„Held ég muni aldrei gleyma þessum leik“ Aron Guðmundsson skrifar 9. apríl 2024 10:00 Glódís Perla í leik með Íslandi Vísir/Getty Einn leikur gegn Þýskalandi, frá árinu 2017, lifir fersku minni í huga íslenska landsliðsfyrirliðans í fótbolta Glódísi Perlu Viggósdóttur. Sögulegur leikur í stóra samhenginu. Í kvöld mun íslenska landsliðið í fótbolta reyna sækja úrslit á útivelli gegn sterku liði Þýskalands. Liðin mætast á Tivoli leikvanginum í Aachen í undankeppni EM kvenna 2025. Liðin eru bæði ósigruð í riðlakeppninni eftir sigur í fyrsta leik en ljóst er að við ramman reip verður að draga í kvöld. Þýskaland með eitt af betri liðum Evrópu og þá er árangur Íslands í leikjum gegn Þýskalandi í sögulegu samhengi ekki upp á marga fiska. Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen. Ef vefsíða KSÍ er skoðuð er fljótt hægt að sjá að innbyrðis viðureignir Íslands og Þýskalands í kvennaboltanum eru átján talsins. Markatalan í þeim leikjum er 66-6 Þýskalandi í vil og sigurleikur Íslands aðeins einn af þessu átján. Sá leikur fór fram á BRITA-leikvanginum í Þýskalandi þann 20.október 2017 í undankeppni fyrir HM 2019. Lið Íslands var þá þjálfað af Frey Alexanderssyni og eru aðeins þrír af þáverandi leikmönnum liðsins í núverandi landsliðshópi. Ein þeirra er landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir sem mun leiða lið Íslands inn á völlinn á Tivoli leikvanginum í kvöld þegar að Ísland og Þýskaland mætast í nítjánda sinn. Klippa: Leikur sem Glódís mun aldrei gleyma „Ég held að ég muni aldrei gleyma þessum leik,“ segir Glódís í samtali við Vísi aðspurð hvort hún muni eftir umræddum leik árið 2017 gegn Þýskalandi. „Þetta var ótrúlega góður dagur. Við mættum í þann leik gríðarlega vel undirbúnar, með hrikalega gott leikplan. Kannski ekki það sem búist er við af þjóðinni í dag. Það er mikið talað um að við eigum að spila flottan fótbolta, vera mikið með boltann og allt það. „Við vinnum þennan umrædda leik á því að pakka í vörn. Eyða tuttugu mínútum í löng innköst og beita skyndisóknum. Það eru ýmsar leiðir til þess að nálgast leiki. Þennan leik nálguðumst við á gríðarlega góðan hátt og náðum að sigra. Við nýttum færin okkar ótrúlega vel og það er held ég það sem var lykillinn að þessum sigri. Við þurfum að gera það sama núna á móti Þjóðverjum ef við ætlum okkur að vinna þennan leik.“ Liðið þarf að vera tilbúið til þess að þjást til þess að ná í góð úrslit? „Já. Þessi leikur mun krefjast mikillar vinnu. Mér fannst við sína það í fyrsta leik á móti Pólverjunum að við erum klárar í það. Það verður alveg jafn mikilvægt núna á móti Þjóðverjunum, ef ekki mikilvægara, að vinna einvígin inn á vellinum. Vinna fyrir hvor aðra. Því við viljum búa til yfirtölu í varnarleiknum líka.“ Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan tíu mínútur yfir fjögur og verður honum lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Þá færum við ykkur brakandi fersk viðbrögð frá landsliðsþjálfaranum sem og leikmönnum Íslands fljótlega að leik loknum. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Í kvöld mun íslenska landsliðið í fótbolta reyna sækja úrslit á útivelli gegn sterku liði Þýskalands. Liðin mætast á Tivoli leikvanginum í Aachen í undankeppni EM kvenna 2025. Liðin eru bæði ósigruð í riðlakeppninni eftir sigur í fyrsta leik en ljóst er að við ramman reip verður að draga í kvöld. Þýskaland með eitt af betri liðum Evrópu og þá er árangur Íslands í leikjum gegn Þýskalandi í sögulegu samhengi ekki upp á marga fiska. Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen. Ef vefsíða KSÍ er skoðuð er fljótt hægt að sjá að innbyrðis viðureignir Íslands og Þýskalands í kvennaboltanum eru átján talsins. Markatalan í þeim leikjum er 66-6 Þýskalandi í vil og sigurleikur Íslands aðeins einn af þessu átján. Sá leikur fór fram á BRITA-leikvanginum í Þýskalandi þann 20.október 2017 í undankeppni fyrir HM 2019. Lið Íslands var þá þjálfað af Frey Alexanderssyni og eru aðeins þrír af þáverandi leikmönnum liðsins í núverandi landsliðshópi. Ein þeirra er landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir sem mun leiða lið Íslands inn á völlinn á Tivoli leikvanginum í kvöld þegar að Ísland og Þýskaland mætast í nítjánda sinn. Klippa: Leikur sem Glódís mun aldrei gleyma „Ég held að ég muni aldrei gleyma þessum leik,“ segir Glódís í samtali við Vísi aðspurð hvort hún muni eftir umræddum leik árið 2017 gegn Þýskalandi. „Þetta var ótrúlega góður dagur. Við mættum í þann leik gríðarlega vel undirbúnar, með hrikalega gott leikplan. Kannski ekki það sem búist er við af þjóðinni í dag. Það er mikið talað um að við eigum að spila flottan fótbolta, vera mikið með boltann og allt það. „Við vinnum þennan umrædda leik á því að pakka í vörn. Eyða tuttugu mínútum í löng innköst og beita skyndisóknum. Það eru ýmsar leiðir til þess að nálgast leiki. Þennan leik nálguðumst við á gríðarlega góðan hátt og náðum að sigra. Við nýttum færin okkar ótrúlega vel og það er held ég það sem var lykillinn að þessum sigri. Við þurfum að gera það sama núna á móti Þjóðverjum ef við ætlum okkur að vinna þennan leik.“ Liðið þarf að vera tilbúið til þess að þjást til þess að ná í góð úrslit? „Já. Þessi leikur mun krefjast mikillar vinnu. Mér fannst við sína það í fyrsta leik á móti Pólverjunum að við erum klárar í það. Það verður alveg jafn mikilvægt núna á móti Þjóðverjunum, ef ekki mikilvægara, að vinna einvígin inn á vellinum. Vinna fyrir hvor aðra. Því við viljum búa til yfirtölu í varnarleiknum líka.“ Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan tíu mínútur yfir fjögur og verður honum lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Þá færum við ykkur brakandi fersk viðbrögð frá landsliðsþjálfaranum sem og leikmönnum Íslands fljótlega að leik loknum.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira