UEFA segir jafnframt að leikirnir muni fara fram þrátt fyrir hættu á ódæðisverkum.
Á samfélagskvöldmiðlum mátti í vikunni finna færslu þar sem sagt var að það væri von á hryðjuverkaárás á einum leikjanna í Meistaradeildinni en pósturinn á að hafa komið frá ISIS-liða. Vígamenn Íslamska ríkisins eru sagðir horfa til stórra íþróttaviðburða á næstu vikum og mánuðum og Ólympíuleikarnir í París eru þar ofarlega á blaði.
Það eru hins vegar þessir risaleikir í Meistaradeildinni sem eiga sviðsljósið næstu tvö kvöld.
Arsenal tekur á móti Bayern München í London í kvöld og á sama tíma mætast Real Madrid og Manchester City í Madrid. Annað kvöld tekur Paris Saint-Germain á móti Barcelona í París og lið Atlético Madrid og Borussia Dortmund mætast í Madrid.
Frönsk yfirvöld hafa tilkynnt það að aukin öryggisgæsla verði í kringum leikinn í París og kemur það til vegna fyrrnefndra hótanna.
Spænska innanríkisráðuneytið segir að yfir tvö þúsund auka öryggisverðir verða á vakt en vanalegt er á fótboltaleik hjá Real og Atletico.
UEFA mun hafa samband við aðila á hverjum stað til að fara betur yfir málin. Leikirnir verða aftur á móti spilaðir í kvöld.
Allir leikirnir verða sýndir beint á sportstöðvum Stöðvar 2. Leikur Arsenal og Bayern München verðir á Stöð 2 Sport 2 en leikur Real Madrid og Manchester City á Vodafone Sport. Upphitun fyrir kvöldið hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 18.35.