Nokkrar klukkustundir í tilkynningu Lovísa Arnardóttir skrifar 9. apríl 2024 08:38 Vilhjálmur Árnason segir styttast í tilkynningu frá formönnum ríkisstjórnarflokkanna. Vísir/Vilhelm Líklegt er að ný ríkisstjórn verði kynnt eftir nokkrar klukkustundir, um hádegisbil. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður þingflokks, vildi ekki staðfesta það sem kemur fram í Morgunblaðinu um ráðherraskipti í Bítinu en sagði styttast í tilkynningu frá formönnum. „Flokkarnir eru ekki allir búnir að ganga frá niðurstöðu samtalsins og það eru einhverjir lausir endar eftir og slíkt. Þannig að við þurfum að bíða í nokkra klukkutíma í viðbót,“ segir Vilhjálmur og að hann búist við því að niðurstaða verði mögulega kynnt um hádegisbil. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundaði í gær og munu þingflokkar Vinstri grænna og Framsóknarflokksins funda fyrir hádegi. Greint var frá því í gær að líklegt væri að Bjarni Benediktsson yrði forsætisráðherra. Í Morgunblaðinu í dag kom svo fram að líklega yrði Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra og að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir færi aftur í utanríkisráðuneytið. Vilhjálmur Árnason var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur þingkonu Viðreisnar. Þorbjörg Sigríður og Vilhjálmur ræddu stjórnmálin í Bítinu í morgun. Vísir/Vilhelm „Það er búið að funda mikið yfir helgina, síðan á föstudag, síðan að Katrín tilkynnti forsetaframboð,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að Sjálfstæðismenn hafi strax sagt skýrt að það þyrfti að finna út úr stóru málunum í viðræðunum. Það séu efnahagsmálin, útlendingamálin og orkumálin. „Ef þetta gengur allt upp þá koma öll hin mikilvægu málin líka,“ segir Vilhjálmur. Þetta séu málin sem ríkisstjórnin hafi verið að vinna að og það sé mikilvægt að það komi ekki gat í þá vinnu. Hann segir að það geti komið gat ef fólk er að skipta um ráðherrastóla en það sé verið að vinna sum mál saman, eins og fjármálin, þannig það breyti ekki endilega miklu þótt þetta taki nokkra daga. Þorbjörg Sigríður segist upptekin af töfum í myndun nýrrar ríkisstjórnar. „Ríkisstjórnin er í bókstaflegri merkingu höfuðlaus,“ segir hún og að hún voni að þetta fari að skýrast, þjóðarinnar vegna. „Því það gengur auðvitað ekki að forsætisráðherra fari að heiman, birti svo myndir af sér brosandi á samfélagsmiðlum þar sem hún er að pakka saman búslóðinni og fjölskyldan situr eftir og er að tala um hvort þau fari í hjónabandsráðgjöf og það verði allt gott,“ segir Þorbjörg Sigríður. Það sé því áríðandi að þetta leysist. Þriðji fjármálaráðherrann á stuttum tíma Þorbjörg er nokkuð gagnrýnin á það, ef þessi spá gengur eftir, að á stuttum tíma taki þriðji fjármálaráðherrann við á stuttum tíma. Efnahagsmálin séu einna mikilvægust og það tefji að skipta svo ört um ráðherra. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar.Vísir/Arnar „Fjármálaáætlun sem á að marka þetta breiða samhengi stjórnmálanna. Henni hefur verið frestað í þrígang, síðast í gær,“ segir hún og að það hafi ekki komið fram hvenær hún verður lögð fram. „Þetta hökt, og þessir stólaleikir, þeir kosta.“ Brotalamir í samgöngumálum Vilhjálmur og Þorbjörg ræddu einnig samgöngumálin en viðtalið má hlusta á hér að ofan. Þau ræddu orkuskipti, bílagjöld og innviði. Þau voru beðin að bregðast við viðtali Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra FÍB og Ólaf Guðmundsson, umferðaröryggissérfræðing, sem var í Bítinu í gær. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni forsætisráðherra og Sigurður Ingi fjármálaráðherra? Rætt hefur verið að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn og að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins verði fjármálaráðherra. 9. apríl 2024 06:17 Allt bendir til að Bjarni verði forsætisráðherra Allar líkur er á að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði næsti forsætisráðherra í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi núverandi stjórnarflokka, samkvæmt heimildum fréttastofu. 8. apríl 2024 22:33 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
„Flokkarnir eru ekki allir búnir að ganga frá niðurstöðu samtalsins og það eru einhverjir lausir endar eftir og slíkt. Þannig að við þurfum að bíða í nokkra klukkutíma í viðbót,“ segir Vilhjálmur og að hann búist við því að niðurstaða verði mögulega kynnt um hádegisbil. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundaði í gær og munu þingflokkar Vinstri grænna og Framsóknarflokksins funda fyrir hádegi. Greint var frá því í gær að líklegt væri að Bjarni Benediktsson yrði forsætisráðherra. Í Morgunblaðinu í dag kom svo fram að líklega yrði Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra og að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir færi aftur í utanríkisráðuneytið. Vilhjálmur Árnason var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur þingkonu Viðreisnar. Þorbjörg Sigríður og Vilhjálmur ræddu stjórnmálin í Bítinu í morgun. Vísir/Vilhelm „Það er búið að funda mikið yfir helgina, síðan á föstudag, síðan að Katrín tilkynnti forsetaframboð,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að Sjálfstæðismenn hafi strax sagt skýrt að það þyrfti að finna út úr stóru málunum í viðræðunum. Það séu efnahagsmálin, útlendingamálin og orkumálin. „Ef þetta gengur allt upp þá koma öll hin mikilvægu málin líka,“ segir Vilhjálmur. Þetta séu málin sem ríkisstjórnin hafi verið að vinna að og það sé mikilvægt að það komi ekki gat í þá vinnu. Hann segir að það geti komið gat ef fólk er að skipta um ráðherrastóla en það sé verið að vinna sum mál saman, eins og fjármálin, þannig það breyti ekki endilega miklu þótt þetta taki nokkra daga. Þorbjörg Sigríður segist upptekin af töfum í myndun nýrrar ríkisstjórnar. „Ríkisstjórnin er í bókstaflegri merkingu höfuðlaus,“ segir hún og að hún voni að þetta fari að skýrast, þjóðarinnar vegna. „Því það gengur auðvitað ekki að forsætisráðherra fari að heiman, birti svo myndir af sér brosandi á samfélagsmiðlum þar sem hún er að pakka saman búslóðinni og fjölskyldan situr eftir og er að tala um hvort þau fari í hjónabandsráðgjöf og það verði allt gott,“ segir Þorbjörg Sigríður. Það sé því áríðandi að þetta leysist. Þriðji fjármálaráðherrann á stuttum tíma Þorbjörg er nokkuð gagnrýnin á það, ef þessi spá gengur eftir, að á stuttum tíma taki þriðji fjármálaráðherrann við á stuttum tíma. Efnahagsmálin séu einna mikilvægust og það tefji að skipta svo ört um ráðherra. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar.Vísir/Arnar „Fjármálaáætlun sem á að marka þetta breiða samhengi stjórnmálanna. Henni hefur verið frestað í þrígang, síðast í gær,“ segir hún og að það hafi ekki komið fram hvenær hún verður lögð fram. „Þetta hökt, og þessir stólaleikir, þeir kosta.“ Brotalamir í samgöngumálum Vilhjálmur og Þorbjörg ræddu einnig samgöngumálin en viðtalið má hlusta á hér að ofan. Þau ræddu orkuskipti, bílagjöld og innviði. Þau voru beðin að bregðast við viðtali Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra FÍB og Ólaf Guðmundsson, umferðaröryggissérfræðing, sem var í Bítinu í gær.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni forsætisráðherra og Sigurður Ingi fjármálaráðherra? Rætt hefur verið að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn og að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins verði fjármálaráðherra. 9. apríl 2024 06:17 Allt bendir til að Bjarni verði forsætisráðherra Allar líkur er á að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði næsti forsætisráðherra í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi núverandi stjórnarflokka, samkvæmt heimildum fréttastofu. 8. apríl 2024 22:33 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Bjarni forsætisráðherra og Sigurður Ingi fjármálaráðherra? Rætt hefur verið að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn og að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins verði fjármálaráðherra. 9. apríl 2024 06:17
Allt bendir til að Bjarni verði forsætisráðherra Allar líkur er á að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði næsti forsætisráðherra í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi núverandi stjórnarflokka, samkvæmt heimildum fréttastofu. 8. apríl 2024 22:33