Tryggvi Rafnsson er kosningastjóri Helgu. Hann segir undirskriftirnar ganga vel.aðsend Hann tekur jafnframt fram að framboð Helgu noti ekki Meta Pixel. „Fyrir þau sem ekki vita þá er Meta Pixel kóði til að setja á vefsíður til að fylgjast með því hvernig fólk hegðar sér eftir að hafa smellt á t.d. Facebook auglýsingar, hvað það gerir á vefnum og hvernig auglýsingar frá viðkomandi birtast héðan af.“ Tryggvi vill því árétta að um afar almennar auglýsingar sé að ræða, og vefkökur voru ekki notaðar í þeim tilgangi að fylgjast með fólki á Netinu. „Allar samfélagsmiðlaauglýsingar á vegum framboðs Helgu eru merktar þannig að auglýsingin sé vegna framboðs Helgu Þórisdóttur, og eru þær með fyrirvara um að auglýsingin sé vegna kosninga.“ Tryggvi segir að framboð Helgu þakki allar góðar ábendingar og vonar að önnur framboð séu að starfa í samræmi við persónuverndarlög.
Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Tengdar fréttir Helga hellir sér í forsetaslaginn Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar ætlar að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Helga upplýsti um þetta á blaðamannafundi á heimili sínu í Fossvoginum í hádeginu. 27. mars 2024 12:05 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Helga hellir sér í forsetaslaginn Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar ætlar að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Helga upplýsti um þetta á blaðamannafundi á heimili sínu í Fossvoginum í hádeginu. 27. mars 2024 12:05