Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 3-1 | Áttu lítinn séns gegn þýska stálinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. apríl 2024 18:03 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Lena Oberdorf í leik kvöldsins. Christof Koepsel/Getty Images Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 3-1 tap er liðið heimsótti sigursælasta lið EM frá upphafi, Þýskaland, í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2025. Þýska liðið byrjaði af miklum krafti og skapaði sér tvö góð færi á upphafsmínútum leiksins. Lea Schüller var hársbreidd frá því að pota boltanum yfir línuna strax á annarri mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar kom hún boltanum í netið með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá Sarai Linder. Hildur Antonsdóttir lætur finna fyrir sér.Christof Koepsel/Getty Images Íslensku stelpurnar vöknuðu þó til lífsins við það að fá á sig þetta mark og færðu sig framar á völlinn eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Ingibjörg Sigurðardóttir og Hildur Antonsdóttir fengu báðar ákjósanleg færi til að jafna metin, en það var hins vegar Hlín Eiríksdóttir sem gerði það að lokum á 23. mínútu með góðri afgreiðslu eftir fyrirgjöf frá Diljá Ýr Zomers sem skoppaði framhjá Sveindísi Jane Jónsdóttur. Íslenska liðið fagnar marki sínu.Christof Koepsel/Getty Images Íslenska liðið varð svo fyrir áfalli eftir rétt tæplega hálftíma leik þegar Sveindís Jane Jónsdóttir var tekin niður á miðjum velli. Sveindís lenti illa á öxlinni og eftir stutta tilraun til að koma sér af stað aftur var ljóst að hún þyrfti á skiptingu að halda. Það var nokkuð augljóst að það hafði mikil áhrif á íslenska liðið að missa Sveindísi af velli og þýska liðið gekk á lagið. Þjóðverjar voru mun sterkari það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og mörk frá Leu Schüller á 34. mínútu og Lenu Oberdorf á síðustu sekúndum uppbótartíma sáu til þess að heimakonur fóru með 3-1 forystu inn í hálfleikshléið. A first-half double for Lea Schüller #WEURO2025 pic.twitter.com/FbdjwqCQgx— UEFA Women's EURO (@WEURO) April 9, 2024 Ef einhverjir vonuðust eftir því að leikurinn yrði auðveldari fyrir íslenska liðið í síðari hálfleik þá varð þeim ekki að ósk sinni. Þýska liðið sótti án afláts og virtist styttast í fjórða mark liðsins með hverju skotinu sem Þjóðverjar tóku. Þjóðverjar áttu til að mynda skot í stöng eftir rétt rúmlega klukkutíma leik og eftir því sem leið á leikinn gerðu þreyttir fætur íslenska liðsins æ fleiri mistök sem leiddu til þess að íslensku stelpurnar töpuðu boltanum ófáum sinnum á hættulegum stað. 16.503 DANKE AACHEN! Ganz stark WIR #IMTEAM #GERISL Sofieke van Bilsen/DFB pic.twitter.com/RAvW4to8VQ— DFB-Frauen (@DFB_Frauen) April 9, 2024 Til allrar hamingju fyrir íslenska liðið náðu Þjóðverjar ekki að nýta þau færi sem þeir fengu í seinni hálfleik. Íslenska liðið náði að skapa sér nokkur hálffæri, en nýtti þau ekki frekar en Þjóðverjarnir og niðurstaðan varð að lokum 3-1 sigur Þjóðverja. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 3-1 tap er liðið heimsótti sigursælasta lið EM frá upphafi, Þýskaland, í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2025. Þýska liðið byrjaði af miklum krafti og skapaði sér tvö góð færi á upphafsmínútum leiksins. Lea Schüller var hársbreidd frá því að pota boltanum yfir línuna strax á annarri mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar kom hún boltanum í netið með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá Sarai Linder. Hildur Antonsdóttir lætur finna fyrir sér.Christof Koepsel/Getty Images Íslensku stelpurnar vöknuðu þó til lífsins við það að fá á sig þetta mark og færðu sig framar á völlinn eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Ingibjörg Sigurðardóttir og Hildur Antonsdóttir fengu báðar ákjósanleg færi til að jafna metin, en það var hins vegar Hlín Eiríksdóttir sem gerði það að lokum á 23. mínútu með góðri afgreiðslu eftir fyrirgjöf frá Diljá Ýr Zomers sem skoppaði framhjá Sveindísi Jane Jónsdóttur. Íslenska liðið fagnar marki sínu.Christof Koepsel/Getty Images Íslenska liðið varð svo fyrir áfalli eftir rétt tæplega hálftíma leik þegar Sveindís Jane Jónsdóttir var tekin niður á miðjum velli. Sveindís lenti illa á öxlinni og eftir stutta tilraun til að koma sér af stað aftur var ljóst að hún þyrfti á skiptingu að halda. Það var nokkuð augljóst að það hafði mikil áhrif á íslenska liðið að missa Sveindísi af velli og þýska liðið gekk á lagið. Þjóðverjar voru mun sterkari það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og mörk frá Leu Schüller á 34. mínútu og Lenu Oberdorf á síðustu sekúndum uppbótartíma sáu til þess að heimakonur fóru með 3-1 forystu inn í hálfleikshléið. A first-half double for Lea Schüller #WEURO2025 pic.twitter.com/FbdjwqCQgx— UEFA Women's EURO (@WEURO) April 9, 2024 Ef einhverjir vonuðust eftir því að leikurinn yrði auðveldari fyrir íslenska liðið í síðari hálfleik þá varð þeim ekki að ósk sinni. Þýska liðið sótti án afláts og virtist styttast í fjórða mark liðsins með hverju skotinu sem Þjóðverjar tóku. Þjóðverjar áttu til að mynda skot í stöng eftir rétt rúmlega klukkutíma leik og eftir því sem leið á leikinn gerðu þreyttir fætur íslenska liðsins æ fleiri mistök sem leiddu til þess að íslensku stelpurnar töpuðu boltanum ófáum sinnum á hættulegum stað. 16.503 DANKE AACHEN! Ganz stark WIR #IMTEAM #GERISL Sofieke van Bilsen/DFB pic.twitter.com/RAvW4to8VQ— DFB-Frauen (@DFB_Frauen) April 9, 2024 Til allrar hamingju fyrir íslenska liðið náðu Þjóðverjar ekki að nýta þau færi sem þeir fengu í seinni hálfleik. Íslenska liðið náði að skapa sér nokkur hálffæri, en nýtti þau ekki frekar en Þjóðverjarnir og niðurstaðan varð að lokum 3-1 sigur Þjóðverja.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti