Átti Arsenal að fá víti? „Svo sitjum við hérna, sköllóttir og hlutlausir“ Sindri Sverrisson skrifar 10. apríl 2024 08:00 Bukayo Saka vildi fá vítaspyrnu þegar hann taldi Manuel Neuer brjóta á sér, en dómari leiksins ákvað að dæma ekkert. Getty/Stuart MacFarlane Afar umdeilt atvik varð í lok leiks Arsenal og Bayern München í Meistararadeild Evrópu í gærkvöld en deilt er um hvort dæma hefði átt vítaspyrnu á Manuel Neuer, markvörð Bayern. Liðin skildu jöfn, 2-2, og því mikil spenna fyrir seinni leiknum í Þýskalandi eftir viku, þegar það ræðst hvort liðanna kemst í undanúrslit keppninnar. Arsenal hefði getað tekið með sér forskot í seinni leikinn ef Bukayo Saka hefði fengið víti í lok leiks í gær. Rætt var um málið í Meistaradeildarmörkunum og virtist Arnar Gunnlaugsson hallast að því að ekki bæri að dæma víti, líkt og niðurstaðan varð, en Ólafur Kristjánsson sagði þetta aðeins spurningu um með hvoru liðinu menn héldu. Klippa: Umræða um vítið sem Arsenal vildi fá „Bara til að halda því til haga þá hélt ég með Arsenal í þessum leik og vildi óska þess að þetta væri víti, en þetta móment þegar hann stekkur á hann með hægri löppina…“ sagði Arnar og vildi þannig meina að Saka hefði sjálfur sótt snertingu við Neuer. Arnar: Pottþétt víti áður en VAR kom „En setur ekki Neuer hægri fótinn út?“ spurði Ríkharð Óskar Guðnason sem stýrði þættinum og Ólafur svaraði: „Við getum þrasað um þetta. Þetta snýst um með hverjum þú heldur. Neuer stoppar, Saka sækir snertinguna. Ef þú ert Arsenal-maður finnst þér þetta púra víti. Ef þú ert Bayern-maður finnst þér hann vera að fiska þetta. Svo sitjum við hérna, sköllóttir og hlutlausir, og sóknarmaðurinn segir meira að segja að þetta sé ekki víti,“ og átti þá við fyrrverandi sóknarmanninn Arnar sem svaraði: „Ég myndi vel skilja ef þetta væri víti. Eftir að hafa skoðað þessar hægu endursýningar og svona þá finnst mér Saka mjög „clever“ en ég held að VAR hafi „overridað“ þetta með sínum hægu, hægu endursýningum. Ef þetta væri venjulegur leikur, áður en VAR kom til sögunnar, þá væri þetta púra víti, ekkert flóknara en það.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Arteta: Þú gerir mistök og þér er refsað Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, segir sína menn geta sinnt litlu hlutunum betur eftir 2-2 jafntefli við Bayern München í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 9. apríl 2024 23:01 Stál í stál í Lundúnum Arsenal og Bayern München gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeild Evrópu. Það er því allt undir í síðari leik liðanna sem fram fer í Þýskalandi þann 17. apríl. 9. apríl 2024 21:00 Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Sjá meira
Liðin skildu jöfn, 2-2, og því mikil spenna fyrir seinni leiknum í Þýskalandi eftir viku, þegar það ræðst hvort liðanna kemst í undanúrslit keppninnar. Arsenal hefði getað tekið með sér forskot í seinni leikinn ef Bukayo Saka hefði fengið víti í lok leiks í gær. Rætt var um málið í Meistaradeildarmörkunum og virtist Arnar Gunnlaugsson hallast að því að ekki bæri að dæma víti, líkt og niðurstaðan varð, en Ólafur Kristjánsson sagði þetta aðeins spurningu um með hvoru liðinu menn héldu. Klippa: Umræða um vítið sem Arsenal vildi fá „Bara til að halda því til haga þá hélt ég með Arsenal í þessum leik og vildi óska þess að þetta væri víti, en þetta móment þegar hann stekkur á hann með hægri löppina…“ sagði Arnar og vildi þannig meina að Saka hefði sjálfur sótt snertingu við Neuer. Arnar: Pottþétt víti áður en VAR kom „En setur ekki Neuer hægri fótinn út?“ spurði Ríkharð Óskar Guðnason sem stýrði þættinum og Ólafur svaraði: „Við getum þrasað um þetta. Þetta snýst um með hverjum þú heldur. Neuer stoppar, Saka sækir snertinguna. Ef þú ert Arsenal-maður finnst þér þetta púra víti. Ef þú ert Bayern-maður finnst þér hann vera að fiska þetta. Svo sitjum við hérna, sköllóttir og hlutlausir, og sóknarmaðurinn segir meira að segja að þetta sé ekki víti,“ og átti þá við fyrrverandi sóknarmanninn Arnar sem svaraði: „Ég myndi vel skilja ef þetta væri víti. Eftir að hafa skoðað þessar hægu endursýningar og svona þá finnst mér Saka mjög „clever“ en ég held að VAR hafi „overridað“ þetta með sínum hægu, hægu endursýningum. Ef þetta væri venjulegur leikur, áður en VAR kom til sögunnar, þá væri þetta púra víti, ekkert flóknara en það.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Arteta: Þú gerir mistök og þér er refsað Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, segir sína menn geta sinnt litlu hlutunum betur eftir 2-2 jafntefli við Bayern München í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 9. apríl 2024 23:01 Stál í stál í Lundúnum Arsenal og Bayern München gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeild Evrópu. Það er því allt undir í síðari leik liðanna sem fram fer í Þýskalandi þann 17. apríl. 9. apríl 2024 21:00 Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Sjá meira
Arteta: Þú gerir mistök og þér er refsað Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, segir sína menn geta sinnt litlu hlutunum betur eftir 2-2 jafntefli við Bayern München í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 9. apríl 2024 23:01
Stál í stál í Lundúnum Arsenal og Bayern München gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeild Evrópu. Það er því allt undir í síðari leik liðanna sem fram fer í Þýskalandi þann 17. apríl. 9. apríl 2024 21:00