Segist vera meiri Barcelona púristi en Xavi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2024 10:31 Luis Enrique og Xavi Hernandez unnu þrennuna saman með Barcelona vorið 2015. Í kvöld mætast þeir sem þjálfarar. Getty/Alexander Hassenstein Paris Saint-Germain og Barcelona mætast í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta. Þjálfarar beggja liða þekkja vel Barcelona og hvað félagið stendur fyrir en hvor þeirra en meiri Barcelona púristi? Sumir myndu halda að það væri Xavi, goðsögn hjá félaginu en það eru ekki allir sammála því. Einn af þeim sem er ósammála Luis Enrique sem stýrir einmitt Paris Saint-Germain í dag. Hinn 53 ára gamli Enrique var leikmaður Barcelona í átta ár og hann var þjálfari liðsins í þrjú ár. Undir hans stjórn vann Barcelona þrennuna árið 2015. | Xavi: Luis Enrique saying that he represents Barça s style better than me? That s Luis Enrique for you. We are both looking for the same thing when it comes to our teams. #fcblive pic.twitter.com/AaaxlcKOYm— BarçaTimes (@BarcaTimes) April 9, 2024 Leikurinn í kvöld verður fyrsti leikur Enrique í Barcelona síðan hann yfirgaf Katalóníufélagið árið 2018. „Án nokkurs vafa þá er það ég,“ svaraði Luis Enrique á blaðamannafundi fyrir leikinn aðspurður um það hvort hann eða Xavi rækti meira Barcelona heimspekina í þjálfun sinna liða sem er að halda boltanum, pressa, halda réttum stöðum og sækja. „Skoðið bara tölfræðina, hvað liðin eru mikið með boltann, hvað þau skapa mikið af færum, boltapressuna og titlana. Horfið á það. Þetta er engin skoðun. Tölurnar og staðreyndirnar blasa við. Það þarf ekki að ræða þetta. Aðrir eru kannski annarrar skoðunar en það er engin vafi í mínum huga,“ sagði Luis Enrique. Luis Enrique spilaði við hlið Xavi hjá Barcelona og þjálfaði hann líka seinna. Hann telur þó ekki að það gefi honum forskot fyrir leikina. „Ég þekki Xavi ekki neitt sem þjálfara. Ég þekki hann bara sem leikmann. Ég þekki félagið mjög vel en ekki Xavi sem þjálfara,“ sagði Enrique. „Ég þekki Barcelona virkilega vel og ég þekki leikmenn þeirra en ég veit ekki hvort það sé eitthvað forskot sem fylgir því. Félagið skipti mig miklu máli tilfinningalega vegna þess sem ég upplifði þar. Ég er einnig fagmaður og þarf að hugsa um mitt starf og mitt lið,“ sagði Enrique. Leikur Paris Saint-Germain og Barcelona hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.35. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira
Sumir myndu halda að það væri Xavi, goðsögn hjá félaginu en það eru ekki allir sammála því. Einn af þeim sem er ósammála Luis Enrique sem stýrir einmitt Paris Saint-Germain í dag. Hinn 53 ára gamli Enrique var leikmaður Barcelona í átta ár og hann var þjálfari liðsins í þrjú ár. Undir hans stjórn vann Barcelona þrennuna árið 2015. | Xavi: Luis Enrique saying that he represents Barça s style better than me? That s Luis Enrique for you. We are both looking for the same thing when it comes to our teams. #fcblive pic.twitter.com/AaaxlcKOYm— BarçaTimes (@BarcaTimes) April 9, 2024 Leikurinn í kvöld verður fyrsti leikur Enrique í Barcelona síðan hann yfirgaf Katalóníufélagið árið 2018. „Án nokkurs vafa þá er það ég,“ svaraði Luis Enrique á blaðamannafundi fyrir leikinn aðspurður um það hvort hann eða Xavi rækti meira Barcelona heimspekina í þjálfun sinna liða sem er að halda boltanum, pressa, halda réttum stöðum og sækja. „Skoðið bara tölfræðina, hvað liðin eru mikið með boltann, hvað þau skapa mikið af færum, boltapressuna og titlana. Horfið á það. Þetta er engin skoðun. Tölurnar og staðreyndirnar blasa við. Það þarf ekki að ræða þetta. Aðrir eru kannski annarrar skoðunar en það er engin vafi í mínum huga,“ sagði Luis Enrique. Luis Enrique spilaði við hlið Xavi hjá Barcelona og þjálfaði hann líka seinna. Hann telur þó ekki að það gefi honum forskot fyrir leikina. „Ég þekki Xavi ekki neitt sem þjálfara. Ég þekki hann bara sem leikmann. Ég þekki félagið mjög vel en ekki Xavi sem þjálfara,“ sagði Enrique. „Ég þekki Barcelona virkilega vel og ég þekki leikmenn þeirra en ég veit ekki hvort það sé eitthvað forskot sem fylgir því. Félagið skipti mig miklu máli tilfinningalega vegna þess sem ég upplifði þar. Ég er einnig fagmaður og þarf að hugsa um mitt starf og mitt lið,“ sagði Enrique. Leikur Paris Saint-Germain og Barcelona hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.35.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira