Real Madrid vill spila „innanhúss“ á móti Man City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2024 11:00 Pep Guardiola og lærisveinar hans gætu spilað við nýjar aðstæður á Santiago Bernabeu í kvöld. Getty/Alberto Gardin/Angel Martinez Spænska félagið Real Madrid hefur sent inn beiðni til Knattspyrnusambands Evrópu um að fá að loka þakinu á Santiago Bernabeu leikvanginum þegar liðið mætir Manchester City í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liðin mætast í fyrri leik sínum í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.00 á íslenskum tíma og verður sýndur beint á Vodafone Sport stöðinni. Þetta verður þriðja árið í röð sem liðin mætast í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og það lið sem hefur unnið í hinum viðureignum hefur farið alla leið og unnið titilinn. Manchester City sló Real Madrid út 5-1 samanlagt í fyrra og hefndi þar fyrir grátlegt tap árið á undan. Real Madrid er nýbúið að gera upp Santiago Bernabeu leikvanginn og meðal nýjunganna er að nú er hægt að loka þakinu á vellinum. Real Madrid want Santiago Bernabeu roof shut against Man City - sources https://t.co/WVZ78qKbW8— ESPN (@espnvipweb) April 9, 2024 ESPN hefur heimildir fyrir því að Real Madrid vilji einmitt loka þakinu fyrir City leikinn og spila því „innanhúss“ í þessum mikilvæga leik. Ekki er ástæðan þó að verja leikmenn og áhorfendur fyrir verði og vindum því spáin í Madrid í kvöld er heiðskírt og fimmtán gráðu hiti. Real Madrid vill aftur á móti auka lætin og stemmninguna með því að loka leikvanginum en hann tekur 85 þúsund manns í sæti eftir breytingarnar. UEFA mun taka endanlega ákvörðum um beiðni Real Madrid á tæknifundi fyrir leikinn en hann er haldinn klukkan 15.30 í dag. Dómari leiksins, Francois Letexier, mun koma að þeirri ákvörðun. Stóra reglan er að leikvangurinn verður að vera eins í lok leiks og þegar leikurinn byrjaði. Eina undantekningin ef vont veður þvingar fólk til að loka þaki á leikvangi. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira
Liðin mætast í fyrri leik sínum í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.00 á íslenskum tíma og verður sýndur beint á Vodafone Sport stöðinni. Þetta verður þriðja árið í röð sem liðin mætast í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og það lið sem hefur unnið í hinum viðureignum hefur farið alla leið og unnið titilinn. Manchester City sló Real Madrid út 5-1 samanlagt í fyrra og hefndi þar fyrir grátlegt tap árið á undan. Real Madrid er nýbúið að gera upp Santiago Bernabeu leikvanginn og meðal nýjunganna er að nú er hægt að loka þakinu á vellinum. Real Madrid want Santiago Bernabeu roof shut against Man City - sources https://t.co/WVZ78qKbW8— ESPN (@espnvipweb) April 9, 2024 ESPN hefur heimildir fyrir því að Real Madrid vilji einmitt loka þakinu fyrir City leikinn og spila því „innanhúss“ í þessum mikilvæga leik. Ekki er ástæðan þó að verja leikmenn og áhorfendur fyrir verði og vindum því spáin í Madrid í kvöld er heiðskírt og fimmtán gráðu hiti. Real Madrid vill aftur á móti auka lætin og stemmninguna með því að loka leikvanginum en hann tekur 85 þúsund manns í sæti eftir breytingarnar. UEFA mun taka endanlega ákvörðum um beiðni Real Madrid á tæknifundi fyrir leikinn en hann er haldinn klukkan 15.30 í dag. Dómari leiksins, Francois Letexier, mun koma að þeirri ákvörðun. Stóra reglan er að leikvangurinn verður að vera eins í lok leiks og þegar leikurinn byrjaði. Eina undantekningin ef vont veður þvingar fólk til að loka þaki á leikvangi.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira