Átti Arsenal að fá víti? „Svo sitjum við hérna, sköllóttir og hlutlausir“ Sindri Sverrisson skrifar 10. apríl 2024 08:00 Bukayo Saka vildi fá vítaspyrnu þegar hann taldi Manuel Neuer brjóta á sér, en dómari leiksins ákvað að dæma ekkert. Getty/Stuart MacFarlane Afar umdeilt atvik varð í lok leiks Arsenal og Bayern München í Meistararadeild Evrópu í gærkvöld en deilt er um hvort dæma hefði átt vítaspyrnu á Manuel Neuer, markvörð Bayern. Liðin skildu jöfn, 2-2, og því mikil spenna fyrir seinni leiknum í Þýskalandi eftir viku, þegar það ræðst hvort liðanna kemst í undanúrslit keppninnar. Arsenal hefði getað tekið með sér forskot í seinni leikinn ef Bukayo Saka hefði fengið víti í lok leiks í gær. Rætt var um málið í Meistaradeildarmörkunum og virtist Arnar Gunnlaugsson hallast að því að ekki bæri að dæma víti, líkt og niðurstaðan varð, en Ólafur Kristjánsson sagði þetta aðeins spurningu um með hvoru liðinu menn héldu. Klippa: Umræða um vítið sem Arsenal vildi fá „Bara til að halda því til haga þá hélt ég með Arsenal í þessum leik og vildi óska þess að þetta væri víti, en þetta móment þegar hann stekkur á hann með hægri löppina…“ sagði Arnar og vildi þannig meina að Saka hefði sjálfur sótt snertingu við Neuer. Arnar: Pottþétt víti áður en VAR kom „En setur ekki Neuer hægri fótinn út?“ spurði Ríkharð Óskar Guðnason sem stýrði þættinum og Ólafur svaraði: „Við getum þrasað um þetta. Þetta snýst um með hverjum þú heldur. Neuer stoppar, Saka sækir snertinguna. Ef þú ert Arsenal-maður finnst þér þetta púra víti. Ef þú ert Bayern-maður finnst þér hann vera að fiska þetta. Svo sitjum við hérna, sköllóttir og hlutlausir, og sóknarmaðurinn segir meira að segja að þetta sé ekki víti,“ og átti þá við fyrrverandi sóknarmanninn Arnar sem svaraði: „Ég myndi vel skilja ef þetta væri víti. Eftir að hafa skoðað þessar hægu endursýningar og svona þá finnst mér Saka mjög „clever“ en ég held að VAR hafi „overridað“ þetta með sínum hægu, hægu endursýningum. Ef þetta væri venjulegur leikur, áður en VAR kom til sögunnar, þá væri þetta púra víti, ekkert flóknara en það.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Arteta: Þú gerir mistök og þér er refsað Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, segir sína menn geta sinnt litlu hlutunum betur eftir 2-2 jafntefli við Bayern München í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 9. apríl 2024 23:01 Stál í stál í Lundúnum Arsenal og Bayern München gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeild Evrópu. Það er því allt undir í síðari leik liðanna sem fram fer í Þýskalandi þann 17. apríl. 9. apríl 2024 21:00 Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Sjá meira
Liðin skildu jöfn, 2-2, og því mikil spenna fyrir seinni leiknum í Þýskalandi eftir viku, þegar það ræðst hvort liðanna kemst í undanúrslit keppninnar. Arsenal hefði getað tekið með sér forskot í seinni leikinn ef Bukayo Saka hefði fengið víti í lok leiks í gær. Rætt var um málið í Meistaradeildarmörkunum og virtist Arnar Gunnlaugsson hallast að því að ekki bæri að dæma víti, líkt og niðurstaðan varð, en Ólafur Kristjánsson sagði þetta aðeins spurningu um með hvoru liðinu menn héldu. Klippa: Umræða um vítið sem Arsenal vildi fá „Bara til að halda því til haga þá hélt ég með Arsenal í þessum leik og vildi óska þess að þetta væri víti, en þetta móment þegar hann stekkur á hann með hægri löppina…“ sagði Arnar og vildi þannig meina að Saka hefði sjálfur sótt snertingu við Neuer. Arnar: Pottþétt víti áður en VAR kom „En setur ekki Neuer hægri fótinn út?“ spurði Ríkharð Óskar Guðnason sem stýrði þættinum og Ólafur svaraði: „Við getum þrasað um þetta. Þetta snýst um með hverjum þú heldur. Neuer stoppar, Saka sækir snertinguna. Ef þú ert Arsenal-maður finnst þér þetta púra víti. Ef þú ert Bayern-maður finnst þér hann vera að fiska þetta. Svo sitjum við hérna, sköllóttir og hlutlausir, og sóknarmaðurinn segir meira að segja að þetta sé ekki víti,“ og átti þá við fyrrverandi sóknarmanninn Arnar sem svaraði: „Ég myndi vel skilja ef þetta væri víti. Eftir að hafa skoðað þessar hægu endursýningar og svona þá finnst mér Saka mjög „clever“ en ég held að VAR hafi „overridað“ þetta með sínum hægu, hægu endursýningum. Ef þetta væri venjulegur leikur, áður en VAR kom til sögunnar, þá væri þetta púra víti, ekkert flóknara en það.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Arteta: Þú gerir mistök og þér er refsað Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, segir sína menn geta sinnt litlu hlutunum betur eftir 2-2 jafntefli við Bayern München í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 9. apríl 2024 23:01 Stál í stál í Lundúnum Arsenal og Bayern München gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeild Evrópu. Það er því allt undir í síðari leik liðanna sem fram fer í Þýskalandi þann 17. apríl. 9. apríl 2024 21:00 Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Sjá meira
Arteta: Þú gerir mistök og þér er refsað Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, segir sína menn geta sinnt litlu hlutunum betur eftir 2-2 jafntefli við Bayern München í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 9. apríl 2024 23:01
Stál í stál í Lundúnum Arsenal og Bayern München gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeild Evrópu. Það er því allt undir í síðari leik liðanna sem fram fer í Þýskalandi þann 17. apríl. 9. apríl 2024 21:00