Helga vonar að allir gæti að persónuverndarlögum Jakob Bjarnar skrifar 10. apríl 2024 10:35 Helga hefur ekki verið á Facebook í níu ár, en nú hefur verið búið svo um hnúta að allar hennar auglýsingar brjóti alls ekki í bága við persónuverndarlög. Íris Dögg Einarsdóttir Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi, og forstjóri Persónuverndar, lét ekki segja sér það tvisvar að láta rannsaka framboð sitt að teknu tilliti til persónuverndarákvæða. Kosningastjóri Helgu, Tryggi Rafnsson, sendi Vísi skeyti þar sem segir að farið hafi verið yfir málin að teknu tilliti til þess sem fram kom í frétt Vísis af málinu, en sú frétt birtist í gær. „Þar sem talað er um að Helga Þórisdóttir hafi ekki farið að persónuverndarlögum. Þetta kom Helgu í opna skjöldu og var strax farið yfir þær auglýsingar sem eru í birtingu. Auglýsingin sem um ræðir býður fólki að kynnast Helgu betur og vísar hún inn á vefinn www.helgathorisdottir.is. Á vefnum var ekki samþykki fyrir vefkökum og hefur það verið lagfært. Á vefnum hefur einungis safnast tölfræði um hvaðan fólk er að koma inn á vefinn, þ.e. frá vefborða eða í gegnum leit,“ segir Tryggvi. Tryggvi Rafnsson er kosningastjóri Helgu. Hann segir undirskriftirnar ganga vel.aðsend Hann tekur jafnframt fram að framboð Helgu noti ekki Meta Pixel. „Fyrir þau sem ekki vita þá er Meta Pixel kóði til að setja á vefsíður til að fylgjast með því hvernig fólk hegðar sér eftir að hafa smellt á t.d. Facebook auglýsingar, hvað það gerir á vefnum og hvernig auglýsingar frá viðkomandi birtast héðan af.“ Tryggvi vill því árétta að um afar almennar auglýsingar sé að ræða, og vefkökur voru ekki notaðar í þeim tilgangi að fylgjast með fólki á Netinu. „Allar samfélagsmiðlaauglýsingar á vegum framboðs Helgu eru merktar þannig að auglýsingin sé vegna framboðs Helgu Þórisdóttur, og eru þær með fyrirvara um að auglýsingin sé vegna kosninga.“ Tryggvi segir að framboð Helgu þakki allar góðar ábendingar og vonar að önnur framboð séu að starfa í samræmi við persónuverndarlög. Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Tengdar fréttir Helga hellir sér í forsetaslaginn Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar ætlar að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Helga upplýsti um þetta á blaðamannafundi á heimili sínu í Fossvoginum í hádeginu. 27. mars 2024 12:05 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Sjá meira
Kosningastjóri Helgu, Tryggi Rafnsson, sendi Vísi skeyti þar sem segir að farið hafi verið yfir málin að teknu tilliti til þess sem fram kom í frétt Vísis af málinu, en sú frétt birtist í gær. „Þar sem talað er um að Helga Þórisdóttir hafi ekki farið að persónuverndarlögum. Þetta kom Helgu í opna skjöldu og var strax farið yfir þær auglýsingar sem eru í birtingu. Auglýsingin sem um ræðir býður fólki að kynnast Helgu betur og vísar hún inn á vefinn www.helgathorisdottir.is. Á vefnum var ekki samþykki fyrir vefkökum og hefur það verið lagfært. Á vefnum hefur einungis safnast tölfræði um hvaðan fólk er að koma inn á vefinn, þ.e. frá vefborða eða í gegnum leit,“ segir Tryggvi. Tryggvi Rafnsson er kosningastjóri Helgu. Hann segir undirskriftirnar ganga vel.aðsend Hann tekur jafnframt fram að framboð Helgu noti ekki Meta Pixel. „Fyrir þau sem ekki vita þá er Meta Pixel kóði til að setja á vefsíður til að fylgjast með því hvernig fólk hegðar sér eftir að hafa smellt á t.d. Facebook auglýsingar, hvað það gerir á vefnum og hvernig auglýsingar frá viðkomandi birtast héðan af.“ Tryggvi vill því árétta að um afar almennar auglýsingar sé að ræða, og vefkökur voru ekki notaðar í þeim tilgangi að fylgjast með fólki á Netinu. „Allar samfélagsmiðlaauglýsingar á vegum framboðs Helgu eru merktar þannig að auglýsingin sé vegna framboðs Helgu Þórisdóttur, og eru þær með fyrirvara um að auglýsingin sé vegna kosninga.“ Tryggvi segir að framboð Helgu þakki allar góðar ábendingar og vonar að önnur framboð séu að starfa í samræmi við persónuverndarlög.
Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Tengdar fréttir Helga hellir sér í forsetaslaginn Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar ætlar að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Helga upplýsti um þetta á blaðamannafundi á heimili sínu í Fossvoginum í hádeginu. 27. mars 2024 12:05 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Sjá meira
Helga hellir sér í forsetaslaginn Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar ætlar að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Helga upplýsti um þetta á blaðamannafundi á heimili sínu í Fossvoginum í hádeginu. 27. mars 2024 12:05